Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 25.03.1999, Page 11
Fimmtudagur25. mars 1999 Fréttir Afgreiðsla loftskeytastöðvarinnar endurnýjuð í Vestmannaeyjum Þiónustusvæðið austur af Evium og allt að Langanesi Björgólfur ingason einn starfsmanna Loftskeytastöðvarinnar Loftskeytastöð Landssímans í Vestmannaeyjum hefur nú verið hliðtengd við fjarskiptastöðina í Gufunesi. Þetta þýðir að af- greiðslumennirnir í Vestmanna- eyjum og Reykjavík geta unnið jafnt með flestöll þau radíótæki sem þjóna skipaflotanum á svæðinu frá syðri hluta Vestfjarða suður um og að Langanesi. Þetta er enn eitt dæmi um fjarvinnu sem nýjasta tækni í fjarskiptum gerir mögulega og styrkir dreifðar byggðir landsins. Magnús Waage forstöðumaður skipaþjónustu hjá Landssíma íslands var í Eyjum á föstudaginn í tilefni af opnun nýrrar aðstöðu. Magnús segir að í raun sé enn þá verið að fækka stöðvunum um landið, en með tilkomu GMDSS, sem er nýtt alþjóðlegt iyrirkomulag í neyðar- og öryggisfjarskiptum skipa, farsímanns, sjálfvirkrar tilkynningarskyldu og fjarskiptum skipa um gervihnetti hafi umfang þessarar starfsemi gjörbreyst. "Við höfum þurft að fækka mannafla, en á sama tíma erum við að reyna að gera það á þann hátt að það hafi hverfandi og helst engin áhrif á öiyggi sjófarenda. Ein aðferðin er sú að sam- nýta fólkið. Það erum við að gera hér, að tengja Vestmannaeyjaradíó og Reykjavíkurradíó, þannig að starfs- menn þessara stöðva geti sinnt sameiginlega stærra landssvæði. Ef upp kemur mikil umferð hjá einum og lítið hjá hinum getur hann frekar hugað að örygginu fyrir allt svæðið, en ekki að einn maður sé önnum kafinn. Þetta er hagkvæmt og öryggið haldið í heiðri." Magnús segir ástæðuna fyrir því að fara þá leið að hafa eina stöð starfandi í Reykjavík og aðra úti á landi sé sú að menn hafi verið bundnir af ákvörðunum sem teknar hafi verið um tækniuppbyggingu á síðustu tveimur áratugum. „Þessar ákvarðanir gerðu það að verkum að við getum ekki sinnt þessari þjónustu alfarið úti á landi. Við neyðumst til að halda, að lágmarki úti einum manni á vakt í Reykjavík. Þegar það varð ljóst ákváðum við að ekki yrði fækkað meira úti á landi en í Reykjavík, eða að samdrátturinn héldist hlutfallslega í hendur þar og úti á landi. Síðan sjáum við fram á að eftir tvö til þrjú ár héðan í frá verði ekki þörf nema fyrir tvær stöðvar og tvo til þrjá starfsmenn á vakt, sem sinna gæslu á öllu landinu. Það er Reykjavík með einn mann og Vestmannaeyjar með einn mann. Þegar bætt verður við manni yfir daginn kemur hann inn í Reykjavík." Hver er ástæðan fyrir því að Vestmannaeyjar voru valdar en ekki einhver annar staður á landinu? "Hún er tvíþætt. Annars vegar að í Eyjum var öll aðstaða fyrir hendi og mjög gott starfsfólk og góður andi milli þeirra og sjómanna. Það sem réði kannski úrslitum var fjárhags- dæmið. Við komumst að sam- komulagi við þá sem reka CANTAT 3 sæstrenginn um að starfsmenn tækju að sér bakvakt. Það er einn starfsmaður við CANTAT 3 sæstrenginn í Vestmannaeyjum og það náðist samkomulag um að þjálfa starfsmenn loftskeytasöðvarinnar til að hlaupa í skarðið ef þessi fasti starfsmaður væri ekki við. Þama fengum við inn viðbótartekjur, sem eru það drjúgar að ákveðið var að byggja þessa stöð upp frekar en aðrar. Við urðum að byggja upp til þess að takast á við fækkanimar án þess að það kæmi niður á örygginu, með því að bæta aðstöðu og samtengja. Þetta er það sem við emm að gera hér í dag." Magnús segir að helsti ágallinn á þessu kerfi sem hefur verið gagn- rýndur sé að sú þekking sem starfsmenn höfðu á staðháttum á hverjum stað hafi minnkað. "Þetta er helsti ágallinn við fækkun starfsmanna og stöðva um landið. Við eram samt að reyna að vinna á móti þessu með því að koma upp kortum og láta starfs- mennina kynna sér staðhætti. Starfsmennimir hér í Vestmanna- eyjum byrja á því að verða tengdir svæðinu austur af Eyjum, allt að Langanesi, en ekki stærra svæði í einu til þess að þeir geti byggt upp þekkingu á svæðinu. Menn í svona vinnu kynnast mjög fljótt staðháttum og aðstæðum allt í kringum landið. Við leggjum mikið upp úr því að starfsmenn kynni sér vel staðhætti á þeim stöðum sem þeir eiga að sinna og þau viðmið sem sjómenn nota gjaman." Hefur öryggið aldrei verið meira en nú? "I heildina hefur öryggið aldrei verið meira en nú vegna þess að fleiri leiðir era til staðar í öryggismálunum. Um borð í skipum nú eru tæki sem ekki vora til fyrir nokkram áram, eins og neyðarbaujur og í stærri skipum hafa menn sjálfvirkt stafrænt valkall. Einnig era skipin búin INMARSAT C gervihnattakerfi um borð sem hægt er að senda út neyðarköll á og sjálfvirka tilkynningaskyldan mun koma smábátunum að veralega góðu gagni. Um hina gömlu hefðbundnu leið, með að kalla í land, getum við ekki sagt að öryggið sé meira, en unnið er að því að það verði ekki minna." \ AFMÆLI AFMÆLI AFMÆLI Frá 25. mars - 27. mars Nú heldur Tölvun upp á 6 ára afmœli sitt með pompi og pragt, t.d.: Sími 481-1122 Opnun vefsíðu: hotsex.eyjar.is Sjóðheit tilboð í gangi Spennandi leikur þar sem vinningurinn er m.a. Thomson hljómtœkjasamstœða! Frá fimmtudegi verður hjá okkur sérfrœðingur frá Canon Langur laugardagur í Tölvun Heitt á könnunni og kalt á krananum !!! Fyrstu 6 sem kaupa Tal kort fá Tal úr í kaupbœti Thomson, urrandi tilboð á hljómtœkjasamstœðum og 29" sjónvarpstœkjum Sérfrœðingur frá Opnum kerfum kynnir Hewlett Packard Allt að 66% afsláttur af PC-tölvuleikjum /

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.