Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Síða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Síða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 25. mars 1999 Bændabaka og Gullugums Sælkeri síðustu viku, Þórdís Sigfús- dóttir, skoraði á Guðlaugu Björg- ólfsdóttur sem hér tekur við. „Ég þakka Dísu hrósið en mér finnst þetta nú oflof. Ég ætla að bjóða upp á tvo rétti, franska bændaböku sem ég kynntist í sælkeraferð til Parísar en þar var fararstjóri enginn annar en Sigmar B. Hauksson, þannig að við fengum aðeins að kynnast bæði sælkera- og sveitamat. Ég veit ekki hvort er betra. Hinn rétturinn er eftirréttur og gengur undir nafninu Gullugums. Frönsk bændabaka: 800 g lambagúllas 2 msk. heilhveiti 1 laukur 1 msk. olía 2 pressuð hvítlauksrif 2 msk. tómatþykkni 2 tsk. oregano 2 tsk. paprikuduft salt pipar 4 dl kjötsoð (vatn + teningur) 2 gulrætur 1 gul paprika Vi blómkálshaus Guðlaug Björgólfsdóttir er sælkeri vikunnar 200 g nýir sveppir smjördeig Hitið olíuna. Veltið kjötinu upp úr heilhveitinu og steikið í stutta stund ásamt lauk og hvítlauk. Bætið síðan við tómatþykkninu, kryddinu og soðinu og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 1 Vi klst. eða þar til kjötið er orðið meyrt. Skerið grænmeti og sveppi (ekki mjög smátt) og bætið út í þegar 10 mínútur eru eftir af suðutímanum. Smyrjið eldfast mót og hellið kjöti og grænmeti í það. Fletjið smjördeigið út þannig að það sé mátulegt ofan á fatið. Leggið ofan á eins og lok og þrýstið vel að börmunum. Bakið við 175° þar til deiglokið er orðið fallega gulbrúnt. Gullugums: I pk. makkarónukökur '/2 melónur (2-3 tegundir) slatti af vínbeijum I pk. bláber 1 pk.jarðarber 1 dós rommkúlur 1 lítið Toblerone 2-3 pelar rjómi 4-5 kiwiávextir Makkarónukökumar settar í skál eða fat með háum börmum. Ávext- imir skornir niður og settir yfir (geymið smávegis í skreytingu). Rommkúlur og súkkulaði saxað og bætt út í. Rjóminn þeyttur og settur yfir. Skreytt með kiwi, jarðarberjum og vínberjum. Athugið að hafa má rjómann sér. Þetta þarf að standa í 4- 6 klst. áður en það er borið fram. Sem næsta sælkera ætla ég að skora á Þyrí Olafsdóttur. Hún kann mikið og margt fyrir sér í eldhúsinu eins og ég hef fengið að kynnast. 1 --"W^ a—liJ—& li' tu- ii 1 Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöfundur, sagði frá því á dögun- um að það hefði vakið athygli sína í sumar að yngri kynslóðin í Eyjum setti samasemmerki við eldgos og Tyrkjarán, hvort tveggja hefði gerst fyrir þeirra tíð og minnið næði ekki til þeirra atburða. Kennari nokkur í Hamarsskóla fór í göngu með tíu ára nemendur sína á dögunum og skoðuðu þau meðal annars Hundraðmannahelli sem þeim hafði verið sagt af í sögutímum. Einn nemendinn kom stóreygurtil kennarans og spurðí: „Komust virkilega hundrað manns hérna inn í gosinu?“ Þegar leiðrétt hafði verið um atburði og að þetta hefði átt sér stað ÍTyrkjaráninu, sagði annar nemandi: „0, hvað ég vorkenni alltaf fólkinu sem var hérna í gosinu og Tyrkjaráninu." Lúðvík er ágœtur skákmaöur Skótaskákmeistari Vestmannaeyja árið 1999 er Björn fvar Karlsson. Á skólaskákmótinu, sem nýlokið er, vann hann alla sína andstæðinga og varþví með fullt hús stiga. Björn ívar er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Fullt nafn? Björn ívar Karlsson. Fæðingardagur og ár? 23. febrúar 1985 Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Bý í foreldrahúsum, foreldrar mínir eru Karl Björnsson og Ásta Garðarsdóttir. Ég á yngri systur, Berglind, sem er fimm ára. Menntun og starf? Nemi í 8. bekk í Barnaskóla Vestmannaeyja. Laun? Þaueruengin. Bifreið? Engin ennþá. Helsti galli? Ég veit það bara ekki. Helsti kostur? Góður i skák. Uppáhaldsmatur? Nautasteik. Versti matur? Hafragrautur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldstónlist? Allt frá sinfóníum og upp í rapp. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir? Að tefla. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Að tapa skák. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Ég myndi styrkja Taflfélag Vestmannaeyja. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Lúðvík Bergvinsson. Hann er ágætur skákmaður. Uppáhaldsíþróttamaður? Af skákmönnum erþað indverski stórmeistarinn Anand. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Taflfélagi Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Þegar sýnt er frá skák í sjónvarpinu, annars flestir gamanþættir og spennumyndir. Uppáhaldsbók? Allarskákbækur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Dettifoss. Hvenær byrjaðir þú að tefla ? Þegar ég var 11 ára. Pabbi kenndi mér mannganginn. Af hverju hefur áhugi fyrir skák minnkað hjá ungu fólki á undanförnum árum? Vegna þess að það ersvo margt annað sem skyggir á skákina, svo sem sjónvarp, tölvur og fleira. Attþú þér einhverja uppáhaldsbyrjun? Já, flestar vængbyrjanir, t.d. Reti-byrjun og enski leikurinn. Hvers konar skák er skemmtilegast að tefla? Venjulegar kappskákir, tveggja tíma skákir. Áttþú þér draum um að verða stórmeistari? Já, það eralltaf gaman að láta sig dreyma. En ég ætla að láta námið ganga fyrir. Eitthvað að lokum? Ég hvet sem flesta til að mæta í Taflfélagið og kynnast þeirri skemmtilegu íþrótt sem skákin er. NÝFfEDDIR VESTMfflNNfiEYINGfiR Þann 5. mars eignuðust Svava Gunnarsdóttir og Stefán Birgisson dóttur. Húnvó 14 merkur og var 50 sm að lengd. Hún hefur fengið heitið Hrafnhildur. Með henni á myndinni em systkini hennar Kolbrún Inga og Gunnar Þór Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 11. febrúar eignuðust Jóna Dóra Óskarsdóttir og Kristófer Helgi Helgason dóttur. Hún vó 9 merkur og var 45cm að lengd. Hún hefur hlotið nafnið Bergþóra Ósk. Hún fæddist á Landspítalanum. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Ljósmóðir Rannveig Rúnarsdóttir. Á döfinni 25. mars Hcumes Hólmsteinn Gissurarson með fyrirlestur um kvótakerfið eftir rúman klukkutíma í Rannsóknarsetrinu 25. til 27 mars Tölvun heldur upp cí 6 órci qfmceli sitt 25. mars ÍBV-Haukar t Iþróttamiðstöðinni. Alli ó völlinn og styðjum okkar menn 26. mars Bingó IBV íÞórsheimilinu. Ath. breyttan tíma 27. mars Lúðrasveit Vestmcmnaeyja heldur upp cí 60 círct afinœlið í Listaskólanum. Fjölmennum í veisluna 28. mars Myndlistarvor Islanclsbanka. Síðasti sýningardagur myndlistasýningar Sissúar ígctmlct dhaldahúsinu. Allir velkomnir. 28. mars Kristniboðskqffi í Safnaðarheimilinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.