Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 11. maí 2000 Veitingahúsið á vatnstankinum: JARÐVEGSFRAMKVÆMDIR eru hafnar en lengra verður ekki haldið áfram fyrr en búið er að egna þeim saman sem hlut eiga að máli og telja sig eiga hlut að máli. Utsýni er fagurt af tanknum en hvort þar rís veitingahús eða ekki ræðst á næstu dögum. frettir Atirinnuleysií lágmarki Atvinnuástand á Suðurlandi er óvenjugott um þessar mundir, ef marka má tölur frá Svæðisvinnu- miðlun Suðurlands, og einkum hef- ur ástandið batnað meðal kvenna. í lok apríl voru samtals 145 ein- staklingar á atvinnuleysisskrá á Suðurlandi. 35 karlarog I lOkonur en Ijöldi atvinnuleysisdaga í mán- uðinum var 2.599. í mars vom mun fleiri at- vinnulausir eða samtals 168, 44 karlar og 124 konur. Fjöldi at- vinnuleysisdaga var í mars 3.095. í apríl 1999 voru alls 208 einstakl- ingar á atvinnuleysisskrá og atvinnuleysisdagar 3.588. Nýliðinn aprílmánuður mælist með eitthvert minnsta atvinnuleysi sem verið hefur frá því að Svæðis- vinnumiðlun Suðurlands hóf skráningu, aðeins einu sinni áður hefur það verið minna, í september 1999, en þá var 131 einstaklingur á skrá. Skólaslit Tónlístar- skólansámorgun Starfi Tónlistaiskólans er þessa dagana að ljúka. Kennt var sam- kvæmt stundaskrá fram að síðustu helgi en í þessari viku hafa verið stöðupróf og stigspróf. Vortón- leikar hafa verið alla þessa viku og eru þeir síðustu í dag kl. 17.30. A morgun eru skólaslit og lokatón- leikar og em allir velkomnir á þá. Byrjað verður að innrita fyrir næsta skólaár seinnipartinn í maí en stefnt er að áframhaldandi söng- kennslu í svipuðu formi og verið hefur, svo og að því að kennt verði á lleiri hljóðfæri en var í vetur. Ólafur lár. fram- kvæmdastióril7.júní Menningarmálanefnd fundaði 2. maí sl. um hátíðahöld á 17. júnf en óðum styttist í þann merkisdag. Ásamt nefndinni sátu fundinn full- trúar sem koma munu að frarn- kvæmd hátíðahaldanna, þau Sjöfn Sigurbjömsdóttir og Sigríður Bragadóttir frá Kvenfélaginu Líkn, Tryggvi Sæmundsson hljóðmaður, Stefán Sigurjónsson frá Lúðra- sveitinni, Unnur Sigmarsdóttir frá Fimleikafélaginu Rán og Sigþóra Guðmundsdóttir tómstundafulltrúi. Á fundínum kom fram að Ólafur Lárusson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri f.h. nefndaiinnai' um framkvæmd hátíðahaldanna. Úrbæturuæntan- legaríbílastæðum fyrir fatlaða Fyrir fundi skipulags- og bygg- inganefndar í síðustu viku lá bréf trá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Vestmannaeyjum. Þar er farið fram á að merkt verði bflastæði fyrir fatlaða við stofnanir bæjarins, þjónustufyrirtæki og aðrai' stofn- anir. I framhaldi af þessu mun skipulags- og byggingafulltrúi óska eftir því við bæjaryfirvöld að bætt verði úr merkingum bflastæða fyrir fatlaða hið fyrsta og sömuleiðis verður sent bréf til annarra þjón- ustufyrirtækja í bænum varðandi úrbætur á þessum hlut í aðgengi fatlaðra. Þann 23. mars sl. samþykkti skipulags- og bygginganefnd tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna svæðisins við vatnstankinn í Löngulág. Breyt- ingin fólst í því að skilgreina svæðið sem svæði opinberra stofnana- /félagsheimili/verslunar- og þjón- ustusvæði. Sama dag var tekið á móti undirskriftalistum frá íbúum í næsta nágrenni, austan tanksins, sem mótmæltu breytingunum. Þessi tillaga er til komin vegna um- sóknar þeirra Sigmars Georgssonar og Gríms Þ. Gíslasonar um að byggja veitinga- og ráðstefnuhús ofan á vatnstankinum. Tillagan var auglýst og lauk fresti til að gera athugasemdir þann 27. apríl sl. Alls bárust 14 athugasemdir frá húseigendum við Smáragötu, Fjólugötu, Sóleyjargötu og Brekastíg. Þá barst undirskriftalisti frá tíu húseigendum við Strembugötu, Höfðaveg og Heiðarveg, auk áður- nefnds lista frá íbúum austan tanksins. Á fundi skipulags- og bygg- inganefndar 4. maí lá fyrir umsókn þeirra Sigmars og Gríms um byggingu ofan á tankinum samkvæmt teikn- ingum frá ARKÍS hf. Nefndin frestaði erindinu þar til gengið hefur verið frá breytingu á aðalskipulagi. Skila skal inn fullnægjandi teikning- um, þ.e. grunnmynd, útlit, snið og afstöðumynd. Þá óskar nefndin eftir umsögnum Brunamálastofnunar ríkis- ins, Vinnueftirlits ríkisins, Hollustu- vemdar ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands sem og samþykki stjómar Bæjarveitna Vestmannaeyja. Þá óskar nefndin eftir frekari útfærslu á skipulagi svæðisins, á hvaða hátt umhverfið verði best úr garði gert varðandi bflastæði, göngustíga, hávaðatakmarkanir o.fl. Farið er fram á að útveggir hússins verði það vel hljóðeinangraðir að hljóðstig frá húsinu verði í algeru lágmarki. Einnig óskar nefndin eftir að útlit hússins verði yfirfarið betur þannig að það samsvari sér vel í umhverfi sínu, hvað varðar hæð þess, klæðningar, litaáferð, gluggaumgjörð o.fl. Á mánudag var haldinn aukafundur í bæjarstjóm þar sem á dagskrá var fundargerð skipulagsnefndar ásamt tillögu að svarbréfi til þeirra aðila er gert höfðu athugasemdir. Þar fluttu fulltrúar minnihlutans tillögu þess efnis að haldinn verði sameiginlegur fundur með skipulagsnefnd, bæjar- stjóm, íyrirhuguðum byggingaraðilum og þeim sem sent hafa mótmæli vegna framkvæmdanna. Á þeim fundi verði reynt að sætta mismunandi sjónarmið. Lögð er áhersla á að farið verði í öllu eftir gildandi reglum og leyfi til framkvæmda verði ekki heimilað fyrr en þær reglur hafi verið uppfylltar. Þessi tillaga var samþykkt með sjö atkvæðum en fulltrúar meirihlutans lém bóka að framkvæmdaaðilar gætu hafist handa við jarðvegskönnun svo að hægt yrði að ljúka teikningu á lagnabmnni sem staðsettur verður sunnan tanksins. Þá var tekið fyrir bréf frá Sigmari Georgssyni f.h. húsfélags, þar sem óskað er eftir að byggingarfram- kvæmdir geti hafist um leið og fundargerð skipulagsnefndar hafi verið samþykkt og staðfest af bæjarstjóm. Bæjarstjóri bar fram til- lögu um að samþykkt yrði að fresta afgreiðslu á málinu en fram- kvæmdaaðila yrði heimilað að fara í fyrrgreinda jarðvegskönnun. Var sú tillaga samþykkt með sjö atkvæðum. Því liggur fyrir að kanna má jarðveg sunnan tanksins og var byrjað á því í gærdag. Aðrar framkvæmdir em ekki leyfðar fyrr en haldinn hefur verið fundur með öllum aðilum málsins til að sætta mismunandi sjónarmið. Dagsetning þess fundar hefur ekki verið ákveðin en ljóst að þar mun verða nokkuð íjölmennt. Engar framkvæmdir verða því við fyrir- hugaða byggingu fyrr en að þeim fundi loknum. Fréttir leituðu eftir áliti þeirra Sigmars og Gríms vegna þessarar afgreiðslu bæjarstjómar en þeir vildu hvomgur láta hafa neitt eftir sér um hana. frettir Heldurmeiraað gera í síðustu viku vom 165 færslur í dagbók lögreglu sem er ívið meira en í vikunni þar á undan. Sex vom kærðir vegna umferðarlagabrota. Voru þær kærur fyrir að leggja ólöglega, hraðakstur, vanrækslu á skoðun, of marga farþega í bfl og að öryggisbelti voru ekki notuð. Þá vorti þrjú umferðaróhöpp tilkynní lögreglu í vikunni. Ekki urðu slys á fólki í þeim en talsverðar skemmdir á ökutækjum. Skemmdirábílog rúðubrot Þrjú eignaspjöll vom tilkynnt lög- reglu í vikunni. Á fimmtudag var tilkynnt að bifreið hefði verið rispuð þar sem hún stóð á bílastæði við Foldahraun 42. Á föstudag v;tr tilkynnt að rúða hefði verið brotin í Slökkvistöðinni og á sunnudag var tilkynnt að sex rúður hefðu verið brotnar í Bamaskólanum. Lögregla hefur ekki upplýsingar um hverjir vom að verki í þessum eigna- spjöllum og óskar eftir upplýs- ingum um málin. Tuíuegis ráðist á bannsama Aðfaranótt sunnudags réðust tveir einstaklingar á mann nokkurn. Ekki létu þeir nægja að veita honum eina aðför heldur endurtóku sama leik síðar um nóttina. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg en engu að síður kærði hann athæfið. Nagladekklnburt Tíma nagladekkja er fyrir nokkru lokið og á að vera búið að taka þau undan bílum. Enn em þó einhvetjir sem aka um á nöglum en það gæti orðið dýrt spaug því að frá og með nk. mánudegi mun lögregla byrja að sekta fyrir það. Sektampphæðin nemur 4.000 krónum. HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.