Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur4. nóvember 1999 Ragnheiður Borgþórsdóttir meðfranskt glœsikvöld íAkóges: Þakklát og hrærð yfir góðum móttökum Síðastliðið laugar- dagskvöld stóð Ragnheiður Borgþórs- dóttir í Farðanum fyrir frönsku glæsi- kvöldi í Akóges. Alls mættu 420 manns á kynningarkvöldið sem var helgað frönskum snyrtivörum, vínum, ölkelduvatni og bílum. Auk þess var kynntur fatnaður hannaður af Selmu Ragnarsdóttur, kjólameistara og klæðskera, sem íðilfögur módel úr Vestmannaeyjum íklæddust í einni mikilli sýningu. Það er skemmst frá því að segja að Ragnheiður fann þá taug sem að minnsta kosti konum í Eyjum hugnast, því það var fullt út úr dyrum, ntikil og góð frönsk stemmning sem angaði um salinn á formi hvítra og rauðra vína, að ekki sé nú talað um Guerlain snyrtivöruilminn sem fyllti vitin í bland. Sértaklega var kynntur hinn nýi Samsara ilntur frá Guerlain og er íyrsta kynning á honum á Islandi og ný jólaförðumarlína frá Guerlain sem er fýrsta kynning í Evrópu á þeirri línu. Þótt konur hafi verið í meirhluta á þessu franska kvöldi, var einn og einn karlmaður í hópnum, sem ekki undi sér síður innan um fagrar Eyjakonur. Verslunarfulltrúi franska sendiráðsins Gilbert Krebs, heiðraði samkomuna með nærveru sinni og var ekki síður ánægður með góðar móttökur og þetta framtak Ragnheiðar Ragnheiður var mjög ánægð með móttökurnar, enda um einstakan viðburð að ræða, sem verður ekki endurtekinn. „Þegar verið er að kynna nýjungar er það iðulega gert í Reykjavík og þess vegna sérstaklega ánægjulegt hversu vel tókst að fá það í gegn að kynna snýja Samsara ilminn í íyrsta sinn hér á íslandi og jólalínuna sem nú ekki enn komin í búðir.“ Ragnheiður segir að hún hafi verið tvo mánuði að undirbúa kynningar- kvöldið, en hugmyndin hafi orðið til í júlí á þessu ári „Það var óhemju vinna að undirbúa og skipuleggja þetta kvöld og satt að segja er ég varla enn búin að átta mig á því hversu vel tókst til. En það small allt samana í lokin og ég er alveg sérstaklega ánægð með móttökumar. Eg get alveg viðurkennt það að ég er mjög hrærð yfir þessum góðu móttökum og mjög þakklát. Allir sem komu að þessu voru mjög jákvæðir jafnt gestir og þeir sem lögðu ómælda vinnu í að gera kvöldið sem glæsilegast. Til þess að svona kvöld gangi upp þarf fjöldi manna að koma að, þvf það eru mörg smáatriði sem þurfa að ganga upp til þess að glæsileikinn fái notið sín.“ Ragnheiður segir að hugmyndin, sem kviknaði í sumar að þessu kynningarkvöldi hafi gengið full- komlega upp og vildi hún að lokum koma miklu þakklæti til allra þeirra sem gerðu kvöldið jafn ógleymanlegt ograunber vitni. Hér á síðunni má sjá svipmyndir frá franska glæsikvöldinu. (j' k' . 1 A | a |M r 'VwfW " y rv i /. < i í s _ m tmMax 4 - < kV 'œSœ&h-. - \Sfoi _ ’! -- W/-}. 1 ' y LzJJt Af arðvænum fyrirtækjum Ekki þarf að orðlengja hvílfkur vandi hefur steðjað að landsbyggðinni hin seinni misseri. Allt hjálpast þar að. Fólksflótti, kvótaleysi og nú upp á síðkastið lægri laun og minni atvinna en á höfuðborgarsvæðinu. Nú hillir líka undir að Reykjavík, þetta gósenland þeirra sem vildu lifa á bótakerfi, sé að hverfa frá slíku og mun meiri líkur séu fyrir þá aðila að flytjast út á lands- byggðina þar sem atvinnuleysi er meira. Tveir staðir hafa einkum staðið af sér þessa óáran, áðumefnt höfuðborgarsvæði og svo hinn höfuðstaðurinn, þessi fyrir norðan, Akureyri. I Reykjavík þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af kvóta, menn flytja þangað með kvóta og auk þess lifa höfuðstaðarbúar ekki á einhverju kvótakroppi heldur verslun og þjónustu, aðallega með verðbréf, og þar er enginn kvóti að hrella menn. Á Akureyri hafa menn ekki heldur búið við neina niðursveiflu, þangað streymir kvóti linnulítið og hefði ekki verið fyrir snarræði Sigurðar okkar Einarssonar á dögunum, þá væri kvóti Vinnslustöðvarinnar örugglega farinn þangað líka. Skrifari velkist ekki í vafa um hvers vegna slík velmegun fylgir þessum tveimur höfuðstöðum landsins. Þetta eru einu staðir landsins sem bjóða íbúum sínum upp á nektardansstaði. í Reykjavík em þeir sjö talsins og á Akureyri þrír. Hvergi annars staðar á landinu er slíka starfsemi að finna, a.m.k. ekki opinberlega. Nú hefur komið fram að velta þessara staða er veruleg, samanlagt um 200 milljónir á ári, og nota bene; það em einungis laun dansaranna. Þá er eftir að telja allt hitt, sölu veitinga sem er veruleg, aðallega kampavín og svo hitt sem ekki má hafa mjög hátt um, velsæmisins vegna. Ekki má heldur gleyma því að nokkuð af þessu fé er undanþegið skattgreiðslum. Að vísu þarf að greiða skatt af kampavínssölunni en ekki af hinu (þessu sem ekki má nefna) og svo eru veruleg fríðindi hjá dönsurunum sem aðeins þurfa að greiða 20 prósent í skatt af 200 milljónunum og ekki gengið mjög hart eftir þeirri innheimtu. Skrifari hefur aldrei farið dult með þá skoðun sína að skattheimta sé dragbítur á atvinnulíf og dragi verulega úr framtaki manna. Þetta hefur berlega komið í ljós hjá iðnaðarmönnum. Þeir eru sumir svo grjótvitlausir að greiða samvisku- samlega keisaranum það sem keisarans er og lepja að launum dauðann úr skel. Hinir sem eru svo viti bomir að vinna á öðrum forsendum geta leyft sér ýmsa hluti, til dæmis að skreppa til Reykjavíkur þegar þá lystir, nú eða jafnvel Akureyrar. Nú hlýtur það að segja sig nokkuð sjálft að gott hlýtur að vera að stunda atvinnu af þeim toga að ekki þarf að greiða af henni gjöld til hins opinbera. Slík atvinnustarfsemi hlýtur líka að draga að sér vinnufúsar hendur (og líklega fleiri líkamsparta). Það er því ekki óeðlilegt að litið sé til Reykjavíkur og Akureyrar sem atvinnuvænna staða um þessar mundir. Fleiri hafa viljað brydda upp á starfsemi af þessu tagi, til að mynda rann athafnamanni einum á Suðrunesjum til rifja óáran í sinni heimabyggð, þar sem allur kvóti er horfinn á braut. Til að gera sitt til að rífa Suðumes upp úr vesöldinni sótti hann um leyfi til að setja upp nektardansstað í Keflavík. En á Suðumesjum ráða ríkjum afturhaldssamir menn sem ekki bera skyn á þróun í atvinnulífi og athafnamaðurinn fékk synjun á sínu erindi. Hann mun ætla að leita fyrir sér í Reykjavík og jafnvel á Akureyri líka. I Vestmannaeyjum hefur Þróunarfélagið haft með atvinnumál að gera síðan það var stofnað og sumum þótt lítið aðhafst. Nú veit skrifari ekki hvort þessi mál hafa komið inn á borð Þróunarfélagsins en honum þykir mjög eðlilegt að þessir möguleikar verði skoðaðir rækilega. Nóg er hér af auðu húsnæði frá atvinnugrein sem nánast er að verða úrelt í nútímasamfélagi, húsnæði sem bíður eftir nýju hlutverki. Þá gæti margnefnt menningarhús, sem áformað er að koma upp hér, einnig komið til greina. Alþingi er búið að skilgreina nektardans sem listgrein og svo er nú ekki verra ef hægt er að hala inn fé á menningarlegan hátt í stað þess að ausa sífellt fé í menninguna eins og gert hefur verið fram að þessu. Margfeldisáhrifin yrðu fljót að skila sér. rétt eins og í ferðamannabransanum. Svo aðeins eitt sé nefnt myndu vélaverkstæðin Völundur og Þór fá ný verkefni við að renna súlur úr góðmálmum og þyrftu ekki lengur að byggja sitt á blökkum og sleppibúnuðum. Útflutningur á slíkum súlum gæti einnig orðið arðvænlegur. En til þess að Vestmannaeyjar geti orðið fyrsta flokks nektardansstaður þarf tvennt. Áhugasöm og velviljuð bæjaryfirvöld, opin fyrir nýjungum í atvinnulífi og ekki of kredduföst. Og það þarf líka fjársterka athafnamenn. Af þeim síðar- nefndu eigunt við nóg. Þegar menn víla ekki fyrir sér að snara út nokkrum milljónum í enskt fótboltafélag upp á von og óvon þá má ætla að hinir sömu séu fúsir til að fjárfesta í hreinræktuðu gróðafyrirtæki í sinni heimabyggð. Þessa dagana berast af því fregnir að athafnamenn séu að draga sig út úr gamalgrónum rekstri. Spuming hvort þeir ætli sér að leita á önnur mið? Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.