Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Blaðsíða 20
Vilhjálmur Bergsteinsson V 481-2943 IMMEPABÍli. * 897-1178 Fréttabikararnir voru að venju afhentir á lokahófi fótboltans sem fram fór á laugardagskvöldið. Koma þeir í hlut efnulegustu leikmanna í karla og kvennaflokki. Það voru þau Atli Jóhannsson og Elfa Ásdís Olafsdóttir sem hlutu Fréttabikarana fyrir tímabilið 1999. Omar Garðarsson, ritstjóri Frétta, afhenti bikarana og gerði um leið grein fyrir forsendum valsins. Hann sagði að Atli Jóhannsson væri sannur íþróttamaður sem getur átt framtíðina fyrir sér en hann er á fyrsta ári í 2. flokki. „Atli er vinstri fótarmaður en getur leikið bæði á miðju og vinstri kanti. I sumar lék hann oftast sem útiliggjandi á kantinum og leysti það hlutverk vel af hendi,“ sagði Omar. „Atli er fæddur 5. október 1982 og var á sínu fyrsta ári í öðrum flokki í sumar. Hann er mjög skynsamur og klókur leikmaður og með góða yfirferð. Atli er samviskusamur og stundar æfingar vel. Hvað framtíðina varðar, þá á hann alla möguleika á að ná langt. Hann þarf reyndar að styrkjast eins og algengt er með stráka á hans aldri en ef hann nennir að æfa eigum við eftir að sjá hann gera góða hluti í meistaraflokki ÍBV.“ Elfa Ásdís Olafsdóttir er leikmaður með 2. flokki og meistaraflokki ÍBV. Er hún góður og verðugur fulltrúi ungra vestmannaeyískra kvenna sem nú eru að vaxa úr grasi. „Það er ekki ofsögum sagt að kvennaknattspyma hefur tekið stór- stígum framfömm í Vestmannaeyjum síðustu misseri og ár. Em nú að koma hér upp stúlkur sem þekkja ekkert nema sigur eins og sést af árangri yngri flokkanna. Nú em þessar stúlkur að skila sér upp í meistaraflokk ÍBV ein af annarri og er ömgglega styttra í titla þar á bæ en margan gmnar.“ Ómar sagði að Elfa Ásdís Ólafsdóttir væri fædd 2. nóvember 1983 hefði hún mjög margt til að bera sem prýða þarf íþróttamann sem ætlar sér að ná árangri. „Hún er mikil baráttukona á vellinum, leggur sig 100% fram í hverjum leik og er mjög metnaðarfull. í fyrra varð hún íslandsmeistari með 2. flokki og í sumar fékk hún sína fyrstu reynslu með meistaraflokki. Elfa Ásdís lék alla leiki með meistaraflokki í sumar sem er mikið afrek af ekki eldri leikmanni. I meistaraflokki er hún vinstri bakvörður og kom í hennar hlut að gæta sumra sterkustu framherjanna í deildinni. Leysti hún það hlutverk vel af hendi þrátt fyrir ungan aldur en hún varð 16 ára á mánudaginn. í 2. öðrum flokki spilar hún svíper og er leikstjómandi. Hún lætur vel til sín heyra og fer ekkert fram hjá henni af því sem er að gerast á vellinum. Elfa Ásdís er mjög líkamlega sterk þrátt fyrir að vera ekki eldri. Hún þolir ekki að tapa, er samviskusöm og mætir á allar æfingar. Hún hefur góð áhrif á hópinn, er sem sagt draumur hvers þjálfara. Það hefur verið okkur á Fréttum mikil ánægja að taka með þessum hætti þátt í því sem er að gerast í fótboltanum í Eyjum. Flestir sem hlotið hafa Fréttabikarinn hafa náð langt með ÍBV og er það von okkar og trú að svo verði einnig með Elfu Ásdísi og Atla. Til hamingju bæði tvö,“ sagði Ómar að lokum. HANDAHAFAR Fréttabikaranna 1999, Atli og Elfa Ásdís. AUi on Elfa Ásdfs fengu Fréttabíkarana Námskeið fyrir alla veiðimenn Mánudaginn 8. nóvember kl. 18.00 verður haldið veiðinámskeið á vegum veiðistjóraembættisins. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður segir að veiðimenn verði að hafa veiðikort, hvort heldur þeir eru með skotvopnaleyfi eða stundi eingöngu lundaveiði með háf. „Þó að lundaveiðitímabilinu sé lokið og langt í það næsta er nauðsynlegt fyrir verðandi veiðimenn að sækja slík námskeið. Þó að ekki sé ætlunin að kenna mönnum meðferð skotvopna eða hvemig á að munda háf, þá er nauðsynlegt að veiðimenn þekki fuglategundir og hvenær má veiða hinar ýmsu tegundir. Þeir sem stunda veiðar á viltum fuglum og spendýmm þurfa veiðikort, hvort sem veitt er með skotvopni, eða háf.“ Hægt er að sækja námskeiðsgögn á lögreglustöðina og vert að menn geri það í tíma. Námskeiðið kostar 5000 kr. og veiðikort 1600 kr. Eyjamenn í enska boltann Á þriðjudaginn náðist samkomulag um kaup íslenskra fjárfesta á meirihluta hlutafjár í knattspyrnu- félaginu Stoke City FC. Formleg eigendaskipti verða á Britannia- knattspyrnuvellinum í Stoke-on- Trent 15. nóvember næstkomandi. Að samningunum unnu tveir Eyjamenn, Ásgeir Sigurvinsson og Magnús Kristinsson sem ásamt nokkrum Eyjamönnum er hluthafi í nýja félaginu, Stoke Holding, eignar- haldsfélagi íslensku fjárfestanna. í samtali við Fréttir vildi Magnús ekki greina frá því hverjir standa með honum að kaupunum en sjálfur er hann formaður Stoke Holdings sem hefur aðsetur í Luxemburg. Fréttir verða í Stoke þegar skrifað verður undir samninginn. Sjábls. 17. MAGNÚS Berg Magnússon í Stoke- búningingnum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.