Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Side 1
í ! S ( ! ! ! ( I i ! ! ! 25. árgangur • Vestmannaeyjum 22. október 1998 • 43. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Vetur konungur bankaði upp á í síðustu viku þegar fyrsti snjórinn féll á þessu hausti. Eins og svo oft í Vestmannaeyjum, varð þessi fyrsti haustsnjór ekki langlífur, kom á aðfaranótt laugardagsins og var að mestu horfinn um kvöldið. Unga fólkið varð himin- lifandi þegar það vaknaði á laugardagsmorguninn. Fór í sinn kuldagalla, setti upp húfu og vettlinga og hélt til móts við veröldina sem hafði skipt um ham á einni nóttu. Á meðan ungviðið bjó til snjóbolta og renndi sér á snjóþotum lét fullorðna fólkið snjóinn, hálkuna og annað sem honum fylgir fara í taugarnar á sér. Stjórn Sjómannafélagsins Jötuns og formaður Verðandi: Skipstjórinn á ðleigi írirðir ekki hafnarfrí skipveria í síðasta blaði var rætt við Guðmann Magnússon, skipstjóra á Ofeigi VE vegna þess að áhöfn skipsins er nú lögskráð á Grund- arfirði. Þar komu m.a. fram ásak- anir á Sjómannafélagið Jötun. Af því tilefni vill stjórn Jötuns koma eftirfarandi fram: Guðmann Magnússon fer mikinn í viðtali í síðustu Fréttum. Þar er hann með ásakanir á Sjómannafélagið Jöt- un. Hvað varðar lögskráningu sjó- manna á m.b. Ófeigi VE 325, kveða lögin svo á orðrétt: Lögskráning sjó- manna fer fram á útgerðarstað skips. Upphaf þess að Ófeigur fékk á sig kæru vegna brots á kjarasamningum var að kjarasamningur var brotinn. Það er viðurkennt af útgerðinni þar sem hún hefur greitt hluta sektarinnar. Sú fullyrðing Guðmanns að það sé að kröfu Jötuns að stoppað sé 4 daga í mánuði í Eyjum er á misskilningi byggð eða þá að hann hefur ekki lesið bréf Jötuns til hans. Samkvæmt kjarasamningum á að stoppa minnst 4 sólarhringa í mánuði eða 1 sólarhring eftir hverja veiðiferð ef hún stendur lengur en 5 sólarhringa. Er þetta svo voðalega torskilið? En nota bene, það á að taka hafnarfrí í heimahöfn skips. Um það stendur deilan. Guðmann vísar í samkomulag sem áhöfn hefur skrifað undir um að þeir vilji hafa þetta svona. Ef títtnefndur skipstjóri hefði nú lesið yfir kjarasamninginn sem hann og aðrir um borð í hans skipi vinna eftir, þá hefði hann fljótlega rekið augun í þessa klausu: „Um sérsamninga gr. 1.39. Sér- samningar útgerðarmanns við einstaka skipverja eða skipshafnir sem fara í bága við samning þennan, eru ógildir, enda hafi viðkomandi félag ekki samþykkt þá.“ Ekki hefur borist bréf frá útgerð Ófeigs um þetta mál inn á okkar borð svo að þetta samkomulag dettur niður dautt. í viðtalinu minnist Guðmann á að stéttarfélag hans, Verðandi, hefði lagt blessun sína yfir gjörðir hans í þessu máli. Það verða þeir Verðandamenn að eiga við sig sjálfir, en með ólíkindum er ef satt er. Skipstjórinn á Ófeigi talar um einelti í viðtalinu, hann sé sá eini sem er tekinn fyrir brot á hafnarfríum. Guðmann veit vel að svo er ekki. Fleiri hafa verið kærðir fyrir brot á kjarasamningum en hann. En munurinn á þeim og honunr er sá að þeir hlupu ekki með þetta í blöðin heldur gengu frá sínum málum og viðurkenndu brot sitt og tóku svo á sig rögg og hættu þessari vitleysu. Þess má að lokum geta að skip- stjórinn á mb. Ófeigi VE 325 hefur stundað það um árabil að brjóta samningana um hafnarfrí, og hefur fengið aðvörun frá Sjómannafélaginu Jötni vegna þess, sem hann hefur í engu sinnt, segir í ályktuninni sem stjóm Sjómannafélagsins Jötuns skrifar undir. Skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi hefur komið á framfæri athugasemd um þetta nrál þar sem segir að ekkert samráð eða samband hafi verið haft við félagið eins og lesa megi úr viðtali við Guðmann í síðasta blaði. „S.s. Verðandi vill nota lagið og koma á framfæri við alla félagsmenn sína, nær og tjær, ákvæði í kjara- samningum fiskimanna, kaflanum um hafnarfrí á botnvörpuveiðum þar sem kveðið er skýrt á um að áhöfn skulu tryggðir rninnst fjórir frídagar í mánuði og að hvert hafnarfrí telst aldrei skemmri en 24 tímar. Brot á samningi getur varðað sektum. Það er ykkar, ágætu félagsmenn að halda gerða samninga," segir í bréfinu sem Magnús Öm Guðmundsson formaður félagsins skrifar undir. Árni Johnsen blæs til sóknar fyrir komandi alþingiskosningar: Eðlileg þiéun að ég taki fyrsta sædð Árni Johnsen hefur einn Sjálf- stæðismanna í Suðurlandskjör- dæmi gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti á Iista flokksins vegna Alþingis- kosninganna í vor. Hann hefur verið í öðru sæti á list- anum um árabil og honum finnst eðlilegt að sækjast þess vegna eftir fyrsta sæti. Aðspurður hvem hann sæi sem helsta keppinaut sinn vildi hann ekki tjá sig um það. „Hins vegar em allir alltaf keppinautar í pólitík. Ég sé ekki annað en það sé bara eðlileg þróun að ég taki fyrsta sætið.“ Hvemig metur þú möguleikana á því hvort efnt verði til prófkjörs eða uppstillingar? , j>að er alveg opið. Efsamkomulag næst um röðun manna á listann er það hið besta mál, ef hins vegar stefnir í harðan slag og lendingin verður prófkjör þá tek ég þátt í því og held mínu striki. Um þetta er hins vegar erfitt að tjá sig vegna þess að menn eru rétt að átta sig á stöðu mála.“ Ámi segir að hann hafi ekki vitað fyrir að Þorsteinn myndi gefa út þessa yfirlýsingu unt að hann gæfi ekki kost á sér. „Þetta kom í Ijós á síðasta degi og menn voru óvissir hvemig ætti að bregðast við og auglýsing mín í laugardagsmogg- anum um fundaherferð mína nú er ekki birt í ljósi ákvörðunar Þorsteins. Þetta er heldur engin tilviljun. því ég var löngu búinn að ákveða að fara í þessa fundaferð, en varð að fresta henni nú til haustsins vegna anna í vor og sumar, en vissulega ákvað ég að hafa auglýsinguna sama dag og fundur kjördæmisráðsins var. Mér þótti það mjög heppilegur tími.“ Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 ■ Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími481323 Herjólfur fer í slipp Fagranesið siglir 10.október til 4. nóvember Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Alladaga 8.15 13.00 Ucriólfur simiíSoofax^i 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.