Fréttir - Eyjafréttir - 25.11.1999, Side 19
Fimmtudagur 25. nóvember 1999
Fréttir
19
Handknattleikur kvenna: IBV 22 - Víkingur 22
Klúður í lcikslok
kostaði eitt stig
HASPENNA var síðustu andartök leiksins og fáir komust hærra en Óskar Freyr sem hvatti stúlurnar til
dáða.
Tvívegis hafði þurft að fresta
viðureign IBV og Víkings en loks á
laugardaginn var flautað til leiks í
Iþróttamiðstöðinni. Ohætt er að
segja að ÍBV hafi verið miklu betra
liðið í leiknum, en það dugði ekki.
Eyjastelpur leiddu nánast allan
leikinn með allt að fimm mörkum,
en slæmur kafli á lokamínútunum
kom í veg fyrir að liðið landaði
sigrinum. Voru síðustu andartök í
leiksins alls ekki fyrir hjartaveika,
en jafntefli varð niðurstaðan, 22-22.
IBV byrjaði leikinn á því að ná
góðri forystu, en vöm liðsins var mjög
góð á þessum kafla og fyrir aftan hana
stóð Vigdís Sigurðardóttir sem varði
m.a. sex skot á fyrstu átta mínútum
leiksins og alls 11 í fyrri hálfleik. En
það virðist ekki henta liðinu að vera
með forskot því að bakslag kom í leik
liðsins og gestimir gengu á lagið og
minnkuðu muninn í eitt mark fyrir
leikhlé, 13-12.
Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir
ÍBV, liðið náði fjögurra marka
forskoti, 19-15 og ekkert virtist geta
farið úrskeiðis. En stelpumar vilja
líklega gleyma síðustu mínútum
leiksins sem fyrst, því að Vfldngar
gerðu sér lítið fyrir og jöfnuðu leikinn
21-21 þegaraðeins þtjár mínúturvoru
til leiksloka. Síðustu mínútumar
reyndu mikið á tilfmningar blaða-
manns þar sem eina stundina var
fagnað en aðra bölvað. Hvað eftir
annað fékk IBV tækifæri til að skora
sigurmarkið og þegar það virtist vera
komið þá var fagnaðurinn svo mikill
að það gleymdist að klára leikinn og
Víkingar skomðu jöfnunarmarkið
þegar ftmm sekúndur vom eftir af
leiknum, aðeins um átta sekúndum
eftir að Amela skoraði. Vöm liðsins
var ekki nógu góð í leiknum ef frá em
taldar fyrstu 15 mínútur leiksins.
Aðeins tvær í liði Víkinga sáu um að
skora 18 af 22 mörkum þeirra og er
ótrúlegt að leikmenn ÍBV hafi ekki
tekið þær fastari tökum.
Mörk ÍBV: Amela 6/3, Guðbjörg 5,
Hind 4, Ingibjörg 4, Mette 2, Anita 1.
Varin skot: Vigdís 15.
Handbolti: ÍHK -ÍBV
Einbeitinsarieysi í Kópavosi
Á laugardaginn mætti ÍBV HK í
Kópavoginum. ÍBV hefur oft þurft
að bíða lægri hlut á útivelli og
virðist engin breyting ætla að verða
þar á.
Hvað eftir annað í leiknum virtist
sem liðsmenn væm hreinlega ekki
tilbúnir til leiks, boltanum var kastað
út af vellinum, sóknarbrot dæmd á
liðið og það sem sveið hvað mest var
nýtingin á hraðaupphlaupum liðsins.
Ætla mætti að menn sem æft hafa
íþróttina í tíu ár eða meira ættu að geta
skilað boltanum í netið af sex metra
færi, en svo var ekki í þetta skiptið.
Það var svo í takt við leikinn að HK
bar sigur úr býtuin, 26 - 20 eftir að
staðan í hálfleik var 11-9.
Mörk ÍBV: Guffi 5/2, Miro 5/1, Malli
3, Svavar 2, Bjartur Máni 2, Aurimas
2 og Hannes 1.
Varin skot: Gísli 11
Góður sigur fyrir
austan í körfunni
IV fór í reisu til Egilstaða á dögunum og mætti þar heimamönnum í
Hetti. Liðið hefur verið í nokkuð erfiðu prógrammi að undantörnu, en
góður sigur gegn Valsmönnum gaf leikmönnum liðsins byr undir báða
vængi. Liðið átti ekki í miklum vandræðum með mótherjana og
öruggur sigur vannst 71-84, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 39-45.
Amsteinn Ingi sagði að leikur ÍV hafi verið nokkuð góður. „ Þetta var bara
fínt hjá okkur. Við vomm alltaf yfir í leiknum, alltaf skrefi á undan og maður
hafði alltaf á tilfinningunni að við myndum vinna leikinn. Sem dæmi um
yfirburði okkar þá spiluðu varamennimir mikinn hluta af seinni hálfleik og
héldu forystunni. Við emm eins og er í 3-4 sæti í deildinni, en næsti leikur
mun skera úr unt hvort við verðum í toppbaráttunni en þá spilum við gegn
IR, liðinu sem við töpuðum naumlega fyrir í bikamum. Við ætlum okkur að
sjálfsögðu sigur í þeim leik og sýna þannig hinum liðunum í deildinni að við
emm allavega komnir til að vera.“
Stigahæstir í liði ÍV: Addi 23, David22, Davíð 13, Valdi ll,Ámi 10.
Háðung í bikarnum
ÍBV spilaði gegn Gróttu/KR í SS-bikarkeppni karla síðasta miðvikudag.
Til að gera langa sögu stutta þá fóru leikar svo að IBV tapaði gegn
1 .deildarliðinu Gróttu/KR með 23 mörkum heimamanna gegn 22. Ohætt er að
segja að liðið hafi þar með toppað slakan árangur sinn á útivelli, en síðustu tvö
tímabil hefur ÍBV aðeins sigrað einu sinni í 15 tilraunum. En allt hlýtur þetta að
koma.
Handknattleikur: Bikarinn
Ekkert bikar-
ævintýri í ár
ÍBV mætti liði Hauka í SS-bikar-
keppni kvenna síðasta miðviku-
dagskvöld.
Vonast var til þess að IBV fylgdi
eftir góðu gengi gegn Hafnarfjarðar-
liðinu, en liðin höfðu mæst einu sinni
á þessu tímabili, í Hafnarfirði þar sem
Eyjastelpur vom óheppnar að ná
aðeins jafntefli.
Haukastelpurnar höfðu greinilega
ummið heimalærdóminn fyrir
kvöldið, því að þær tóku öll völd í
seinni hálfleik og sigmðu 22 - 25, eftir
að fyrri hálfleikur hafði endað jafn 10
-10.
Það er því ljóst að ekkert bikar-
ævintýri verður í ár, hvorki hjá körlum
né konutn í handboltanum eða hjá
strákunum í körfunni.
Mörk ÍBV: Amela 8/4, Ingibiörg 3, ,--_T . , ,
b J 6 AMELA var markahæst.
Diddi ólöglegur
Samkvæmt heimildum blaðsins
hefur Kristinn Þór Jóhannesson
leikmaður ÍV verið ólöglegur með
liðinu. Diddi spilaði síðasta leik-
tímabil með Valsmönnum og svo
virðist að leikmaðurinn sé ennþá
samningsbundinn þeim. Diddi
spilaði ekki með ÍV gegn Hetti og
mun hann missa af næstu tveimur
leikjum liðsins.
Nýr leikmaður
kemur með Goran
Samkvæmt heimildunt Frétta berst
knattspymuliði ÍBV enn liðsstyrkur.
Leikmaðurinn sent um ræðir er
fyrirliði liðs Gorans Aleksic, og
landi hans, og hefur spilað á vinstri
vængnum. Ekki náðist í Þorstein
Gunnarsson framkvæmdarstjóra
knattspyrnudeildar til að staðfesta
fréttina.
Tryggvi skrifaði
undir hjá Tromsö
Tryggvi Guðmundsson knatt-
spyrnumaður hefur endumýjað
santning sinn við norska liðið
Tromsö. Tryggvi átti eitl ár eftir af
samningi sfnum við félagið og setti
stefnuna á að komast annað, en
forráðamenn settu mikinn þrýsting
á hann sem varð til þess að Tryggvi
framlengdi samning sinn urn eitt ár.
Eyjamenn fara til
Kýpur
Úrvalsdeildarlið ÍBV íknattspyrnu
tekur þátt í alþjóðlegu móti á Kýpur
f febrúar. Þetta verður í ljórða
skiptið á fimm árum sem Eyjamenn
verða með á þessu móti en þeir
sigruðu þar í fyrstu atrennu árið
1996. Eyjamenn ætlu tvisvar utan í
vetur því þeir fara einnig í
æfmgabúðir í Portúgal.
Framundan
Föstudagur 26. nóvember
Kl. 20.00 ÍBV - Fram, karlar
Laugardagur 27. nóvember
Kl. 13.30 ÍB V-KA, konur
Sunnudagur 28. nóvember
Kl. 14.00 ÍBV-KA 2.11. kvenna
Kl. 15.30 ÍV-ÍR karfan
Mánudagur 29. nóvember
Kl. 19.50 ÍBV-Hauktu- 2.fl. karla
Miðvikudagur 1. deseinber
Kl. 20.00 Stjaman-ÍBV karlar
Mahoni
11 og18 þi
snúninga
HÚS
BYGGINGAVÖRUVERSLUN
ESTMANNAEYINGA