Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Síða 6
6 JÓLfiGJfiFfiHfiNDBÓK FRÉTffi '98 Fimmtudagur 10. desember 1998 Glæsilegt jólahlaðborð á Café María Café María er einn þeirra veitingastaða sem bjóða upp á jólahlaðborð fyrir jólin og er úrvalið meira en hver meðalmaður ræður við. Stefán Ólafsson matreiðslumeistari og veitingamaður á Café Maríu og Helena Ámadóttir kona hans hafa ásamt öðru starfsfólki staðarins lagt sig fram um að gera hlaðborðið hið glæsilegasta. Þegar kemur að því að smakka á krásunum standast þær fyllilega væntingar sem augað lofaði. Eina vandamálið er að taka nógu lítið til að komast yfír að smakka allt það sem hlaðborðið hefur upp á að bjóða. Hlaðborðinu eru skipt í þrennt eins og vera ber, forrétti, aðalrétti og eftirrétti. í foirétt er m.a. rjómalöguð humarsúpa, þrjár tegundir af paté, síldarréttir og laxaréttir. Undirritaður sleppti súpunni og skellti sér beint í hina forréttina. Patéið var mjög gott og það sama má segja um laxinn en ekkert sló sfldinni við sem er hreint lostæti. Aðalréttir eru að mestu leyti hefð- bundnir. Þar er að finna hamborgara- hiygg með púrtvínsappelsínusósu, rauðvínslamb með koníakssveppa- sósu, roast beef, sænska jólaskinku, hangikjöt og kalkún. Einnig voru þama réttir sem almennt eru ekki tengdir jólunum en eru góðir engu að síður. Má þar nefna ofnbakaðan kjúk- lingarétt, kínverskan chilirétt, bland- aða sjávarrétti, hreindýrabollur og lunda í villibráðarsósu. Meðlætið er svo að mestu hefðbundið. í eftirrétt, ef einhver hefur þá magarými, er í boði ostabakki. Ama- rettósúkkulaðiterta, fersk ávaxtaskál og kiwi-ostaterta. Sá sem þetta ritar Ájólahlaðborði Café Maríu er að finna rúmlega 40 rétti sem eru hver öðrum betri. Helsta vandamálið er að taka nógu lítíð af hverrjum rétti til að komast vfir að smakka há alla. smakkaði á Amarettotertunni sem er hreint sælgæti. Öll þjónusta og viðmót starfsfólks er til fyrirmyndar og það er svo sannarlega hægt að eiga rómantískt kvöld yfir jólahlaðborðinu á Café María. Ekki skemmir að hægt er að taka börnin með og stendur þeim til boða sérstakur matseðill. Frítt er fyrir börn yngri en sex ára. en annars kostar hlaðborðið 2700 krónur á manninn og afsláttur er fyrir tíu eða fleiri. O.G. Fréttir fengu Hárgreiðslustofu Guðbjargar og Snyrtistofuna Aníta til að taka Sigríði Gunnarsdóttur og María Ásgeirsdóttur. Hjá Anítu voru það snyrtifræðingamir Aníta Vignisdóttir og Valgerður Jónsdóttir sem sáu um förðunina. Hjá Guðbjörgu voru það Guðbjörg Sveinbjömsdóttir og Lára Skæringsdóttir sem höfðu hendur í hári kvennanna. Guðbjörg greiddi Maju og Lára greiddi Siggu. Ekki verður farið út í það hér að reyna að lýsa því sem gert var enda tala myndirnar sínu máli. Svona litu Sigga og Maja út áður en hafíst var handa. Árangurinn er glæsilegur og hér eru Sigga og Maja til í hvað sem er, hár og snyrting í fyrsta klassa og í fötum frá Smart.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.