Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Síða 1
26. árgangur • Vestmannaeyjum 4. nóvember 1999 • 44. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 LEIKSKÓLINN Kirkjugerði átti 25 ára afmæli í vikunni. Hér er Þorsteina Eyja Halldórsdóttir ásamt nokkrum börnum en hún hefur starfað á Kirkjugerði í um 24 ár. ÍBV-Íþróttafélag: llnnið að stofnun rekstr- artélags um fótboltann Undanfarnar vikur hefur knatt- spyrnudeild IBV unnið að undir- búningi þess að hlutafélag verði stofnað og í framhaldi af því Rekstrarfélag IBV sem myndi sjá um rekstur meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu. Stjórn knattspyrnudeildar átti fund með stjórn ÍBV-íþróttafélags sl. laugardag þar sem þessar hug- myndir voru kynntar og í fram- haldi af því var undirbóningsnefnd sett á laggirnar til þess að vinna að frekari framgangi málsins. Tvö félög, KR og Fram, hafa farið hlutafélagsleiðina og eru með sitt hvora útfærsluna. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, hefur stjóm knattspymudeildar fylgst grannt með framgangi hluta- félagsformsins bæði hjá KR og Fram og engin launung sé á því að KR- leiðin henti ÍBV mun betur og engin ástæða sé til þess að finna upp hjólið á nÝ-, „I stuttu máli byggir hugmyndin á því að hlutafélag verði stofnað, ÍBV sport hf., þar sem knattspymudeildin leggi fram stofnhlutafé en síðan verði farið í hlutafjárútboð til að fá dreifða eignaraðild í félaginu. Hlutafélagið annars vegar og knattspymudeild ÍBV og IBV-íþróttafélags hins vegar geri síðan sarnning um stofnun Rekstr- arfélags IBV sem rekur meistaraflokk og 2. flokk IBV með svipuðu sniði og knattspymudeildin hefur gert. Hluta- félagið yrði því bakhjarl Rekstrar- félagsins og bæri ábyrgð á rekstri þess. Undirbúningsvinnan hefur staðið yfir í nokkrar vikur í samráði við Kaupþing. Næsta skref er að IBV- íþróttafélag og knattspymudeild ÍBV komi sér saman um forsendur Rekstrarfélagsins og síðan að undir- búa stofnun hlutafélagsins. Þar sem við höfum kynnt þessar hugmyndir hafa þær fengið jákvæð viðbrögð en það er heilmikil vinna eftir og mörgum spumingum ósvarað," sagði Þorsteinn. VMbragð í sfldinni Að sögn Garðars Ásbjörnssonar aðstoðarútgerðarstjóra hjá Is- félaginu hefur verið heldur fátt tíðinda af síldarveiðum þangað til í fyrrinótt að sfld fannst fyrir vestan land ót af Faxaflóa. „Það hafa verið þrír bátar úti fyrir miðjumFaxaflóanum, eða í Jökul- tungunni sem kallað er og þeir hafa verið að fá ágæta sfld. Antares fór á miðin í gær en kom of seint inn í þetta og heldur nú sjó í skítabrælu. Hinir bátamir sem vom þama og höfðu fengið ágætan afla vom Jóna Eðvald, Húnaröst og Amey, sem kom inn til Vestmannaeyja í gær með 300 tonn af ágætri síld.“ Sfldin fór í vinnslu í Isfélaginu og var starfsfólk ræst út á vakt í gærkvöldi. Af loðnuveiðum er einnig fátt tíðinda sagði Garðar. „Kap, Tunu og Sigurður hafa verið að leita fyrir sér úti fyrir Norðurlandi, en þar er ekkert nema bræla og fer versnandi, svo líklega verður lítið um veiðar að sinni.“ Hart tekið á misnotkun flugelda Að gefnu tilefni vill sýslumaður Vestmannaeyja vekja athygli á að notkun flugelda er bönnuð vegna einkahátíðarhalda manna utan áramóta. Töluvert hefur borið á slíkri notkun og segir Karl Gauti Hjaltason sýslu- maður að margar gildar ástæður liggi að baki banni við skoteldanotkun. „Eg held að það ætti öllum að vera kunnugt og sérstaklega Eyjamönnum, vegna þess hve mikið er um skip og báta á miðunum við Eyjar og eðlilegt að menn taki skotelda á lofti sem neyðarblys. Það er mjög mikilvægt að menn geti treyst hjálparbeiðnum, sem gefnar eru með neyðarflugeldum og allt sem gert er til þess að rýra gildi slíkra merkjasendinga verður að taka alvarlega." Karl Gauti segir að háfleygir flugeldar sjáist langt að og alls ekki sé geftð að sá sem sjái flugeld til dæmis af sjó geri sér grein fyrir að hann eigi sér uppruna í afmælisveislu í Vest- mannaeyjum. „Við verðum að standa vörð um það traust sem menn bera til þessara neyðarsendinga, því um lífsspursmál getur verið að ræða.“ Karl Gauti segir að meginreglan sé sú að leyfi þarf fyrir notkun skotelda og að skjóta upp flugeldum. „Með skoteldum er átt við flugelda, reyk-, táragas- hvellsprengjur og ýmis konar skrautelda. Skilyrði fyrir flugeldaleyft utan skoteldatímans eru nokkur, en meðal þeirra helstu er að um flug- eldasýningu sé að ræða þar sem almenningi er heimilaður aðgangur, einnig er nauðynlegt að nákvæm tímasetning sé á sýningunni og stað- setning, og að ekki sé um neyðar- flugelda að ræða. Skipulagðar æf- ingar björgunarsveita eru þó undan- þegnar þessu ákvæði, þó er upplýs- ingaskylda þeirra ótvíræð og háð leyfum.“ Karl Gauti segir að sektað hafi verið í þeim tilfellum ef náðst hefur í menn sem skotið hafa upp skoteldum án leyfís utan hins hefðbundna tíma um jól og áramót. „Öll brot á reglu- gerðinni eru tekin til venjulegrar rannsóknar og síðan refsingar oftast í formi sektar. Refsing í þessum málum er þó mismunandi eftir eðli brotsins," sagði karl Gauti sýslumaður að lokum. RAGNHEIÐUR Borgþórsdóttir stóð fyrir frönsku kvöldi í Akóges og mættu hátt í fimm hundruð gestir. Bls. 6. á öllum sv'áíir TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinaröll tryggingamáfin á einfaldan og lan hátt miiii Vetraráætlun WV Frá Eyjum Alla daga n/sun. Kl. 08.15 Sunnudaga Kl. 14.00 Aukaferö föstud. Kl. 15.30 Frá Þorlákshöfn Kl. 12.00 Kl. 18.00 Kl. 19.00 * Fellur niður frá 18. des.1999 - 16. mars 2000 Sími 481 2800 Fax 481 2991 w Ticrióliur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.