Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 22.10.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. október!998 Fréttir 13 Alla Borgþórs gefur út geisladisk Nú er lokið upptökum á geisla- disknum „BROTHÆTT“ með söngkonunni og lagasmiðnum Ollu Borgþórs. Alla hefur dvalið meðal huldufólks austur á Seyðisfirði fram að þessu. Alla er fæddur Vestmannaeyingur en fluttist til Seyðisfjarðar ung að aldri. I textum og lagasmíðum Öllu gætir sterkra áhrifa frá hrikaleika og fegurð náttúrunnar. Alla fer ekki alltaf troðnar slóðir í lagasmíðum og útsetningum á disk- inum og heyra má smá teknó, smá rokk. og sætar ballöður. Tilraunir em gerðar með ýmis hljóð og er hljóð- færaleikur sjaldnast hefðbundinn. Raddpælingar em og bæði frumlegar, og lita skemmtilega. Diskurinn er að stærstum hluta unninn í Studíó september. Upptöku- stjóm var í höndurn Hafþórs Guð- mundssonar ásamt slagverki ofl., Þórður Guðmundsson spilaði á bassa, hljómborð ofl. og Tómas Tómasson sá um gítamndirleik. Aðrir sem komu við sögu vom Einar Bragi Bragason ogKjartan Valdemarsson. MagnúsR. Jónsson og Martin Sammtleben sáu um hönnun umslags. Alla gefur diskinn út sjálf og Skífan dreifir. Diskurinn kemur út 6. nóvember . Fréttatikynning. í síðustu viku var tekið í notkun nýtt og endurbætt útileíksvæði fyrir börnin á leikskólanum í Kirkjugerði. Framkvæmdirnar hafa staðið yfír í sumar, en auk bess sem leiksvæðið var steinlagt að stórum hluta voru sett upp ný leiktæki og sandkassar fyrir byggingafræðinga fram- tíðarinnar. Skipar bó hin nýja körfuróla veglegastan sess og ósjaldan biðröð í róluna. Myndin er tekin af starfsfólki og börnunum við körfu- róluna á formlegum vígsludegi svæðisins. Byr VE væntanlegur frá Póllandi eftir helgi: Að mestu leyti um nýtt skíp að ræða Byr VE er væntanlegur frá Pól- landi á mánudag eða þriðjudag eftir gagngerar breytingar og endurbætur. Er nánast um nýtt skip að ræða og er Byr nú full- komið túnfiskveiðiskip og það eina sem eftir er af gamla skipinu er hluti af vélarrúmi, káeta og brú. Fullkominn frystibúnaður er um borð og getur fryst við allt að 70° á Celsíus. Aætlað er að kostnaður við breytingarnar sé um 150 milljónir króna. Byr lagði af stað frá Póllandi á sunnudagskvöldið og var á siglingu út af Kaupmannahöfn þegar Fréttir náðu í Svein Rúnar Valgeirsson skipstjóra. Þeir ætluðu að koma við í Skagen þar sem tekin verður olía og gert við sjálfstýringu. Þeir höfðu fengið þokkalegt veður, mest sex til sjö vindstig og hafði skipið reynst vel í alla staði að sögn Sveins. ,Ætli það sé ekki auðveldara að tína til hvað eftir er af gamla skipinu en segja frá því hvað er nýtt," segir Sveinn þegar hann er spurður út í breytingamar. „Skipið var stækkað um 83% og ætli það megi ekki segja að svipað hlutfall sé nýtt. Allar íbúðir nema káetan eru nýjar og eins borð- salurinn. Aðalvélin er sú sama en ljósavélin er ný, tæki í brúnni eru að hluta ný og settir niður fjórir mjög öflugir frystar og tvær frystipressur sem frysta við allt að 70°. í lestunum verður kuldinn 50° til 55°. Eftir þessar breytingar er Byr sérútbúinn til línu- og túnfiskveiða." Byr var lengdur úr 35 m í rúmlega 39 m, breikkaður úr 6,70 m í 9 m og dýptin verður 6,40 m en var 5,40 m. Kostnaður við breytingamar er nálægt 95 ntilljónum og með tækjum og niðursetningu þeirra segir Sveinn að heildarkostnaður nálgist 150 milljónir. „Þetta er talsvert umfrant áætlanir okkar en við létum líka gera meira en við ætluðuni í upphafi. Við verðunt 15 til 16 um borð og förum við á túnfiskinn fljótlega eftir að við komum heim," sagði Sveinn Rúnar að lokum. óskar, Lh. og Guðni Grímsson, starfsmaður Áhaldaleigunnar. Óskar Elías Óskarsson í Áhalda- leigunni er þessa dagana að færa út starfsemi sína og ætlar nú að bjóða upp á alhliða hjólbarðaþjónustu til allra bifreiðaeigenda sem eiga og reka fólksbfla, sendibfla og jeppa. Óskar segist vera með aðstöðu í húsnæði Áhaldaleigunnar að Skild- ingavegi 10 til 12, beint á móti Fjöl- verk og við hliðina á Slökkvi- tækjaþjónustunni. „Hjá okkur fá bif- reiðaeigendur alla þjónustu sent snýr að hjólbörðum og felgum og við höfum mjög góða aðstöðu til að taka á móti væntanlegum viðskiptavinum. Við erurn með bílalyftu og getum tekið inn tvo til þrjá bíla í einu í upphitað húsnæði,“ segir Óskar. Óskar er með fullkominn tækja- búnað og hvert skipti sem komið er með bíl í umfelgun fylgir jafnvægis- stilling. „Til þess erunt við með tölvustýrt tæki sem tryggir fullkomna jafnvægisstillingu sem bæði eykur öryggi bflsins og kemur í veg fyrir óþarfa slit sem getur skemmt hjóla- legur og valdið slysunt.“ Óskar hefur ekki bara bílinn í huga í þjónustu sinni og ætlar hann að sjá til þess að fólki leiðist ekki á meðan það bíður. „Meðan fólk býður getur það skroppið upp á loft, fengið sér kaffi og kökubita og skoðað myndir. Þar er líka sími við hendina ef einhver þarf að hringja á meðan hann bíður. Eg stefni á að hafa lifandi þjónustu og hringi til þeirra sem ekki hafa tíma og læt þá vita þegar bíllinn er tilbúinn.“ Þá stefnir Öskar að því að vera með fjölbreyttan lager af dekkjum og felgum sem hann segir að muni kosta það sama hjá sér og í Reykjavík. „Við verðum með allt sem Hjólbarðahöllin er með. Það eru dekk af gerðinni Kumho og Marshall og felgur sem þeir flytja inn sjálfir og hafa reynst mjög vel. Verðum við sumar- og vetrardekk og heilsársdekk." Þó Óskar leggi megináherslu á að vera með vörur frá Hjólbarðahöllinni þá ætlar hann ekki einskorða sig við hana. „Eg verð með dekk og felgur frá Heklu, Bílabúð Benna, Jöfri, ísdekk, Sólningu og fleirum. Auk þess munum við sérpanta ef óskað er og allt verður þetta á sama verði og í Reykjavík. Þar fyrir utan er afsláttur sem fer eftir því hvað verslað er fyrir mikið og svo er maður alltaf sveigjanlegur í viðskiptum þó öll verð miðist við staðgreiðslu.'* Þegar snjór og hálka hellast yfir ætlar Óskar að hafa opið um helgar og eins er hægt að hóa í hann þegar þörf krefur. „Um helgar er ég líka tilbúinn að hleypa mönnum á lyftuna gegn vægu gjaldi.'þ Ekki segist Óskar óttast samkeppni sem fyrir er á þessum markaði. „í Vestmannaeyjum eru a.m.k. 1400 bflar og mér sýnist að það hljóti að vera pláss fyrir tvö dekkjaverkstæði. Allir sem eru í rekstri verða að taka samkeppni en hún verður að vera heiðarleg. Sjálfur verð ég áfram með áhaldaleigu, múrbrot, kjarnaborun, pallaleigu, veggsögun, körfubfl. vatns- bfl, háþrýstidælur og fleira til bygginga og hjálpa með því þeim sem vilja hjálpa sér sjálfir," sagði Óskar Óskarsson að lokum. Göngudagur Hin árlega gönguferð fjöl- skyldunnar á vegum menningarmálanefndar var farin laugardaginn 17. október síðastliðinn. I tilefni af ári hafsins var að þessu sinni gengið um hafnarsvæðið og hófst gangan á Skansinum og var gengið inn í Botn undir leiðsögn Jóhanns Friðfinns- sonar safnstjóra Byggða- safnsins. Undir lok göngunnar var Fiska- og Náttúru- gripasafnið heimsótt, þar sem Kristján Egilsson safnstjóri leiddi gesti um safnið og upplýsti um þá góðu og sjaldgæfu gripi sem það hefur að geyma. Göngunni lauk svo í Listaskólanum við Vesturveg, þar sem rifjaðar voru upp minningar frá Palla- og Króatímanum. Að lokum lék Gísli Brynjólfsson átthagalög af fingrum fram á píanó við frábærar undirtektir göngu- garpanna, vel höldnum og rjóðum eftir gönguna, drekk- andi kafFi ásamt með kleinum að seðja hungrið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.