Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 1
Jllltsttðst Forsvarsmenn KÁ-Pæjumótsins eru mjög ánægðir með hvernig mótið gekk fyrir sig. Þrátt fyrir þriggja daga rigningu og stífan vind tókst að ljúka mótinu á tilsettum tíma. Björn Elíasson, sem var í stjórn mótsins, segir mótið hafa gengið mjög vel fyrir sig, miðað við hvernig veðrið var. „Vegna bleytu á laugardeginum gripum við til varaáætlunar, færðum leikina aftar á daginn, styttum leiktímann og tókst að Ijúka leikjum dagsins um hálfníuleytið um kvöldið. Þetta tókst því eins vel og hægt var að búast við og á allt okkar starfsfólk mikið hrós skilið, ekki síður en þátttakendurnir sem sýndu bæði skilning og þolinmæði. Sérstaklega ber að þakka húsvörðum skólanna og svo fólki úti í bæ sem tók að sér að þurrka fatnað af liðunum. Auðvitað koma alltaf upp einhver mál þar sem ekki eru allir ánægðir en í móti með 850 þátttakendum væri nú bara óeðlilegt ef ekki kæmi slíkt upp á. Mér fannst aftur á móti ótrúlegt hve lítið fór úrskeiðis, miðað við hvernig veðrið var. Og núna erum við að fá inn á póstinn okkar á netinu hrós og þakkir, bæði frá þátttakendum og fararstjórum. Við getum því ekki verið annað en ánægð með hvernig til tókst,“ sagði Björn Elíasson. Myndin er frá mótsslitum í Iþróttamiðstöðinni. Sjábls. 16,17 og 18. Sigmund Jóhannsson, uppfinningamaður: Ný gerð af neyðarbau jum væntanleg -Snjóflóðavarnir og endurbætt bílbelti er meðal þess sem hann er með ó teikniborðinu Á sjómannadaginn var Sigmund Jóhannsson, teiknari og uppfinn- ingamaður, heiðraður sérstaklega fyrir framlag sitt til björgunar- og öryggismála sjómanna. Sigmund hefur verið óþreytandi gegnum tíðina að hanna hvers konar tól og tæki sem auka á öryggi sjómanna. Má þar til dæmis nefna sjálfvirkan loka fyrir línu- og netaspil og svo sjálfvirka sleppibúnaðinn fyrir gúmbáta sem loksins er að hljóta viðurkenningu eftir margra ára barning í kerfinu. I máli Snorra Oskarssonar, á sjómannadag, kom fram að enn er Sigmund að, væntanleg er á næstunni úr framleiðslu ný sjálfvirk gerð af neyðarbaujum sem er sérstaklega hugsuð fyrir smábáta. „Kannski ekki alveg ný,“ sagði Sigmund þegar við ræddum við hann í morgun. „Það er nú nokkur tími síðan hún var prófuð og þetta er ekki lengur í mínum höndum. Nú eru sérfræðingamir teknir við,“ sagði Sigmund og hló. „Nei, þetta er í góðum höndum eftir því sem ég best veit. Þetta fór gegnum Háskólann og til Þróunar- félagsins og er unnið í samvinnu við þýskan framleiðanda sem m.a. fram- leiðir neyðarblysin í baujuna. Þessi bauja losnar sjálf þegar skip sekkur og skýtur sjálfvirkt upp neyðarblysum. Hún er útbúin þremur blysum, það fyrsta fer upp nokkmm sekúndum eftir að baujan kemur í sjó en svo er hægt að stilla tímann á hinum tveim- ur, t.d. á tíu mínútur og 25 mínútur. Þetta var aðallega hugsað fyrir smærri skipin en ætti að geta gagnast fleimrn." Er eitthvað fleira að koma úr kolli uppíinningamannsins þessa dagana? „Alltaf er maður eitthvað að brasa, það sennilega fylgir manni fram í andlátið. Ég er nýbúinn að ganga frá nýrri hugmynd að gerð snjóflóða- vama, nýrri gerð af girðingum sem byggir á öðm systemi en hingað til hefur verið. En allt svona ferli tekur langan tíma og ég hef ekki fengið mikil viðbrögð við þessu, ekki ennþá að minnsta kosti. Og svo er ég nýbúinn að ganga frá litlu en einföldu patenti, millistykki í bílbelti. í allri umræðunni um nytsemi bílbelta hefur oft komið fram að þau geta verið til hins verra ef bifreið lendir í vatni eða sjó, gæti jafnvel kostað mannslíf. Þetta millistykki á að losa beltið um leið og það kemur í vatn. Þetta er einfalt og á að passa í öll bílbelti. Nú er bara að bíða og athuga hvort einhverjir hafa áhuga fyrir þessu,“ sagði Sigmund. I þessu spjalli við Sigmund kom einnig fram að fleira er uppi á borðinu hjá honum, ýmsir handhægir hlutir sem ekki tengjast beint öryggismálum en gætu orðið til umtalsverðra þæg- inda í heimilishaldi, Sumir þeirra jafnvel byltingarkenndir. Af skiljan- legum ástæðum vildi Sigmund þó ekki láta mikið uppi um þær hugmyndir, enda er hann hógvær maður að eðlisfari og vill fremur láta verkin tala. ÖRVGGI á öllum svidmn tm-örygJí FYRIR FIÖLSKYLDUNBB8 Sameinar öll trygginganl|ph á einfaldan, ódý.j^rvnj og þægileganJílöapF Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481323 Sumaráœtlun Herjólfs Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Alla daga Fimmtud. aukaferðir Föstud. aukaferðir Sunnud. aukaferðir kl. 08.15 kl. 15.30 Kl. 15.30 kl. 15,30 kl. 12.00 kl. 19.00 kl. 19.00 19.00 Sími 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.