Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 4
Velkomin um borð • í Eyjum laugardagiim 3. okt. 1998 ISLENSKIR UTVEGSMENN Utgerðin styrkir IBV! Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum óska knattspyrnuliði ÍBV til hamingju með stórkostlegan árangur í sumar. í fyrsta skipti í sögunni hefur ÍBV unnið tvöfalt, þ.e. bikarmeistaratitil og íslandsmeistaratitil á sama árinu. Þetta er án efa stærsti árangur í sögu ÍBV og verður lengi í minnum hafður. Útgerðar- menn hafa stutt vel við bakið á knattspyrnuliði ÍBV sem og öðrum íþróttagreinum í Vestmannaeyjum í gegnum tíðina þótt þeir styrkir hafi verið mun sýnilegri hin síðari ár. Þar má t.d. benda á hin glæsilegu bátaskilti sem prýða norðurgrindverkið við Hásteinsvöll. Leó Snær Sveinsson, 16 ára nemi á vélstjórnarbraut FÍV: Sjómennskan hefur alltaf heillaS „Sjómennskan hefur alltaf heillað mig. Um leið og ég lauk 10. bekk í vor ákvað ég að fara í vélskólann og stefni ég að því að klára öll stigin og fara svo beint á sjóinn," segir Leó Snær Sveinsson, sonur Sveins Valgeirssonar útgerðar- manns á Byr VE og Þóru Guðjónsdóttur. Leó er aðeins 16 ára og hann er sporgöngumaður forfeðra sinna sem sóttu sjóinn stíft. Hér fyrr á öldinni var það gangur lífsins að ungir menn vildu ólmir komast sem fyrst á sjóinn. Þetta viðhorf hefur breyst í seinni tíð og því er eftirtektarvert þegar ungir menn taka strax stefnuna á sjóinn. Eldri bróðir Leós, Guðjón Emil, er vél- stjóri á Byr VE en báturinn er nú í breytingum í Póllandi þar sem Guðjón er fulltrúi útgerðarinnar. Leó segir að fyrst í stað hafi hann sett stefnuna á skip- stjórnarnám en svo hafi honum snúist hugur. ,,Ég ákvað að fara í vélskólann því það er mun hagstæðara að mörgu leyti. Atvinnumöguleikarnir sem vélstjóri eru meiri því það vantar alltaf vélstjóra í flotann. Auk þess gefur þetta ákveðin tækifæri ef þú vilt líka vinna í landi. Ég er mjög sáttur við þessa ákvörðun og stefni að því að klára öll fjögur stigin sem er nám upp á 4 til 5 ár, eða líkt og mastersnám í einhverju gáfulegu eins og félags- eða sálfræði," segir Leó og hlær. Leó stundar vélstjórnarnámið við Framhaldsskólann í Vest- mannaeyjum. Þar er hægt að taka fyrstu tvö stigin. Fyrsta stigið tekur eina önn en annað stigið þrjár annir, að sögn Leós. Seinni tvö stigin verður að taka í Reykjavík. Leó er ánægður með námið, segir það ekki sérlega erfitt eins og komið er en verði vafalaust þyngra eftir því sem á líður. Leó hefur undanfarin þrjú sumur róið með föður sínum á Byr og líkað mjög vel. Hann segir að þabbi sinn hafi hvatt sig til að fara í námið enda sé nauðsynlegt að læra.eitthvað til að ná sér í réttindi upþ á framtíðina að gera. ,,Ég hvet unga stráka til að fara í vélstjórnarnám. Það gefur ýmsa möguleika og sjómennskan er í mínum huga framtíðarstarf," sagði Leó að endingu. son. Daði segir að það hafi verið góð reynsla. „Ég mæli með náminu í Fisk- vinnsluskólanum fyrir þá sem hafa áhuga á því að gera það gott í fiskvinnslunni. Þetta er ótrúlega fjölbreytt nám sem býður upp á ýmsa möguleika," sagði Daði. Þess má geta að hann spilar hand- bolta með IBV í vetur þrátt fyrir að vera búsettur í Hafnarfirði. - segir Daði Pálsson einn Aðsókn er heldur að glæðast hjá Fiskvinnsluskólanum í Hafnarflrði. Ef til vill virkar þetta nám ekki hvetjandi við fyrstu sýn en staðreyndin er sú að það er virkilega sniðugt fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa á hinum ýmsum sviðum fiskvinnslunnar. Að þessu sinni er vitað um a.m.k. fjóra Vestmannaeyinga sem eru í fiskvinnsluskólanum, þar af þrjá á fyrra ári en einn á seinna ári, Daða Pálsson. Daði segist vera í skýjunum með námið í fiskvinnsluskólanum. „Námið er mjög fjölbreytt og gefur mikla atvinnumöguleika. fjögurra Eyjamanna í námi Þeir sem útskrifuðust í vor höfðu úr mörgum atvinnutilboðum að velja, það var hringt í fólkið, slík var eftirspurnin. Þessu fólki bjóðast góð laun miðað við að þetta skuli vera tveggja ára nám. Einn Vestmannaeyingur útskri- faðist í vor, Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir (Oskarssonar) og hún starfar nú sem sölustjóri hjá Sæmarki. Þeir sem útskrifast úr skólanum fá vinnu sem verk- stjórar, gæðastjórar eða jafnvel í sölumennsku sem tengist sjá- varútvegi," segir Daði. Fyrir nokkrum misserum stóð til að leggja niður Fiskvinnsluskól- ann í Hafnarfirði vegna dræmrar við skólann aðsóknar. í fyrrahaust hófu 8 manns nám og í haust hafði þeim fjölgað í 13. Daði segir að átak hafi verið gert í því að kynna námið betur víða um land, m.a. í Eyjum, með fyrr- greindum árangri. Þrjár Eyja- stúlkur eru í Fiskvinnsluskól- anum núna, þær Sædís Sigur- björnsdóttir, Rósa Guðmunds- dóttir og Laufey Sveinsdóttir. I sumar vann Daði sem verkstjóri og gæðastjóri hjá Skagstrend- ingi-Dvergasteini á Seyðisfirði en þar er framkvæmdastjóri Vest- mannaeyingurinn Bergur Ágústs Velkomin í heimsókn! Laugardaginn 3. október frá kl. 15-18 er öllum bæjarbúum boðið að skoða: Gígja VE 340 Vestmannaey VE 54 GandíVE 171 Gullborg VE Breki VE 61 Lóðsinn (Skipin verða öll við Binnabryggju) Frystihús ísfélagsins Fiskimjölsverksmiðja Vinnslustöðvarinnar Eyjaís Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur um borð í bátunum. Veitingar á öllum stöðum og ýmislegt annað til gamans gert. Allir velkomnir Eyjaís Bylting í ísnum! Þeir sem eru komnir til vits og ára muna eflaust eftir því þegar stöðvarnar voru sjálf- ar með ísframleiðslu fyrir ekki svo löngu og ísnum var keyrt með vörubílum í bátana! Nú er öldin og tæknin önnur því ísnum er dælt beint í bátana úr ísverksmiðju okkar Eyjamanna. Eyjaís hf. er verksmiðja sem framleiðir ís fyrir Eyjaflotann. Eyjaís var stofnuð 1986 af útgerðum og fiskvinnslu- fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Alls hefur verksmiðjan framleitt um 270.000 tonn af ís þessi 12 ár, eða að meðaltali eitt tonn á hvert manns- barn ! Afkastageta verksmiðjunnar er um 120 tonn á sólarhring eða 30 tonn á klukkutíma. Alls er geymslurými fyrir 600 tonn af ís. Hægt er að afgreiða þrjá aðila í einu með ís. Mest var ísframleiðslan 1990 eða 30.000 tonn sem má rekja til mikils gámaútflutnings á þessum tíma. Á undanför- num árum hefur ísframleiðsla Eyjaíss verið um 20.000 tonn á ári. Eyjaís hf. verður opið almenningi til sýnis á laugardaginn. Gengið er upp vestanmegin á húsinu upp miklar áltröppur.Þarna gefst Vestmannaeyingum kostur á að sjá ísverksmiðjuna í fullum gangi. góðu sambandi við sjómenn Framkvæmdastjóri Eyjaíss og jafnframt eini starfsmaðurinn í dag er Guðmundur Jóhannsson en hann hefur starfað þar frá stofnun, 1986. Hann segist vera í góðu sam- bandi við sjómenn á Eyjaflotanum enda er hann á vakt nánast allan sólarhringinn. „Þetta er orðin sjálfvirk stöðþannig að menn afgreiða sig sjálfir. Ég þarf auðvitað alltaf að vera á vaktinni ef eitthvað kemur upp á. Starfið er skemmtilegt og samstarfið við sjó- mennina á flotanum mjög gott. Sjómenn eru hressir og skemmtilegir og yfirleitt léttleiki sem þeim fylgir," segir Guðmundur. En til hvers þarf að dæla öllum þessum ís um borð? „Til þess að halda ferskleika í hráefninu um borð í skipunum svo það nýtist sem best í vinnslunni í landi." Guðmundi líst vel á að útgerðir, stöðvarnar og Eyjaís hafi opið hús þar sem allir bæjarbúar eru velkomn- ir. Mun færri starfi við sjávarútveg- inn í dag heldur en áður og ótrúlegar tækniframfarir hafi átt sér stað í þess- um geira undanfarin ár.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.