Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Síða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 24. febrúar 2000 ísólfur Gylfi spyr samgönguráðherra um útboð á rekstri Herjólfs: Megum ekki gerast kaþólskari en páfinn -í því að elta ákvæði ES um útboðsreglur frettir Þrjár f vrirspurnir Ragnar Óskarsson bar fram fyrir- spum í þremur liðum á fundi bæjarráðs á þriðjudag. í fyrsta lagi spyr Ragnar hverju sú upphæð nemi sern lögð hefur verið á bæjar- búa í formi holræsagjalds frá því að byrjað var að innheimta það sérstaklega. í öðru lagi er spurt hver kostnaður sé orðinn vegna hönnunar á núverandi íþróttamið- stöð og öðrum mannvirkjum sem verið er að hanna og Vestmanna- eyjabær og stofnanir hans eiga eða taka þátt í kostnaði við. Og í þriðja lagi spyr Ragnar hve háar upphæðir og eða aðra vinnu bæjarsjóður og stofnanir hans hafi lagt fram til verkefnisins Hraun og menn. Óskað er eftir sundurliðun fyrir hverja stofnun. Lögfræöiley únekt A fundi bæjarráðs á þriðjudag lá lyrir bréf frá samgönguráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir lögfræðilegri úttekt yegna útboðs á rekstri Herjólfs. ítrekaðar voru fyrri samþykktir bæjarráðs um að forræði málefna Herjólfs verði áfram í höndum heimamanna. Kirkjuhóll verður rlfinn Bæjarráð hefur samþykkt kaup- samning vegna kaupa bæjarins á Bessastíg 4 (Kirkjuhól). Þegar hefur verið gert ráð fyrir þeim kaupum í fjárhagsáætlun. Áætlað er að rífa húsið og opna Bessastíg til austurs út á Skólaveg til að létta á umferð við Bamaskólann. StyrkurvegnaVorsins Handknattleiksráð karla ÍBV hefur farið frtmt á styrk frá bænum vegna sýningarinnar Vor í Eyjum. Þetta erindi var samþykkt á síðasta fundi bæjarráðs. Kuenfólk í slaysmálum Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir helgina og átti hún sér stað aðfaranótt laugardags. Tildrögin vom þau að tveimur stúlkum sinnaðist eitthvað á einu af öldur- húsurn bæjarins og voru hendur látnar skipta. Ekki urðu þó alvarleg slys at'því tuski. Grýttieggjum Á aðfaranótt laugardags gerði einhver sér til dundurs að kasta eggjum í bifreið sem stóð við Faxastíg. Lentu eggin m.a. inni í bifreiðinni sem öll var útbíuð eltir. bæði að utan sem innan. Slysogóhapp Eitt slys var tilkynnt lögreglu í vikunni. Tólf ára barn fótbrotnaði þegar það var að renna sér á sleða við Þórsheimilið. Barnið var flutt með sjúkratlugi til Reykjavíkur til aðgerðar. Þá varð eitt umferðar- óhapp í vikunni þegar snjó- mðningstæki rann utan í hús. Litlar skemmdir urðu á húsinu og engar á tækinu. Búðahnupl Endrum og sinnum fellur fólk í þá freistni að hnupla varningi úr versl- unum. í ilestum verslunum er tekið á þeim málum með því að kalla lögreglu til. Slíkt gerðist í vikunni en þá voru tveir átta ára drengir staðnir að hnupli í verslun KÁ við Goðahraun. ísólfur Gylli Pálmason spurði í fyrirspurnartínia á Alþingi fyrr í mánuðinum hvað liði útboði á ferjusiglingum milli lands og Eyja. Isólfur Gylfi sagði að í svari ráðherra hefði komið fram að útboðið yrði jafnvel nú í febrúar og að Herjólfur hl'. mætti bjóða sjálfur í siglingamar. Isólfur sagði og að ekki væri hægt að bera saman ferju- siglingar milli lands og Eyja og aðrar ferjusiglingar á landinu, eins og til Grímseyjar og Hríseyjar svo dæmi væru tekin. „Ég spyr mig líka að því, vegna þess að talað er um að bjóða út eldsneyti á ferjur, sem ekki hefur verið Eimskipafclag íslands hefur verið í góðri samvinnu við Athafnaverið í Vestmannaeyjum og gert við það samstarfsamning sem kemur verinu að góðum notum ekki síður en Eimskipafélaginu. Páll Marvin Jónsson, framkvæmda- stjóri Athafnaversins, segir að styrkur Eimskips til Athafnaversins sé mjög til fyrirmyndar. „Það er hins vegar von okkar að fleiri fyrirtæki í Eyjum komi til móts við okkur og nýti sér þá aðstöðu sem við bjóðum upp á. Þetta er þáttur í uppbyggingu Athafnavers- ins og að gera það sýnilegt sem lifandi vettvang menntunar í samfélaginu," sagði Páll Marvin. Eimskip hefur markað sér ákveðna fræðslustefnu, en grundvöllur hennar er að fyrirtæki geti vaxið. þroskast og haldið samkeppnisstöðu sinni í sí- breytilegu umhverfi. Mikilvægur þáttur í því er að starfsmenn þess hafi tækifæri til að auka við þekkingu sína og fæmi. Fræðsludeild sér um skipu- lag fræðslumála, undirbúning nám- skeiða og skráningu á þau og þar starfa fræðslustjóri og tveir fræðslu- fulltrúar. Guðný Káradóttir kynningarstjóri Eimskipafélagsins segir að félagið styrki Athafnaverið og fái aðstöðu í staðinn til námskeiðahalds og fræðslu fyrir starfsmenn félagsins í Eyjum. Guðný segir það koma sér mjög vel að geta haft aðstöðu í Eyjum til þess að efla fræðslu og mennlun starfsmanna sinna. „Eimskip leggur áherslu á að styðja samfélagið þar sem Eimskip er með starfsemi. Það á ekki eingöngu við um starfsmenn Eimskips með því að auka færni þeirra og kunnáttu í störfum sínum, heldur og ekki síður samfélagið sem heild. I því augna- miði höfum við styrkt íþrótta- hreyfmguna og menningarstarf af gert hér á landi hingað til, að ef við ætlum að verða kaþólskari en páfinn í útboðsmálum og að framfylgja regl- um ES, verðum við að gera það á öllum sviðum en ekki bara þar sem okkur dettur í hug hverju sinni,“ sagði ísólfur Gylfi. Hann sagði að það sem skipti líka Vestmannaeyinga miklu máli væru fargjöldin. „Ég minnist þess þegar umræðan var um fargjöldin fyrir einu til tveimur árum að Vestmanna- eyjahöfn og Þorlákshafnarhöfn slógu af viðlegugjöldum Herjólfs og ég spyr hvort slíkt yrði gert í útboði núna. Það kom fram í svari ráðherra að útboðið yrði hugsanlega nú í febrúar og ég var ýmsum toga og er þá skemmst að minnast myndlistarverkefnisins, „Listin með Eimskip til Eyja“ sem Eimskip styrkti síðastliðið haust í Vestmannaeyjum." Um síðustu helgi var haldið tölvu- námskeið í Athafnaverinu fyrir starfs- fólk Eimskipafélagsins í Vestmanna- eyjum, en námskeiðið er liður í samstarfi Athafnaversins og Eim- skipafélagsins. Gyða Richter fræðslufulltrúi hjá Eimskip var að kenna á námskeiðinu og sagði hún þetta í annað sinn sem hún kæmi til Eyja í slíkum tilgangi. „Núna er ég með framhaldsnámskeið þar sem farið er yfir helstu atriði í Word og Excel og er liður í fræðslu starfsmanna félagsins. Starfsemi fyrir- tækja byggist orðið mjög mikið á tölvuvinnslu, en námskeiðið er öllum í raun og veru óánægður með hversu seint þetta var ákveðið. Það kom líka fram í ræðu minni hversu stuttan aðlögunartíma fólk hefði, sem skapaði óvissu og hvort af útboði yrði núna eða framlengt til ársloka 2000, en það var að hluta til ástæða fyrirspumar- innar.“ ísólfur Gylfi sagði að í Ijós hefði komið í viðtölum hans við Grím Gíslason stjómarfonnann Herjólfs hf. að í tíð fyrrverandi samgönguráðherra hefði hann sagt á fundi í Vest- mannaeyjum að siglingar Herjólfs yrðu ekki boðnar út. „Þetta er því stefnubreyting frá ákvörðun síðustu ríkisstjómar, samt skiptir það og miklu starfsmönnum opið hvort sem þeir þurfa að nota tölvur við vinnu sína eða ekki.“ Gyða segir það mjög ánægjulega þróun að geta komið á staði úti um landið þar sem Eimskip hefur starf- semi til þess að efla þjálfun starfs- fólksins og menntun. „Við emm að vinna í sama fyrirtæki og mér finnst gaman að hitta fólkið á þessum stöðum. Vinnuumhverfi þessermjög ólíkt því sem gerist fyrir sunnan, því það er í raun að vinna störf sem skipt er á margar deildir í Reykjavík, en þar er umfangið eðlilega svo miklu meira.“ Gyða segir að um sé að ræða nýtt viðhorf gagnvart starfsfólkinu úti um landið. „Við höfum ásett okkur að þjóna landsbyggðinni eins vel og við getum og reynum eftir bestu getu að máli eins og kom fram í svari sam- gönguráðherra að þjónustan myndi ekki minnka og það er auðvitað grundvallaratriði. En meginniður- staðan er sú að Herjólfur má bjóða í fiutningana.“ Isólfur Gylfi segist samt spyrja sig þeirrar spumingar hvort Herjólfur hf. sé ekki nógu vel rekinn í dag. „í raun og veru eru margar spumingar enn þá um málið. Ég vék líka að þessu í umræðu á miðvikudaginn í þinginu um vegaáætlun. í raun svaraði sam- gönguráðherra jressari spumingu ekki, en hugsanlega gerir hann það síðar.“ koma til móts við þarfir hennar. Auðvitað áttum við okkur á því að það er ekkert einfalt mál fyrir skrifstofu þar sem em fáir starfsmenn að hlaupast íyrirvaralaust til Reykjavíkur á námskeið. Þess vegna er mjög gott að geta haldið námskeið á viðkomandi stöðum. Stundum komumst við hins vegar ekki hjá því að kalla fólk í bæinn hvort heldur utan af landi eða erlendis frá.“ Gyða vildi að lokum lýsa yfir ánægju sinni með samstarf Áthafna- versins og Eimskip. „Aðstaðan er mjög góð og tölvukosturinn líka. Ég hef fengið mjög góða þjónustu héma og Hans hefur verið mjög hjálpsamur og gott að koma hingað. Viðbrögð starfsfólksins hafa líka verið mjög góð og það er ekki síður mikilvægt.“ FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eimskip nýtir þjónustu Athafnaversins AÐSTAÐA til tölvukcnnslu í Athafnaverinu. Gyða Richter leiðbeinir starfsmönnum Eimskips á námskeiðinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.