Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Side 3

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Side 3
Velkomin um borð • í Eyjum laugardaginn 3. okt. 1998 3 r. Fm kl. 15-1 Útgerðin sér fiskvinnslunni fyrir hráefni. Alls vinna 400 manns við fiskvinnslu í Eyjum í dag Danmörku og er í eigu bræðranna Friðriks og Ben- ónýs Benónýssona. Hér er um að ræða sögufrægan bát þar sem aflakóngurinn Binni heitinn í Gröf gerði garðinn frægan. Báturinn er 94 brl., 25 metra langur, 3,3 metra breiður og 6,22 metra djúpur. Aðalvél er Mannheim 287 KW og er frá árinu 1959, líklega sú elsta í flotanum. Skipstjóri: Friðrik Benónýsson. Vé/el- komin íí %sti- húsið Isfélag Vestmannaeyja hf. rekur umfangsmikið frystihús og salt- fiskverkun að Strandvegi 102 (gengið inn að austan) sem verður til sýnis fyrir bæjarbúa á laug- ardaginn frá kl. 15-18. Undanfarin ár hefur framleiðslumagn á ári verið á bilinu 8 - 10.000 tonn, að verðmæti 800 - 1.000 milljónir. Stærsti vörunokkurinn hefur verið frosin loðna en aðrir vöruOokkar eru: frosin síld, þorskur, ýsa, karfi og saltnök. Fyrirtækið er mjög vel búið tæknilega til þess að fást við þau verkefni sem eru fyrir hendi á hverjum tíma og hefur átt sér stað mikil uppbygging í frystihúsi félagsins. Mikil tæknibylting hefur átt sér stað í frystihúsinu og er fróðlegt að koma þarna við. Frægt aflaskip Gullborgin VE er með frægari attaskipum í Eyjanotanum. Binni heitinn í Gröf gerði garðinn fræg- an á henni og síðan tóku synir hans við skipinu. Binni í Gröf er fyrir löngu orðinn þjóðsagna- persóna enda var hann aBakóngur og virtur og dáður skipstjóri á sínum tíma. Friðrik Benónýsson, sonur Binna og núverandi skipstjóri, segist hafa farið fyrst á sjóinn með föður sínum 9 ára á síld fyrir norðan. Þar var hann heilt sumar! „Eg fór oft með pabba á sjó. Eg man vel eftir þessari síldarvertíð fyrir norðan,” segir Friðrik. Hann hvetur bæjarbúa til að koma um borð á laugardaginn. Breki VE 61 Smíðaður 1976 á Akureyri og er í eigu Utgerðarfélags Vestmannaeyja sem stofnað var fyrr á þessu ári og er í eigu fjölda Vestmannaeyinga. Breki var upphaflega smíðaður sem nótaskip en hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar og er í dag gerður út sem togveiðiskip. Þessi skuttogari er 599 brl., tæplega 60 metra langur, 7 metra breiður og 9,5 metra djúpur. Aðalvél er Man 1766 KW. Kaupár: 1998. Skipstjóri: Magni Jóhannsson. eigu bæjarbúa Ágúst Guðmundsson, útgerðar- stjóri Breka VE, segir að Utgerðarfélag Vestmannaeyja skipi sérstakan sess í hugum bæjarbúa, enda sé fyrirtækið að stórum hluta í eigu þeirra. „Ég held að fólk hljóti að vilja fá að skoða skipið sitt. Við lentum í tjóni í vélarrúminu í sumar og er búið að taka það allt í gegn og fróðlegt að sjá það. Einnig held ég að fólk hafi gaman af því að sjá hvernig aðbúnaður sjómanna er um borð," segir Ágúst. Breki er nú á heimleið frá Þýskalandi eftir ágæta sölu þar í byrjun vikunnar. r. Fxá ku 15-lo Eflum tengslin Hafdís Eggertsdóttir hefur unnið sem verkstjóri hjá ísfélag- inu í mörg ár. Hún segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í fískvinnslu Isfélagsins undanfarin ár enda sé hér um að ræða eitt fullkomn- asta frystihús landsins. Þegar Vestmannaeyingar koma í heimsókn í fískvinnslu Isfélagsins á laugardaginn munu þeir kynnast nýjustu tækni í fískvinnslu. Hafdís hvetur Vestmannaeyinga til að nota tæki- IISFELAG ] færið og efla tengslin við undirstöðu atvinnugrein Islendinga. Útgerðin sér fiskmjölsverksmiðjunum fyrir hráefni en í Eyjum eru starfræktar tvær af fullkomnustu fiskmjölsverksmiðjum landsins Vinnslustöðin hf. réðst í endur- byggingu fiskimjölsverksmiðju sinnar 1993 og er verksmiðjan eftir breytingarnar í hópi þeirra fullkomnustu í landinu. Endur- byggingin kostaði um 450 millj. kr. Verksmiðjan er með fullkomn- um mengunarvarnarbúnaði sem stenst allar nútímakröfur um mengunarvarnir. Þá var húsnæðið einnig endurnýjað að stórum hluta. Afköst verksmiðjunnar eru nú 800 til 1000 tonn af hráefni á sólarhring en þróunarrými er fyrir um 15.000 tonn af loðnu eða síld. Framleiðslan er að öllu jöfnu seld til Finnlands, Frakklands, Noregs, Englands, Danmerkur og Þýskalands. Vinnslustöðin er aðili að Gæðasambandi Ioðnuverksmiðja og Félagi fískimjölsverksmiðja. Gengið verður inn að sunnan í fiskimjölsverksmiðjuna á laug- ardaginn. Skemmtilegur vinnustaður Ágúst Þórarinsson hefur unnið í fískimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í 20 ár. Ágúst segir að margir aðrir hafi svipaðan starfsaldur og það segi allt sem segja þarf um vinnu- staðinn. „Hér er alveg einstaklega gaman að vinna enda væri ég löngu hættur ef svo væri ekki. Hér er einstakur mannskapur og góður húmor í gangi," segir Ágúst. Fiskimjölsverksmiðan var endurbyggð 1993 og segir Ágúst að í raun og veru hafi orðið til alveg nýr vinnustaður. „Þetta er allt annað líf. Þrifnaður er allt annar og húsnæðið miklu hlýrra." Ágúst hvetur bæjarbúa til að skoða fiskimjölsverksmiðjuna því þar hafi orðið mikil bylting. „Bæjarbúar hafa gaman að því að sjá hvernig þetta virkar í dag.”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.