Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Qupperneq 1
Sjósetning Hugins í Chile: Huginn skaltu heita -sagði Kristín Pálsdóttir, sem gaf skipinu nafn Á hádegi á laugardag, að staðar- tíma, var Huginn VE sjósettur í skipasmíðastöðinni Asmar í Chile. Þar var blíðuveður og fánar Islands, Chile, Asmar, Hugins og Vestmannaeyjabæjar blöktu við hún. Um 40 Islendingar voru viðstaddir sjósetninguna og var um helm- ingurinn frá Eyjum. Skipasmíða- stöðin er í eigu hersins og bar sjó- setningin þessi merki, með lúðra- blæstri og flugeldasýningu. Grímur Gíslason flutti ræðu fyrir hönd útgerðarinnar, bæði á íslensku og spænsku, þar sem hann rakti m.a. sögu útgerðarinnar og tengsl nafnsins Hugins við norræna goðafræði, auk þess sem hann færði þakkir þeim sem að verkinu höfðu komið. Kristín Pálsdóttir gaf skipinu nafn og sagði: „Huginn skaltu heita! Megi Guð og gæfan fylgja þér og skipshöfn þinni á sjóferðum ykkar. Eg óska þess og bið að þú verðir afla- og happaskip um alla framtíð." Grímur segir að það hafi verið mögnuð stund þegar suðumaðurinn skar á bitann, sem hélt skipinu á stokkunum, og skipið rann út, þetta haft ekki verið ósvipað fæðingu. Grímur segir að síðan á laugardag hafi verið stanslaus veisluhöld eins og Chilemanna sé siður við sjósetningu, mikið etið og skálað. Árásarmálið: Erum ekki eins sekar og fréttir herma -segja þrjár Eyjastúlkur sem komu við sögu og segja fréttaflutning mjög ýktan af málinu Tími skólaferðalaga er hafinn og hafa nemendur nokkurra skóla af fastalandinu sótt Eyjar heim. Yfir- leitt hafa þau samskipti verið á friðsamlegum nótum en þó skarst í odda á mánudagskvöld við versl- unina Toppinn. Þá kom upp ósætti milli stúlkna úr Eyjum og Reykjavík sem hér voru í skólaferðalagi. Einhver orðaskipti urðu milli þeirra, og ekki á vinsam- legum nótum. Samkvæmt skýrslu lögreglu réðust Eyjastúlkur að einni aðkomustúlkunni með þeim afleið- ingum að fara varð með hana til skoðunar á Heilsugæslustöðinni og var talið að hún hefði fengið vott af heilahristingi. Ýmislegt er óljóst í því sem þama gerðist og óskar lögregla þess að vitni að þessum átökum hafi samband. Fréttir fjölmiðla af þessu atviki hafa verið fremur æsikenndar og heima- mönnum ekki borin góð saga þar. „Auðvitað er ég ekki sátt við atburði af þessum toga,“ segir Bergþóra Þórhallsdóttir, skólastjóri Hamars- skóla. „Aftur á móti hef ég grun um að fréttaflutningurinn af þessu máli hafi ekki verið að öllu leyti réttur, a.m.k. ber honum ekki saman við það sem nemendur hafa sagt mér um málið. Eins og það hefur verið sett fram í fjölmiðlum hefur það verið nokkuð blásið út og heimamönnum verið kennt um að hafa átt upptökin. Aftur á móti hef ég heyrt aðra útgáfu sem ekki ber saman við það. Þó er það kannski ekki aðalmálið hver byrjaði, það veldur sjaldnast einn þegar tveir deila en víst er það leiðin- legt þegar svona kemur upp á," sagði Bergþóra. Ósáttar við fréttaflutning I gær komu til okkar á Fréttum þijár þeirra heimastúlkna sem ásakaðar hafa verið um aðförina og sögðust vilja leiðrétta rangan fréttaflutning af þessu atviki. „I fýrsta lagi vomm við þrjár en ekki fimm og aðkomu- stelpumar vom fleiri en ein. Þetta hófst með því að ein okkar hrækti og það fauk óvart á eina þeirra. Þetta var ekki með vilja gert en hún tafdi svo vera því að hún rauk á eina okkar, þó ekki þá sem hrækti. Hinar tvær Eyja- stúlkurnar komu þá og stöðvuðu hana og það er ósatt að við höfum sparkað í hana eða hent henni í götuna. Hún fór síðan á sjúkrahúsið en það er ekki rétt að hún hafi verið blá og marin og hún fór heldur ekki héðan í sjúkravél eins og sagt var í fréttum, heldur með venjulegu flugi daginn eftir. Aftur á móti var ein okkar að koma frá lækni og hún er bólgin á hálsi eftir þetta og önnur er marin eftir vinkonu þessarar stelpu sem réðst á hana. Við viljum líka að það komi fram að farar- stjóramir með hópnum hafa viður- kennt að ekki hafí verið rétt eftir haft um þetta atvik og fréttaflutningur hafi verið mjög ýktur. Við emm svo sem engir englar en okkur fannst fullangt gengið þegar við vomm gerðar að einhvers konar glæpakvendum í fréttum af þessu máli og viljum bara leiðrétta það,“ sögðu vinkonumar þrjár sem satt best að segja líta ekki út fyrir að vera hættulegar lífí og limum fólks. Stafkirkja rís Framkvæmdir við byggingu stafkirkjunnar ganga að óskum. Nú eru um tvær vikur síðan Norðmennirnir byrjuðu að reisa kirkjuna og er hún að taka á sig form. Kirkjan verður þó ekki í þessum lit því hún dökknar verulega þegar búið er að bera á hana trjákvoðu. Bílaverkstæðið Bragginn s.f. o Réttingar og sprautun Flötum 20 ■ Sími 481 1535 Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferöir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 <$>Herjótfur Sími 481 2800 -Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.