Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.11.1999, Page 11
Fimmtudagur 4. nóvember 1999 Fréttir 11 Jón Ingi segir að úrval fisktegunda hafi verið mjög gott á sínum fiskbúðarárum. „Undir lokin var ég kominn með fisk í raspi, -fas og -hakk. Menn voru alltaf að reyna að vera ekki minni en þeir sem voru á Reykja- víkursvæðinu. En ég er ekki viss um að margir haft verið á sjó og rekið fiskbúð í leiðinni. Eg var að sjálf- sögðu með stúlku í búðinni á móti mér, en það var alltaf gaman að skjótast á sjóinn. Maður varð helst að vera kominn inn aftur um klukkan tvö á daginn til þess að geta komið glænýjum ftskinum í búðina seinni partinn. Stundum var maður að flaka fyrir utan búðina. Þá var bara settur pallur á körin við pallbílinn, fiskurinn tlakaður, sendur innum bakdymar og fram í búðina. Framan af var þetta nokkuð arðbær útvegur, en eins og ég sagði gróf undan þessu.“ En er það ekki undarleg samsetning að reka sjoppu og fiskbúð undir sama þaki? „Jú,“ segir Jón Ingi og hlær. „En þetta var nú bara svona. Þetta hélst eiginlega í hendur. Sjoppan bar þetta uppi á sumrin, þegar minni fisksala var, en fiskbúðin hélt þessu uppi á vetuma, þegar fisksalan var mikil. Þannig dekkaði þetta hvort annað. Annar reksturinn var sterkari aðilinn helming ársins. Það var svona vertíð í þessum bransa líka. En eins og ég segi, var ég með fólk í vinnu og var ekkert hlaupandi sjálfur á milli fiskbúðarinnar og sjoppunnar. Þetta voru sjálfstæðar einningar." í tískubransann Eftir að Jón Ingi hættir með fiskbúðina fer hann út í rekstur tískuvöru- verslunar ásamt fjölskyldunni. „ Við vorum með eigin innflutning frá Danmörku og það var gaman að því á meðan á því stóð. Við vomm til að mynda með merkjafatnað eins og Lewy's og menn vom að keppast við þessi þekktustu umboð. Hins vegar gekk sá rekstur ekki upp. Við lentum í verðbólgu og vomm með dýr lán, þannig að þetta var orðið skuldabasl og vesen, og endaði með hálfgerðum hörmungum. Feillinn var kannski sá að við opnuðum búð á Akureyri í stað þess að opna búð í Reykjavík til þess að dreifa vömnni svo á aðrar verslanir, og þá meðal annars til Eyja, en okkur stóð til boða verslunarhúsnæði við Laugaveginn. Við sáum mikið eftir því. Við vomm kannski að kaupa ákveðna vöm í einhverju magni, að minnsta kosti það miklu að það var of mikið bara fyrir Vestmannaeyjar sem markað. En við náðum góðum kjömm með því að flytja inn í miklu magni og þar af leiðandi boðið lægra verð, eins og verslanir em famar að gera svo mikið nú. En til þess að þetta borgi sig verða menn að vera með tvær til þijár verslanir til þess að dreifa vömnni til, en eins og ég segi staðsettum við okkur ekki rétt til þess að dreifa vömnni og vomm að borga háa húsaleigu. Hins vegar ef menn vildu vinna við þetta dag og nótt, þá hefði þetta getað gengið ágætlega. Það kom einnig upp sú hugmynd að flytja frá Eyjum tii Akureyrar, eða Reykjavíkur, þegar manni fannst vera farið að þrengja að sér.“ Þreyttur á kvótaleysinu Jón Ingi segir að hann hafi verið orðinn þreyttur á að gera út bát, vegna lítils kvóta, þegar hann ákvað að bjóða í Lundann og fara út í veitingarekstur. „Eg var ailtaf búinn með kvótann um áramót og varð að leigja kvóta, eða liggja í utan kvóta fiski. Þannig að þaðþrengdialltafmeiraaðmanni. Eg var nú kominn á net og farinn að fiska fyrir Vinnslustöðina, en þá kom kvótabankinn. Þá var ekki lengur hægt að fiska íyrir aðra, því það þurfti alit að fara í gegnum vissa trekt. Eg var búinn að ráðfæra mig við góða menn. Þeir ráðlögðu mér að selja bát- inn og gefa mér ár í það. í millitíðinni var Lundinn boðinn til sölu og ég fékk hann. Nú í september hef ég svo rekið Lundan í eitt ár.“ Þegar þú lítur yfir þetta ár, hvernig hefurþá gengið? „Þetta ár hefur verið mjög gott og gaman að reka staðinn, og ekki síst að manni hefur verið mjög vel tekið. Maður kemur nánast beint af sjónum og að fara inn í svona rekstur er meira en að segja það. En ég var í góðu jafnvægi og góðu formi þegar ég byrjaði í þessu. Einnig náði ég mjög góðu fólki með mér, sem hafði unnið þarna áður og hefur verið með mér þetta ár. Það var mjög þolinmótt á meðan það var að lóðsa mann í gegnum þetta. Þó er nú sagt að menn tóri nú ekki nema þrjú ár í þessu starfí og ég er byrjaður á öðru árinu, þannig að ég ætti að fara að leggja drög að því að leita mér að einhverju öðm. Ætli ég endi ekki með því að fá mér blómabúð næst.“ Lundinn Jón Ingi var með ýmsar nýjar hug- myndir, sem hann vildi prófa þegar hann byrjaði með Lundann. Hafa þœr gengið eftirfinnst þér? „Nei ekki að öllu leyti, eins og til dæmis varðandi breyttan opnunartíma. Það er nærri hálft ár síðan nýjar reglur vom settar í sambandi við rýmri opn- unartíma, sem er kominn um allt land En í Eyjum höfum við ekki tileinkað okkur þetta. Eg var nú búinn að sækja um, en því var hafnað, af bæjarstjórn sem slíkri. Allir þeir sem koma nálægt þessu vita að betra er að hafa tímann lengri og frjálsari, en það virðast aðrir ráða þessu. Eg trúi því nú að þetta eigi eftir að breytast hér eins og annars staðar, og er með hugmynd um að boða til bæjarfundar um opn- unartíma veitingastaða í Eyjum. En ég vil að sjálfsögðu að Vestmanna- eyingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn. Þó að menn segi að fólk komi bara seinna og sé lengur að, þá má það til sanns vegar færa. Þetta er hins vegar þróunin í þessu. Maður fær ekki fólk út klukkan tíu eða ellefu að kvöldi. Þetta er eins og með mat- vöruverslanir. Menn hugsi til þess tíma þegar til dæmis öllum matvöru- verslunum var lokað klukkan sex, en hins vegar mátti versla í gegn um lúgu eftir þann tíma. Það er bara verið að mæta þörfum viðskiptavinarins. Ef hann vill koma klukkan tvö og vera hjá mér til klukkan sjö þá er sjálfsagt að verða við því.“ Jón Ingi segir að þegar hann hafí byrjað rekstur Lundans hafi ekki verið GUÐÐJÓN Björnsson, faðir Jóns Inga varð níræður á síðasta ári en hann lét ekki háan aldur aftra sér frá því að róa með syninum. neitt sem kalla mætti „pöbbamenn- ingu í Eyjum. „Staðurinn var aldrei opinn nema um helgar. Eg byrjaði á því að hafa opið öll kvöld til klukkan eitt. Nú hægt og rólega hef ég getað byggt upp dálitla hreyfingu, fólk er jafnvel farið að koma til þess að fá sér kaffi. Einnig hafa komið hópar á kvöldin, sem nýtt hafa sér aðstöðuna á efri hæðinna til fundarhalda. Aðkomu sjómönnum hefur þótt gott að koma og spjalla. En við eigum kannski dálítið langt í þá „pöbbamenningu" sem fólk þekkir erlendis frá. Það er hins vegar gaman að sjá það hjá öllum þeim ferðamönnum sem komu í sumar hversu vel þeir kunnu að meta þetta. Þeir voru komnir snemma, en fóru líka snemma og greinilegt að þeir komu ekki til þess að drekka sig fulla, heldur fyrst og fremst að spjalla og njóta samverunnar við það fólk sem það var með. Hins vegar breytist Lundinn í ballhús um heigar, sem á ekkert skylt við pöbbastemmningu og setur reyndar allt annan svip á staðinn.“ Vinsæll ballstaður Jón Ingi segir að Lundinn sé mjög vinsæll hjá fólki sem ball hús, enda hafi hann reynt að vera með hljómsveitir ofan af landi. „A tímbili var orðið nokkuð þröngt um okkur á Lundanum og datt þá í huga að taka Höfðann á leigu og koma yngra fólkinu þangað inn. Það gekk hins vegar ekki. Eg tók staðinn á leigu í fjóra mánuði og sá engan grundvöll fyrir því að halda áfram þeim rekstri. En ég held að tími danshúsa sé liðinn og draumar manna um að endurreisa Höllina sem danshús sé byggður á sandi. Við erum ekki það mörg sem búum héma á eyjunni að grundvöllur sé fyrir því, það em 150 manns sem em að jafnaði úti á þessum markaði um helgar og þá er ég ekki að tala um það fólk sem sækir skemmtanir í klúbbum og ýmsum örðum félags- skap. Við verðum líka að athuga að hvergi á landinu, eða kannski í heiminum em jafn margir klúbbar eins og hér í Eyjum, þar sem hver klúbbur á sitt eigið hús. Þessi hús em líka leigð undir aðra starfsemi, auk þess sem þau hafa vínveitingaleyfi." En hefurþú einhverjar hugmyndirum að stœkka Lundann ? „Þær hugmyndir ganga út á að stækka efri hæðina, þannig að hún verði samsíða götunni og risið einnig. Þetta yrðu töluverðar framkvæmdir, því innganginum yrði breytt og tröppur upp á efri hæðina færðar þangað sem inngangurinn yrði. En þó svo að þetta yrði nokkur röskun þyrfti ég ekki að loka á meðan.“ Er ekki að hætta Jón Ingi segir að þó að hann hafi talað um að menn entust bara í þrjú ár í þessum bransa, þá verði menn alltaf að vera með einhverjar hugmyndir í gangi. „Eg er ekkert að hætta og á meðan ég get rekið staðinn í þessu formi sem nú er, þá sé ég fram á ágætis tíð. Reyndar ætla ég að bjóða upp á jólahlaðborð núna frá og með 27. nóvember. Hugmyndin er sú að fólk geti komið klukkan sjö eða átta á laugardagskvöldi í mat og skemmt sér til klukkan þrjú um nóttina, þannig að inni í þessu er bæði góður matur, hljómsveit og dansleikur," segir Jón Ingi og segist þokkalega hamingju- samur í jólaskapi og líti björtum augum á framtíðina. GÓÐUR afli. Jón Ingi kemur með drekkhlaðinn bát að landi. Myndir á þessari síðu eru teknar af Sigurgeir Jónassyni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.