Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 20
FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM Dagl$gar hrtlr hrarl i laud sam er. Vöruafgreiðslcs •klldingovegi 4 Sfmi 481 S440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavík Aðaiflutningar Höðinsgötu 3 Sfml SS1 3030 unð atvinnu- leysi ennbá Mó búast við skriðu um mónaðamótin Samvæmt upplýsingum Jóns Kjartanssonar, formanns Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja er enn ekki farið að bera á atvinnuleysi í Vestmannaeyjum. A þriðjudag voru atvinnu- lausir á skrá enn undir tíu. Jón segir að 1. júlí komi uppsagnir í Vinnslustöðinni til með að breyta stöðunni. Þá sé staifsfólk hjá Lifrarsamlaginu að byrja að skrá sig en þar er sumarlokun þar sem ekki er hægt að sjóða niður lifur yfir sumartímann. Jón segir ennfremur að sjómenn séu að byija að skrá sig, af bátum sem búnir séu með sinn kvóta. „Eg á von á því að um næstu mánaðamót verði ástandið orðið talsvert verra. Það verður eitthvert kraftaverk að gerast ef takast á að útvega öllu því fólki vinnu sem þá verður búið að missa vinnuna," sagði Jón. Kiwanismenn héldu Landsmót í golfi hér um helgina. Þar voru þessi þrjú, fulltrúar Grímseyjar og Vestmannaeyja, Donald Jóhannesson og Fríða Dóra Jóhannsd. og Nanna Þorleifsd. frá Kópavogi Sumarstúlkan Gott gengi á síldveiðum Vinnslustöðin bræðirsinn kvóta Sfldveiðarnar hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlun. Vinnslustöðvarskipin Kap og Sig- hvatur Bjarnason hafa landað sínum afla hér í Eyjum, samtals 6300 tonn- um, Sighvatur 3800 tonnum og Kap 2500. Þá hefur gamla Gullberg einnig landað hjá bræðslu Vinnslu- stöðvarinnar um 700 tonnum en búið er að taka á móti um 7000 tonnum af sfld á sumrinu hjá verksmiðjunni. Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni, sagði að Sighvatur væri á miðunum og Kap á leið þangað og væntanlega yrðu það síðustu túrar skipanna á þessu sfldarúthaldi. Stefán sagði að loðnu- veiðar mættu hefjast 20. júní nk. Enn hefðu þó engar fréttir borist af loðnu en vonandi yrði sem fyrst hægt að hefja þær veiðar. Vestmannaeyja I blaðinu í dag eru kynntar fjórar af átta stúlkum sem keppa um titilinn Sumarstúlka Vestmanna- eyja 1999. Keppnin fer fram laugardaginn 3. júlí og verður í tengslum við nett goslokaafmæli í Skvísusundi í sam- vinnu við Vestmannaeyjabæ og Sparisjóðinn. Keppnin verður í Kiwanishúsinu þar sem boðið verður upp á veislu að hætti Gríms Gísla- sonar. I boði verða skemmtiatriði og Hálft í hvom leikur fyrir dansi. Sjá bls. lOog 11. Lúxusí Drífanda Þröstur Johnsen, sem tók Hótel Bræðraborg á leigu í vor, opnaði hótelið um síðustu helgi. Þá fer að styttast í að hann opni í Drífanda þar sem verða í boði 11 lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. „Ég opnaði Bræðraborg um síðustu helgi en þá var búið að mála og hressa upp á húsnæðið," sagði Þröstur þegar haft var samband við hann. „Þetta fer nokkuð vel af stað en auðvitað hefur það áhrif hvað við fömm seint af stað. Ég hef ekki lagt í mikinn kostnað enda er ég með hótelið á leigu í nokkra mánuði til að byrja með. Hvað svo verður er óráðið." Þröstur lætur ekki þar við sitja því hann hefur undanfama mánuði unnið að endurbótum og breytingum á Drífanda við Bámstíg sem hann keypti á sfðasta ári. Þar verða 11 íbúðir, allar mjög vel útbúnar og eiga að uppfylla allar kröfur sem gerðar em til lúxusíbúða fyrir ferðamenn með miklar kröfur. Þröstur segir að stór glerskáli verði settur á eldri hluta hússins og þar verður veitingaaðstaða. „Glerskálinn er kominn til landsins og næsta skref er að rífa þakið af gamla húsinu. Nú bíð ég bara eftir nokkrum sólardögum sem koma á næstunni," sagði Þröstur en ekki vildi hann gefa upp hvenær framkvæmdum lýkur. * jjVikutilboð vikuna 17. júní til 23. júní Sun Maid rúsínur, 500 g kr. 155,- kr. 139,- Heinz bakaðar baunir, 4 dósir saman kr. 248,- kr. 199,- Hob Nobs súkkulaðikex, 400 g kr. 195,- kr. 156,- Epla cider, 1,5 1 kr. 308,- kr. 212,- Lenor mýkingarefni, 2 1 kr. 298,- kr. 237,- Allday’s innlegg, lítill pakki kr. 183,- kr. 159,- Allday’s innlegg, stór pakki kr. 324,- kr. 269,- Pantene shampoo kr. 252,- kr. 198,- Pantene hárnæring kr. 278,- kr. 219,- Miv&m

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.