Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Síða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 11. maí 2000 Fréttir kynna Keikófólkið: Jennifer Schorr haffræðingur segir frá starfi síni -Það má segja að veðrið í Vestmannaeyjum sé líkt því sem ég vandist heima nema hvað hér er heldur kaldara. Það kemur td. í mesta lagi snjór tvisvar til þrisvar sinnum á vetri í Seattle og svo er miklu meiri vindur hér en heima, segir Jennifer þegar hún ber saman aðstæður hér og á heimaslóðum sínum. Vestmannaeyjar okkar annað heimili Jennifer Schorr kemur frá eyju, skammt frá Seattle og er því á margan hátt ekki óvön aðstæðum eins og hún kynntist þegar hún kom til Vestmanna- eyja. Jennifer er með meistaragráðu í haffræði og hún hefur yfirumsjón með rannsóknum Ocean Futures í Vest- mannaeyjum, bæði á hátterni Keikós og eins hafa þau rannsakað hátterni annarra sjávar- spendýra á miðum í kringum Eyjar. Alin upp á eyju Seattle er á vesturströnd Bandaríkj- anna og er þekkt fyrir miklar rigningar enda segir Jennifer að veðurfar hér sé ekki ólíkt því sem hún ólst upp við á Bainbridge eyju utan við Seattle. „Já, það má segja að veðrið í Vestmanna- eyjum sé líkt því sem ég vandist heima nema hvað hér er heldur kaldara. Það kemur t.d. í mesta lagi snjór tvisvar til þrisvar sinnum á vetri í Seattle og svo er miklu meiri vindur hér en heima,“ segir Jennifer þegar hún ber saman aðstæður hér og á heimaslóðum sínum. Á Bainbrigde eyju búa um 15.000 manns og segir Jennifer að flatarmálið sé sennilega um þrisvar sinnum meira en flatarmál Heimaeyjar. „Nokkur hluti íbúanna vinnur á eyjunni en flestir vinna inni í Seattle og sigla með feiju í land sem tekur um hálftíma. Flestum eyjarskeggjum fínnst það notalegt að taka sér far með ferjunni og geta slappað af við blaðalestur og kaffisopa í staðinn fyrir að þurfa að keyra í bfl úr og í vinnu þegar umferðin er mest.“ Heillaðist af hafinu Hún lauk skyldunámi á æsku- stöðvunum en þaðan lá leiðin til Colorado þar sem hún var í almennum háskóla í fjögur ár þar sem hún útskrifaðist með BA gráðu. Þaðan lá leiðin í Washington-háskólann í Seattle þaðan sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í haffræði. „Þessi grein nær til allra þátta sem geta haft einhver áhrif á hafið. Lokaritgerð mín fjallaði um hvort ekki geti farið saman vísindalegir hagsmunir og hagsmunir þeirra sem stunda frumbyggjaveiðar. Veiðar fiumbyggja á sjávarspendýrum eru leyfðar á nokkrum stöðum í heiminum, m.a. í Alaska og það var einmitt þar sem ég gerði rannsóknir mínar. Um leið kannaði ég möguleika á því hvemig mætú ná stjóm á veiðum sjávarspendýra út frá reynslu af veiðum frumbyggjanna.“ Þegar Jennifer er spurð að því hvers vegna hún gerði hafið að sínum starfsvettvangi kemur í ljós að það eitt að alast upp á eyju hafði sín áhrif. „Ég hef alltaf elskað hafið sem ég kynndst strax í æsku. Reynslan af því að sigla í kringum Bainbridgeeyju hafði líka sín áhrif. En fleira kemur til. Á skólaárunum var ég t.d. fjóra mánuði í Ástralíu þar sem ég var meðal annars á GreatBarrierrifmusemjókáhuga minn á sjávarlíffræði.“ Þegar Jennifer er spurð að hvemig hún hafi komist í kynni við Keikó- samtökin segir hún að upphafið megi rekja til þess þegar hún vann fyrir Jeff Foster sem er forstöðumaður verk- efnisins í Vestmannaeyjum. „Ég vann fyrir Jeff í Tacona um svipað leyti og ég var að ljúka námi við Washington- háskólann. Jeff réð mig til Keikósam takanna í september 1997 og bjó ég í Oregon þar sem Keikó var í sædýrasafninu áður en hann kom til íslands. Ég bjó því í eitt ár í Oregon áður en ég kom til Vestmannaeyja.“ Tók þátt í að finna stað fyrir Keikó Þegar Jennifer réðist til samtakanna var verið að leita að stað sem yrði síðasti áfangi Keikós á leiðinni til fulls frelsis. „Það vom þijú lönd inni í myndinni, írland, ísland og Skotland en Island var efst á blaði því hér var Keikó veiddur á sínum tíma. Við komum til íslands til að kanna aðstæður og leist strax vel á okkur í Vestmannaeyjum en sjálf kom ég hvergi nærri þegar ákvörðun var tekin um að flytja Keikó í Klettsvík í Vestmannaeyjum. En auðvitað hafa rannsóknir okkar á staðháttum haft sitt að segja um ákvörðunina. Það tók tíma að fá leyfi íslenskra stjómvalda til að fá að flytja Keikó til landsins en þegar það lá fyrir var stefnan tekin á Island því okkur fannst ekkert annað land koma til greina.“ Það lá alltaf iyrir að Jennifer kæmi með Keikó til Islands en hvað lengi hún yrði hér var aftur á móti ekki ljóst. „Fyrir mig hefur Keikóverkefnið verið skóli út af fyrir sig því maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi. Við höfum líka rannsakað sjávarspendýr í kringum Vestmannaeyjar en rann- sóknum á þeim hefur ekki verið mikið sinnt á íslandi." Vissi ýmislegt um ísland Hvað vissir þú Island áður en þú komst hingað í fyrsta skipti? „Það var ýmislegt,“ svarar Jennifer að bragði. „Auðvitað hafði maður heyrt um eldíjöllin og af myndum vissi ég hvemig landið leit út. Ég vissi aftur á móti ekkert um Vestmannaeyjar umfram aðra staði á íslandi. Ég hafði t.d. ekki hugmynd um hvað hér er fallegt og það er ekki eins kalt á Islandi og ég hélt. Stormar geta aftur á móti orðið meiri en við reiknuðum með. Það er erfitt að ímynda sér í góðu veðri eins og í dag að hér geti rokið farið upp í 100 hnúta á klukkustund," segir Jennifer um leið og hún lítur út um gluggann. „Það gengur mikið á í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.