Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 6
6 Fréttir Miðvikudagur 16. júní 1999 íslenska vindorku- félagið í burðaiiiðnum Á fundi stjórnar Bæjarveitna sl. föstudag var lögð fram tillaga að stofnun einkahlutafélags til að standa að nýtingu vindorku til orkuframleiðslu. Stofnfélagar verða Selfossveitur og Bæjarveitur Vestmannaeyja. Stofnun þessa félags er m.a. forsenda fyrir styrkveitingu til verkefnisins frá er- lendum aðilum til að skapa möguleika á aðild fleiri aðila í framkvæmd þess. Stofnfundur félagsins verður væntan- lega síðar í þessum mánuði en stofnsamningur liggur þegar fyrir, svo og helstu samþykktir. Stofnframlag hvors aðila verður í upphafi 500 þúsund kr. og framkvæmdastjórar Sel- fossveitna og Bæjarveitna Vest- mannaeyja verða aðalmenn í stjórn hins nýja félags en nafn þess verður Islenska vindorkufélagið ehf. Friðrik Friðriksson, veitustjóri í Vest- mannaeyjum, segir að tilgangur félagsins sé, eins og nafnið bendir til, nýting vindorku og önnur starfsemi sem tengist orkuöflun, orkunýtingu eða úrvinnslu annarra verðmæta, þ.m.t. heildsala og smásala orku. Félagið mun í framtíðinni sjá um öll orkukaup þessara tveggja byggð- arlaga. Stofnun þess er m.a. svar við þeim miklu breytingum sem eru að gerast í orkumálum landsmanna með hinum nýju raforkulögum sem taka munu gildi áður en langt um Iíður, að sögn Friðriks. Keikó iftið fyrir að sýna sig Ferðir eru með PH Viking út að kvínni en Keikó er lítið fyrir að sýna sig. í gildi er samningur milli ferða- mannabátsins PH-Vikings og Ocean Futures um skoðunarferðir að kví Keikós. Sá hængur er á þessu fyrirkomulagi að Keikó er ekki alltaf tilbúinn að sýna sig þegar ferðamennirnir birtast. Hallur Hallsson, talsmaður OF á Islandi, segir að menn hafi ekki enn náð að útfæra með hvaða hætti verður hægt að koma til móts við ferða- mennina. „Þessi mál eru í skoðun og af okkar hálfu er fullur vilji til að koma til móts við óskir fólks um að sjá Keikó,“ segir Hallur. „Það hefur ekki gengið nægilega vel. Keikó er orðinn meira í eigin heimi en okkar og er meira í kafi en áður.“ Hallur segir að nú þurfi menn að stilla saman strengina þannig að meiri líkur séu á að Keikó skjóti upp kollinum þegar PH-Viking kemur að kvínni. Veturinn var erfiður en vinnan við Keikó gengur vel og honum líður vel að því er kemur fram hjá Halli. „Við erum að venja hann af fólki og þjálfunin er erfið. Það er auðvelt að stíga skref til baka og þess vegna m.a. höfum við takmarkað ferðir frétta- manna í kvínna. Samt sem áður höfum við mótað þá stefnu að Keikó verður sýnilegur ferðamönnum. Ég vona að það takist því við viljum gott samstarf við forráðamenn PH- Vikings,“ sagði Hallur. IBV-lþróttafélag: Samstarfssamningur við Islandsbanka ÍSLANDSBANKIOG ÍBV-ÍÞRÓTTAFÉLAG undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning sem gildir til loka árs 2001. Samningurinn nær til allrar starfsemi ÍBV-Íþróttafélags, knattspyrnu og handbolta kvenna og karla og einnig er tiltekin ákveðin upphæð til unglingastarfs í báðum greinum. Sigurður Friðriksson þjónustustjóri íslandsbanka í Vestmannaeyjum, segir að þessi samstarfssamningur sé mjög góður fyrir báða aðila. íslandsbanki sér fram á betra og nánara samstarf við íþróttahreyfinguna. Ég tel að með þessu móti geti báðir aðilar haft stuðning hvor af öðrum. Er þá horft til nánara samstarfs á fleiri sviðum en hingað til hefur verið gert. Eins horfum við fram á að hægt verði að efla unglingastarf félagsins enn frekar,“ sagði Sigurður. Þór Vilhjálmsson, formaður IBV-íþróttafélags, tók í sama streng og sagði að samningurinn ætti að auðvelda öll samskipti félagsins við bankann. „Hérna eru samankomnir allir styrkir bankans til félagsins í einn pakka sem kemur báðum aðilum til góða. Ég vil lýsa ánægju minni með samninginn og vonast svo eftir áframhaldandi góðu samstarfi við Islandsbanka,“ sagði Þór. Frá undirskriftinni, Jóhann Pétursson og Þorsteinn Gunnarsson frá ÍBV, Sigurður Friðriksson frá Islandsbanka, og Þór Vilhjálmsson og Birgir Guðjónsson frá ÍBV. Lánatryggingasjóður kvenna Meginmarkmið Lánatryggi ngasjóðs kvenna er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming lána sem þær taka hjá íánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni. Abyrgðin er veitt á grundvelli mats á arðsemi viðskipta- hugmyndarinnar. Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, febrúar og júlí. Lánatryggingasjóður kvenna er tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefninu standa félagsmálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og Reykjavíkurborg. Skilyrði fyrir ábyrgðarveitingu eru m.a. eftirfarandi: Að verkefnið sé í eigu kvenna og stjómað af konum. Að ábyrgð sé verkefnatengd þ.e. ábyrgðir eru veittar vegna ákveðinna nýsköpunarverkefna, en ekki eru veittar ábyrgðir vegna t.d. rekstrarlána til starfandi fyrirtækja. Að verkefni sé á byrjunarstigi og að minnsta lán sé 1,0 m.kr. og minnsta lánatrygging 0,5 m.kr. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð, en umsókn skulu fylgja: Framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið ársreikningar og skattaskýrsla sl. tveggja ára Nánari upplýsingar eru veittar í félagsmálaráðuneytinu og á skrifstofu Byggðastofnunar. Umsóknarfrestur um lánatryggingu er til 20. jtilí nk. og ber að skila umsóknum til félagsmálaráðuneytis eða til skrifstofu Byggðastofnunar í Reykjavík. Lánatryggingasjóður kvenna Byggðastofnun Félagsmálaráðuneyti Kristján Þór Guðfinnsson Ingibjörg Broddadóttir Engjateigur 3 Hafnarhúsið, Tryggvagötu 105 Reykjavík 150 Reykjavík Sími 560-5400 Sími 560 9100 Bréfsími 560-5499 Bréfsími 552 4804 MÁLEFNI FATLAÐRA DAG- OG SKAMMTÍMAVISTUNIN BÚHAMRI 17 Félagsmálaþjónustan óskar eftir hæfum og áhugasömum starfskrafti til starfa við Dag- og skammtímavistunina að Búhamri 17. Heimilið er ætlað börnum og unglingum með fötlun. Opið er alla virka daga og eina viku í mánuði er skammtímavistun allan sólarhringinn. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af störfum með börnum og unglingum. Starfið felur m.a. í sér stuðning og þjálfun í athöfnum daglegs lífs. Um er að ræða 50% stöðu í vaktavinnu og verður viðkomandi að geta gengið allar vaktir. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 16. ágúst. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags- og skóla- skrifstofu, í kjallara Ráðhússins. Umsóknarfrestur er til 6. júlí nk. Frekari upplýsingar veita Ásta Halldórsdóttir, forstöðu- maður í síma 481-2127 og Hanna Björnsdóttir deildarstjóri málefna fatlaðra í síma 481-1092. Tíunda kvennahlaupið verður haldið19. júní Hið árlega kvennahlaup verður 19. júní og er það nú orðið 10 ára. Hlaupið/gengið/skokkað verður frá íþróttamiðstöðinni og hefst skráning og afhending bola kl. 11.00 og upphitun hefst kl. 11.30. Farnar verða þrjár leiðir. Gjald er kr. 650.-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.