Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Síða 11
Fimmtudagur 22. október 1998 Fréttir 11 Sett hefur verið upp heimasíða á Internetinu sem helguð er Keikó og komu hans til Vest- mannaeyja. Þarerrekinn undirbúningur að komu hans bæði í máli, Ijósmyndum og hreyfímyndum. Auk þess geta þeir sem heimsækja síðuna skráð sig í gestabók og látið álit sitt í ljós á Keikó, flutningnum og veru hans í Klettsvíkinni. Fyrsti pósturinn sem berst nær aftur til 6. júlí á þessu ári. Það er margt forvitnilegt að sjá í gestabókinni og greinilegt að fólk hefur gífurlega öllugar hugmyndir um hvernig tryggja megi velferð Keikós og hvemig hann gæti nálgast það líf sem hinir frjálsu hvalir sjávarins njóta. Og fyrst talað er um frelsi, þá er gegnum gangandi viðhorf fólks að Keikó megi verða þeirrar náðar aðnjótandi að komast úr kvínni og í frelsið og er þá iðulega brugðið upp hliðstæðum við kvikmyndastjörnuna Willy, eða dýr í dýragörðum sem svipt hafa verið frelsi sínu. Illkvittni landans Einnig er sitthvað að ftnna í gesta- bókinni sent ekki er jafn jákvætt og sumt nokkuð illkvittið. Athyglisvert er að slíkt hugarfar kemur að mestu frá frá Islendingum eins og eftirfarandi tilvitnanir sýna: Gunnar nokkur Gunnarsson sendir til að mynda þessi skilaboð 10. september sl. „Kill Keikó, Keikó á grillið, V.S.O.P Keikó“. Jósef Dan Karlsson sendir þessa skoðun sína sama dag: „ Hann drepst eftir nokkra daga, sjáiði bara." Tveir Eskfirðingar, Jóhann Öm Jónsson og Hálfdán Helgi Helgason leggja þetta til gestabókarinnar 2. september: „See you in Vestmanna- eyjar“ og „See you soon!!!!!!!". Baldur Bjamason á Höfn í Homafirði sendir og eftirfarandi þann 9. ágúst: „eins og það sé ekki nóg af sardínuménna", hvaða merkingu sent menn vilja svo leggja í það. Ein athugasemd er send inn þann 26. september frá náunga sem kallar sig Masse og ekki hægt að sjá hvar í heiminum hann er staðsettur: „Vel- kominn heim Keikó, bráðum verðum við saman á ný, ég og þú... á diskinum mínum.“, þó má kannski Iáta sér detta í huga að maðurinn sé í öllu falli orðinn nokkuð svangur og búi á íslensku fátækramarkasvæði. Nokkrir aðilar agnúast út í þetta og óska eftir því að slíkum texta ætti að henda út af netinu Svo mikið fyrir skoðanir á þeim bæjum. Segja álit sitt heimasíðunni Fólk segir líka álit sitt á síðunni og finnst að hún sé ekki með nógu góðar og ferskar upplýsingar urn daglega líðan hvalsins, auk þess sem mikið er óskað eftir videomyndum frá kvínni. Þessar kvartanair ágerast eftir því sem nær dregur Keikódegi og síðan enn frekar eftir að Keikó er kominn í kvína. Mest áberandi em þó kvartanir vegna þess hversu síðan er illa uppfærð með nýjum upplýsingum og einhver sem kallar sig DS spyr: „Hvað er að ykkur íslendingum, vitið þið ekki hvað það er að uppfæra heimasíðu? Ef svo er lofið mér að hjálpa ykkur." Við litum aðeins í gestabókina til að gefa lesendum Frétta færi á að meta innviði aðdáenda hvalsins. Amy Elinborg Macdonald skrifar 15. október frá Kanada: „Ég þakka kærlega fyrir að fá að upplifa reynsluna af tlutningi Keikós til Vest- mannaeyja. Ég er mjög glöð að vita af Keikó þar sem hann á heima og þeir Gluggað í gestabók Keikós á Netinu Háhymingurinn er kominn í hóp þotuliðsins -sem skartar nöfnum eins og Björk fyrirgefningar. Þakklæti og aðdáun streymir frá hjörtum okkar til hinna samúðarfullu Vestmannaeyinga sem gerðu frelsun Keikós mögulega. Við elskum þig kæri bróðir Keikó... alltaf og ævinlega." Alice Ann Hiestand spyr þann 10. september hvort ekki sé mögulegt að fá að sjá aðra hvali eiga samskipti við Keikó og einnig hvort hann muni eiga þess kost að hitta móður sína, ef hún er enn á lífi. Samt spyr hún að því hvort ekki verði hægt að vemda hann fyrir öðrum hvölum þegar hann fær loksins langþráð frelsi. Hún segist og vera í góðum tengslum við efnað fólk sem yrði tilbúið að létta Keikó lífið með fjárframlögum. „Ég veit að Keikó lifir á sjávardýrum, en ég hef velt því fyrir mér hvort hann borði kannski tómata og melónur. Viljið þið líka gefa honum silung sérstaklega frá mér. Meðþakklæti Alice" Svomörg voru þau orð. Ungur maður segist eiga 21 Ijósmynd á tölvutæku formi frá því að Keikó var veiddur. Ég fékk þær frá náunga sem var á skipverji á bátnum sem fangaði hann. Ég er að reyna að setja upp vefsíðu til þess að gefa öðrum tækifæri á að skoða þær." sem stóðu fyrir flutningnum eiga skildar miklar þakkir fyrir frábært starf. Megi hann njóta langra ham- ingjusamra daga og góðrar heilsu." „Þetta er falleg síða,“ skrifar hópur áhugafólks um hvalaskoðun þann 10. október. ,Ujósmyndimar eru frábærar og upplýsingamar sent gefnar eru mjög mikilvægar, en hvemig hefur Keikó það NÚNA. Er ekki mögulegt að fá upplýsingar um hann uppfærðar á hverjum degi ásamt veðrinu. Og eitt enn, hvers vegna vom sumir íslend- ingar á móti því að Keikó kæmi aftur til fslands?" Lorin Frey óskar eftir því 9. október að einhver þurfi að setjast niður í 30 mínútur á dag til að uppfæra síðuna með nýjustu fréttum um fæði Keikós, hver hafi synt með honum, skapferli og svo framvegis og spyr í lokin hvort þeir sem eigi að sjá unt hann hafi verið fluttir út í geiminn. Linda Beth spyr einnig og er ekki par hrifin af heimasíðunni: „Er þessi heimasíða raunvemleg? Er mynda- vélin í kví Keikós brandari, eða er verið að gera grín að Amenkönum. Hvar er Keikó, fallegasti háhyming- urinn okkar?" Hvalfriðunarmenn láta ljós sitt skína Nokkrir áhugamenn um hvalafriðun og vemdun láta ljós sitt skína WD Fleener tjáir sig um sandlægjuveiðar þann 1. október, en fmmbyggjum Kanada hefur verið veitt heimild til veiða á sandlægju og herra Fleener spyr í lokinn hvemig dauði sand- lægjunnar geti lyft anda mannsins og heiðrað menningu Makah fólksins og Star Mac segir þann 25. september: „Nú er Willie loksins frjáls. Ein- beitum okkur nú að því sð stöðva hvalaveiðar." Nokkrir sem tjá sig um Keikó telja flutning hans til Eyja misráðinn og finnst út í hött að senda hann frá einni kví til annarrar og að verið sé að ljúga því að bömum heimsins að hann fái frelsi. Carmen frá Vancouver hefur eitthvað misvísandi upplýsingar um kvína í Klettsvík og segir Keikó ekki geta stokkið þar vegna þess að net sé strengt yfir kvínna. „Vatnið er hreint í Newport en gruggugt í Klettsvík svo að Keikó sér í mesta lagi sex tommur í kringum sig.“ Svo spyr hún hvort þetta sé frelsi, engin leikföng og engir vinir og svarar sjálf með því að segja nei. „Keikó ntun verða óhamingju- samur háhymingur í Klettsvíkinni. Að ljúga því að milljónum bama að verið sé að veita hvalnum frelsi er rangt. Það er hægt að nota peningana sem fóm í flutning Keikó til þess að búa honum hamingjusamt líf í Newport. Lofið honum að vera þar áfram, hans vegna.“ Goh Sue Ling frá Kuala Lumpur skrifar þann 29. ágúst: „Mér finnst framtakið gott, en að setja hann í kví, til hvers.Til hvers að taka hann úr safninu og setja hann í kví,“ spyr hún og segist bálreið. Hún segist vera 13 ára og hafi fengið áhuga á háymingum eftir að hafa séð myndina Free Willie, þegar hún var 7 ára. Síðan hefur hún safnað öllu sem snýr að hvölum. ,Jýú er herbergið mitt fullt af hvaladóti. Ég ættleiddi meira að segja háhyrning. Að lokum spyr hún hvort ekki sé hægt að setja myndavél á bakuggann Keikó svo að hægt sé að fýlgjast með honum og finnst ekki mikill munur á tanki í Newport og kví í Klettsvíkinni. Margur sem tjáir sig urn Keikó og flutning lians til Eyja sér málið í gengum gleraugu tilfinninganna og ekki laust við að kenna megi guð- legrar upphafningar í málflutningi við- komandi. Mary Dygert segist 11. september vera í vafa um að rétt hafi verið að flytja Keikó til Eyja. „Keikó sagði sjálfur við þá sem skilja hann að hann vildi vera áfram í Oregon, þegar hann var spurður að því. Hann vildi vera áfram innan um bömin. því Keikó fyndist bömin vera fjölskylda sín og hann myndi gera sitt besta til þess að að kenna þeim. Munið þið hvað kom fyrir ljónin í myndinni Borin frjáls? Keikó vertu hamingjusamur og heilsu-hraustur, og megi guð vera með þér. Ég held að þér veiti ekki af aðstoð guðs sem er möguleg." Og annað slíkt dæmi kemur hér frá Saucy Shirley í Santa Fe 8. september. Sæll ástkæri bróðir. Vegna þess að þú ert einstakur og fagur stálu mennirnir ekki einungið lífi þínu, heldur öllunt heiminum og þess vegna varðstu fljót- lega aðeins skuggamynd af stór- kostlegum háymingi. Andlegur styrkur þinn kæri bróðir hlýtur að vera ótrúlegur að geta lifað af þessa martröð sem varað hefur í svo mörg ár. Við biðjum þig auðmjúklega Blautlegar ástríður Þó nokkuð ntargir íslendingar hafa sent kveðjur inn á gestabókina og eru þær allar á jákvæðum nótum að und- anskildunt þeim sem sagt er frá hér að framan. Mikael Magnússon sendir frá Kenýa þann 11. september: Alveg frábært og garnan að sjá Vestmanna- eyjar aftur í sviðsljósinu. Vel hönnuð síða. Kær kveðja Mik. Amar Thor Jónsson skrifar þann 9. september og viðrist hat'a einhverjar blautlegar ástríður til hvalsins: Keikó, Þú ert fallegur drengur. Ég naut þess að sjá þig leika þér með gúmmí- slöngumar og þá ástríðu sem þú lagðir í verkið. Þú hlýtur að hafa mikla þörf fyrir „konu“ drengur, (á líklega við kýr). Ástarkveðjur Amie. Kristín skrifar svo þann 10. sept- ember: „Velkominn heim Keiko, þú ert algjör dúlla og krútt. Kem bráðum í heimsókn til þín.“ Kristín. Og að lokum er hér tilkynning um að Keikó hafi verið tilnefndur til „Heimshomasteinsins", sem er viður- kenning sem Töðugjaldahátíð Suður- lands og Sunnlenska fréttablaðið standa að. Hallur Hallson mun hafa veitt Heimshomasteininum viðtöku fyrir hönd Keikós þann 16. ágúst sl. Viðurkenninguna fær Keikó fyrir þátt sinn í því að auglýsa ísland erlendis og vegna heimkomu hans til íslands. Margir frægir og mikilsmetnir ein- staklingar hafa fengið Heimshorna- steininn og nægir þar að nefna Björk Guðmundsdóttur og er því óhætt að segja að Keikó sé kominn formlega í hóp fræga liðsins. Smáey VE 144 kom til heimahafnar á mánudaginn eftir breytingar sem gerðar voru á skipinu hjá Velsmiðjunni Stál á Seyðisfirði. Að sögn Guðmundar Alfreðssonar, útgerðarstjóra Bergs- Hugins ehf. sem gerir út Smáey, var hún lengd um tæpa 3 metra og sett niður ný Ijósavél. „Breytingarnar hafa tekist mjög vel og öll vinnubrögð til fyrirmyndar. Skipið reyndist vel á heimsiglingunni og aðstaða á dekki hefur batnað til muna við lenginguna," sagði Guðmundur. Mynd Guðm. Alfreðsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.