Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 2
2 Jólagjafahandbók '98 Fimmtudagur 10. desember 1998 Hátíðarmatseðill að hætti Stefáns á Café Maríu í huga margra eru jólin kærkomið tækifæri til að gera sér dagamun í mat og drykk. A jólum eru fjölskylduboð snar þáttur í tilverunni og í mörgum tilfellum er þetta eina skiptið á árinu sem ættingjar hittast. Því er oft reynt að vanda til í matseld í fjölskylduboðum. Og þótt hangikjötið, gæsin, kalkúnninn og hamborgar- hryggurinn standi alltaf fyllilega fyrir sínu, er líka gaman að prófa eitthvað nýtt, eitthvað sem kemur á óvart. Við fengum Stefán Ólafsson, matreiðslumann á Café Maríu, til að setja saman fyrir okkur þríréttaðan hátíðarmatseðil, ásamt einni góðri tertu með kaffinu. Stefán segir að þessi matur tengist ekkert endilega jólum, hægt sé að bjóða upp á hann hvenær sem er. Aftur á móti séu þetta sannkallaðir veisluréttir, án þess þó að vera flóknir í matreiðslu. Forréttur Rjómalöguð humarsúpa: 20-30 humarhalar Knorr humarkraftur svört piparkorn salt og pipar koníak 2 msk. tómatpuré 11 rjómi ólífuolía 21 vatn maizenamjöl Brjótið humarskelina og mænudragið humarinn. Hitið ólífuolíu í potti og brúnið humarskelina í henni. Kryddið með salti, pipar og piparkomum og bragðbætið með koníaki og tómatpuré. Hellið 2 lítrum af vatni yfir og látið sjóða í 20 mín. Sigtið þá skelina frá, setjið soðið í pott og þykkið það með maizenamjöli. Bætið humarkrafti út í og humarhölunum, látið þá sjóða í 5 mín. og setjið þá einn lftra af rjóma út í. Aðalréttur Humarfylltur Iambahryggur 1 stk. lambahryggur 15 humarhalar 15 stk. sveppir 1 stk. rauðlaukur I msk. humarkraftur brauðrasp rjómi kjötnet Úrbeinið lambahrygginn og kryddið hann bæði að innan og utan með salti og pipar. Snúið ykkur svo að fyllingunni. Humarhalar, sveppir og rauðlaukur er saxað smátt eða sett í blender. Léttbrúnið blönduna síðan í olíu á heitri pönnu. Setjið humarkraft saman við, salt pipar og ijóma og þykkið með brauðraspi. Látiðkólna. Humarfyllingin er sett inn í hrygginn, honum rúllað upp og hann settur í kjötnet. Stráið salti og pipar yfir. Steikið í ofni við 175° í 75 mínútur. Sósa: Setjið safann af kjötinu í pott og smávegis mjólk út í. Látið sjóða í fimm mín. og þykkið með maizenamjöli. Bætið púrtvíni út í, kjötkrafti og síðast rjóma. Með þessu er gott að bera kartöflur með rauðlauk og beikoni sem er svissað smástund á pönnu. Einnig er mælt með rósinkáli og blómkáli sem er gratinerað með camembert osti og ijóma. Eftirréttur Heitt súkkulaði með rjóma eða ís 100 g suðusúkkulaði II mjólk vanilludropar Hitið mjólkina, setjið súkkulaðið út í og hrærið. Bragðbætið með vanilludropum. Setjið rjóma eða ís í hvem bolla. Með kaffinu Amaretto súkkulaðiterta 200 g smjör 200 g Síríussúkkulaði 200 g strásykur 4 eggjarauður 100 g hveiti 1 tsk. instant kafliduft 4 eggjahvítur 100 g saxaðar heslihnetur 1 dl Amaretto líkjör Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til það er orðið létt og ljóst. Hellið súkkulaðiblöndunni út í, hveiti og kaffidufti og síðast hnetum og líkjör. Að lokum er stífþeyttum eggjahvítum bætt varlega út í. Setjið í hringlaga tertuform með lausum botni og bakið við 200° í 30 til 35 mín. Súkkulaðikrem: 2 1/2 dl rjómi 50 g suðusúkkulaði 1 msk. smjör 2 msk. Amaretto líkjör Þeytið rjómann. Bræðið súkkulaði og smjör í vatnsbaði og bætið líkjör út í. Blandið varlega saman við þeyttan ijómann. Sprautið kreminu á tertuna. Apri- kósumarmelaði er smurt á tertuna og hún hjúpuð með suðusúkkulaði. Skreytt með súkkulaðikremi. Hind Hannesdóttir framreióir matinn á Café María og er hér með sýnishorn af bvísemhareríboóí. T» m m kk. mm n Fyrir jólasendingar um land allt Til/frá Reykjavík 0-9 kg 10-19 kg* Reykjanes, Suóurland, Vesturland 350 kr. 450 kr. pakkinn Vestfiróir og Hrútafjöróur til Akureyrar 450 kr. 650 kr. pakkinn Austurland, frá Húsavíktil Hornafjarðar 550 kr. 750 kr. pakkinn Akureyri 350 kr. 650 kr. pakkinn Heimkeyrsla á Akureyri 350 kr. pakkinn Pakkar sóttir/sendir í Reykjavík 45o kr. pakkinn * Ef pakkar eru stærri gildir venjuleg veróskrá. 1 rúmmetri jafngildir 350 kg. VSK og þjónustugjald er innifalið í verði. Vió bjóóum merkimióa og fylgibréf. Afgreióslutími Flutningamióstöóvar Vestmannaeyja: Opió mánudaga til fostudaga frá kl. 8:00 til 17:00. Lokaó á laugardögum. Lokað á aófangadag. Landflutningar J FV FLUTNINGAMIÐSTÖÐ VESTMANNAEYJA, Frióarhöfn, 900 Vestmannaeyjar, Sími 481 1080

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.