Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 24.02.2000, Síða 15
Fimmtudagur 24. febrúar 2000 Fréttir 15 Mótocrosskeppni í Eyjum í vor: Siggi Bjarni og Sírnon taka fram hjólaklossana á ný -Vonast til að heimavöllurinn færi þeim sigur ráðuneytisins um slæma fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar hefur eðlilega verið nokkuð hávær síðustu vikumar. Sitt sýnist hverjum og í sjálfu sér ekki einungis eðlilegt heldur einnig hið besta mál að Vestmannaeyingar skuli hafa skoðanir á stjóm bæjarsjóðs. Mál sem þetta hefur þó víðtækari áhrif heldur en yfirborðskennd og oft á tíðum frasakennd umræða ber með sér. Því miður er hætt við að upp gjósi neikvæðnismoldviðri líkt því sem við urðum vör við fyrir fáeinum ámm. Neikvæðnismoldviðrið er því miður eins og önnur moldviðri, þess eðlis að það truflar sjón okkar og gerir okkur erfitt fyrir að átta okkur á umhverfinu. Við sem störfum með ungu fólki höfum orðið vör við hvemig umræð- ur, líkar þeirri sem hér um ræðir, smita hugarfar þeirra af neikvæðni í garð heimabyggðarinnar. Sem dæmi má nefna að haustið 1998, um svipaðan tíma sem neikvæð umræða um framtíð Vestmannaeyja var sem mest, skrifuðu nokkrir nemendur í FIV ritgerð þar sem þau vom beðin um að lýsa lífi sínu eins og það yrði eftir 10 ár. Það er skemmst frá því að segja að yfirgnæfandi meirihluti þessara bráðefnilegu ung- menna ætlaði sér að flýja sökkvandi skip heimabyggðarinnar þar sem allt var á niðurleið og halda á vit ömggari byggða. Núna á vorönn 2000, þegar um- ræða hefur verið ólíkt jákvæðari, skiluðu nemendur í þessum sama áfanga ritgerð um sama efni og munurinn þama á er umtalsverður. Ekki einungis gætir meiri bjartsýni á framtíð heimabyggðarinnar heldur er það draumur flestra þeirra að þau geti átt hér heima um ókomna tíð. Það sem ef til vill kemur mest á óvart er það að þau telja yfirgnæfandi líkur á því að þau komi til með að halda annað í framhaldsnám en snúi svo heim til Vestmannaeyja að því loknu. Vissulega er hér ekki um að ræða vísindalega úttekt á viðhorfum ung- linga í Vestmannaeyjum en í það minnsta tel ég ofangreindar staðreyndir kenni okkur örlitla lexíu. Lexía þessi er fólgin í því að ung- menni okkar em næm á þær upplýsingar sem við fæmm þeim. Þau kynna sér ekki málefni af eigin raun heldur gleypa í sig umræður okkar og lesa á milli línanna. Við þurfum því að gæta þess hvaða mynd við drögum upp af Vestmannaeyjum fyrir þeim. Kynnum við uppeldis- stöðvar þeirra þannig fyrir þeim að þau sjá ekkert nema svartnættið fram- undan eða drögum við hið jákvæða fram. Vissulega hafa þau gott af því að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni og engin ástæða til að fela fyrir þeim áhyggjuefni okkar, en gleymum þá ekki því sem vel er. Hugarheimur ungs fólks er þess eðlis að þau em full lífsorku og bjartsýni. Því miður hættir okkur sem eldri emm til þess að gleyma okkur í „undirballans" á tékkheftinu, tölum um atvinnuleysi og tali um aflabrest. Vissulega er margt til að hafa áhyggjur af, en eitmm ekki hugarheim þeirra, sem koma til með að draga vagn þessa samfélags, með neikvæðni og bölmóði. Því eins og skáldið sagði „Vér grátum hið liðna en grátum sem styst svo grætum ei komandi tíma“. Meira um viðvörun félagsmálaráðuneytis Sjálfúr er undirritaður ekki hápólitískt þenkjandi. Engu að síður reyni ég að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni og þá sérstaklega því sem snýr að Vestmannaeyjabæ. Tölur um skulda- stöðu bæjarsjóðs valda mér því vissulega hugarangri. Sjálfsagterþað rétt hjá talsmönnum meirihlutans að fyrrgreind og margumrædd skulda- staða sé sá kostnaður sem fylgir því að halda úti jafn háu þjónustustigi og hér er með ekki fleiri íbúa. Við, eins og svo mörg önnur landsbyggðarbæjar- félög, erum með jxssu að súpa seyðið af byggðaþróun undanfarinna ára. Hin hliðin á þessu máli er svo að það þarf heldur ekki að draga dulu yfir þá staðreynd að margt í stjóm bæjarsjóðs þarf betur að fara. Minnihlutinn fer alls ekki með fleipur þegar þeir minna félaga sína hjá Sjálfstæðisflokknum á að mikilvægt sé að gæta varúðar og slaka hvergi á aðhaldi. Það er því deginum ljósara að við svo búið má ekki sitja. Ég ætla ekki að fara út í umræðu um hvað gera þarf enda höfum við kosið okkur sjö manna bæjarstjóm sem er betur til þess fallin en ég. Það sem mig hins vegar langar að koma örlítið inn á er sam- skiptamynstur það sem okkar annars ágæta bæjarstjóm virðist vera búin að læsa sig í. Erfitt hjónaband Sá er þetta skrifar stundaði (og stundar enn) sálfræðinám þar sem hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá færi á að læra og starfa við fjölskyldu- og hjónaráðgjöf undir handleiðslu góðra manna. Fræði þessi em bæði skemmtileg og mikilvæg. Þrátt fyrir að vera frekar bókhneigður hef ég þó aldrei lesið um það hversu samskipti tveggja pólitískra afla geta svipað til erfiðs hjónabands. Mín skoðun er sú að okkar annars ágæta bæjarstjóm hafi farið einhvers staðar út af sporinu og öflin tvö hagi sér nú eins og ósamrýmd hjón. Það er nefnilega stundum eins og andúð aflanna tveggja (ekki endilega per- sónuleg óvild) blindi þau á velferð bæjarins (sem þar með er kominn í hlutverk bamanna í þessari fjöl- skyldu). Þannig bregður meirihlutinn sér gjaman í hlutverk hrokafulls eiginmanns sem tekur einstrengings- legar ákvarðanir og skeytir þá lítt um álit, aðfinnslur eða umvandanir hins aðilans í sambandinu. A sama hátt bregður minnihlutinn sér í gervi nöldurgjamrar eiginkonu sem fmnur hinum aðilanum allt til foráttu. Hvor aðili fyrir sig gerir sér grein fyrir því að sambandið kemur aldrei til með að endast og reynir að fá bömin á sitt band, því það er jú deginum ljósara að heiftugt forræðis- mál um atkvæði er óumflýjanlegt. Við bæjarbúar (bömin) horfum svo á forviða og vitum ekki hvað við eigum til bragðs að taka. Sem betur fer er ijós í myrkrinu. Þegar við gengum síðast til kosninga vönduðum við valið og kusum okkur til forystu gott fólk. Ekki þekkir sá er þetta skrifar neina meinbugi á þessu ágæta fólki sem koma ætti í veg fyrir að öflin tvö sameinist um hagsmuni okkar og leggi illdeilur sínar til hliðar á meðan. Það þarf enga langskóla- göngu í sálfræði til að vita að tveir aðilar sem hafa með forræði annarra að gera, -hvort sem er hjón með böm eða bæjarstjóm með bæjarsjóð-, þarf að vinna saman af heilum hug og í bróðemi, eigi ekki illa að fara. Fylgt úr hlaði Að öllu þessu sögðu langar mig enn og aftur að hvetja fólk til að falla ekki í þá gryíju að sjá Vestmannaeyjum allt til foráttu. Fjölmiðlar hafa vissulega verið drjúgir við kolann hvað varðar samanburð á þunnri landsbyggðarsúpu og spikfeitum höf- uðborgarsauðum, en skoðum málin eins og þau líta út fyrir okkur sjálfum því sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra. Gleymum ekki að framtíð okkar er fólgin í unga fólkinu. Án þeirra eiga Vestmannaeyjar ekki eins bjarta framtíð og með þeim. Hlúum að þeim á meðan við getum. Kennum þeim bjartsýni, jákvæðni og fmmkvæði í stað bölmóðs og vonleysis. Elliði Vignisson Höfundur erframhaldsskóla- kennari og verðandi sálfrœðingur (og hefur því leyfi til að hafa skrýtnar skoðanir) Eftir nokkurra ára hlé er ákveðið að halda keppni á mótocrosshjólum í Vestmannaeyjum í vor. Keppnin er fyrsta umferð íslandsmótsins en alls em þær fjórar. Sigurður Bjami Richardsson og Símon Eðvarðsson, báðir gamlir refir í mótocrossinu, hafa haft forgöngu um að koma keppninni á. „Keppnin verður héma 20. maí og er fyrsta umferð af fjómm í Islandsmótinu," segja þeir félagar í spjalli við Fréttir. Mótocross átti talsverðu gengi að fagna í Vestmannaeyjum á ámnm í kringum 1990 og þá vom Sigurður Bjami og Símon framarlega í flokki. Þeir hafa ekki iátið til sín taka í mótocrossinu síðustu ár en þeir mæta til leiks næsta sumar. „Þetta verður sjötta keppnin sem haldin er í Vestmannaeyjum en síðast kepptum við hér sumarið 1992. Þá sigraði Sigurður Bjarni með yfirburðum," segir Símon. Þeir lofa skemmtilegri keppni enda muni allir helstu kappar mótocrossins hér á landi mæta. „Það hefur orðið mikil aukning í íþróttinni frá því við vomm í þessu. Þá var algengt að keppendur væm 15 en í dag má búast við 20 til 30 keppendum og verða fimm til sex úr Eyjum. Svona mót em talsvert umfangsmikil og má búast við allt að 40 manns sem dvelja hér heila helgi í tengslum við mótið,“ segir Sigurður Bjami. Svæði undir mótocrossbraut er til staðar austur á Nýjahrauni en aðstæður em einstakar hér á landi og þykir mótocrossköppum gaman að reyna sig hér. „Brautin þykir erfið og allt öðm vísi en brautir annars staðar. Hún mýkri út af vikrinum og menn detta mikið. Það er því tilvalið fyrir fólk að koma og sjá okkur detta,“ sagði Símon. Þeir em sammála um að menn sem einu sinni byrja í mótocrossi losni aldrei við bakteríuna. Báðir em komnir á nokkuð virðulegan aldur, Símon er 31 árs og Sigurður Bjami 32 ára og þeir em tilbúnir í slaginn á ný. „Við kepptum síðast 1992 þannig að við emm ekki beint í æfingu en við ætlum ekki að gefa neitt eftir. Við emm byrjaðir að hlaupa, lyfta og styrkja okkur og svo taka við æfingar á hjólunum. Það em mikið til sömu mennimir sem em á toppnum í dag og vom í fararbroddi þegar við vomm að keppa. Munurinn er sá að það em komnir meiri peningar í mótocrossið og umboðin leggja toppmönnum til hjól í keppnina,“ segja þeir. Sigurður Bjami og Símon segja að nokkrir ungir peyjar hafi ánetjast mótocrossinu en þeir vilja sjá fleiri. „Við getum lofað þeim því að mótocrossið er skemmtileg íþrótt. Sjálfir höfum við hætt þrisvar sinnum en við emm að byrja aftur í þriðja sinn. Fyrir vikið vitum við kannski ekki hvar við stöndum. Það hafa orðið miklar framfarir í þessari íþrótt en það á e.t.v. eftir að koma okkur til góða að vera á heimavelli." Þeir lofa góðri skemmtun þann 20. maí. Keppendur svífa um loftin blá í allt að 20 til 30 metra stökkum og ef eitthvað er hefur hraðinn aukist á síðustu ámm. Er þetta ekki hættuleg íþrótt? „Mótocrossið er erfitt,“ segja þeir báðir og bæta við. „En við emm vel varðir. Klæddir í sérstaka mótor- hjólaklossa og buxur, nýmabelti, axlagrind og góðan hjálm. Það fær enginn að taka þátt í mótocrosskeppni nema að uppfylla öll skilyrði." Mótocrosskeppnir hafa alltaf verið vel sóttar í Vestmannaeyjum og vonast þeir félagar til að svo verði einnig nú. „Við byrjum að æfa þegar fer að líða að páskum og þá getur fólk komið og fylgst með okkur. Svo koma vonandi sem flestir til að styðja okkur í keppninni sjálfri,“ segja Sigurður Bjami og Símon að lokum. Það er Mótorsportsamband Islands og Vélhjólaklúbburinn sem halda fslandsmótið. SIGGI Bjarni tekur flugið í keppni í Eyjum fyrir nokkrum árum. Símon er á hjóli númer tíu. SIGGI Bjarni og Símon ætla ótrauðir í íslandsmótið þó báðir séu komnir á fertugsaldurinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.