Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Page 20

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Page 20
Frcttir Fimmtudagur 27. janúar 2000 Eyjamenn taka þátt ísstöð í Grundarfirði SKÁLAÐ í kampavíni fyrir undirskrift kaupsamnings. Magnús fjórði f.v., Páll sjötti frá hægriog Guðmundur Jóhannsson Á föstudaginn var skrifað undir samning um byggingu ísstöðvar á Grundarfirði. Undirskriftin fór fram í húsnæði Teiknistofu Páls Zóphaníassonar sem vann útboðs- gögn og mun hann hafa eftirlit með byggingunni. Eyjaís ehf. er einn af stofnendum ísstöðvarinnar sem tekin verður í notkun 1. september. Magnús Kristinsson, stjómarfor- maður Eyjaíss, er varformaður Snæíss hf. sem byggir nýju stöðina. „Snæ- fellingamir leituðu til okkar síðasta haust og fóm þess á leit við okkur í Eyjaís að við gerðumst stofnaðilar að félagi sem reisti ísstöð í Gmndarfirði," segir Magnús um aðkomu Eyjamanna að nýju ísstöðinni. „Við mættum galvaskir á stofnfundinn og það var þeirra að ákveða hvað stór okkur hlutur yrði í félaginu. Niðurstaðan var sú að við leggjum til 7 milljónir en heildar hlutaféð er 40 milljónir krónur." Næsta skref var að leita tilboða í smíðina og var Finnsam a/s í Noregi með lægsta tilboðið og var því tekið. „Það vill svo skemmtilega til að það var einmitt Finnsam sem smíðaði ísstöðina okkar fyrir 15 ámm og því fannst okkur vel við hæfi að undirrita kaupsamninginn í Vestmannaeyjum. Norðmennimir vom hinir kátustu með að fá þetta tækifæri til að koma til Vestmannaeyja. ísstöðin í Gmndar- firði verður helmingi minni en ísstöðin okkar en útlit byggingarinnar verður nánast alveg eins,“ sagði Magnús að lokum. FYRIR skömmu var slegið upp balli fyrir yngstu kynslóðina á Höfðanum. Þar tróðu m.a. upp Selma Júró Björnsdóttir og Andrea Gylfadóttir sem er sú eina sem gæti unnið Júró. Boðið upp á atriði úr Ávaxtakörfunni þar sem þær stöllur léku á sínum tíma. Júróvisjón var ekki langt undan og einnig heyrðust lög úr Grease og Rocky Horror. Unga fólkið var ánægt með framtakið og fyllti Höfðann. Verkfall sjómanna á flutningaskipum: Hafði lítil áhrif í Eyjum Sex daga verkfall undirmanna á fragtskipum sem lauk um síðustu helgi hafði lítil áhrif í Vest- mannaeyjum. Páll R. Pálsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, fyrst hafi reynt á verkfallið á fimmtudag og föstudag sem eru hefðbundnir gámadagar í Eyjum. „Það var ekki mikill afli í síðustu viku þannig að við vorum ekki að fá svo mikið meira inn á gólf hjá okkur en venjulega. Reyndar fengum við tegundir inn sem við erum ekki að selja að öllu jöfnu,“ sagði Páll. Verkfallið hafði engin áhrif á siglingar Heijólfs. JÓNA Sveinsdóttir, verðandi búfræðingur. Vestmannaeyingurinn Jóna Sveinsdóttir: F Utskrifast sem búfræðingur frá Hvanneyri -Fer í dýralæknisnám í haust - Hluti af lokaverkefninu var að skrifa um nýlegar tilraunir til naut- griparæktar í Vestmannaeyjum Fremur sjaldgæft er að Vest- mannaeyingar hasli sér völl á sviði landbúnaðar, a.m.k. í seinni tíð og þeir ekki margir frá Eyjum sem farið hafa til framhaldsnáms á því sviði. En á morgun, föstudaginn 12. maí, útskrifast frá Bændaskólanum á Hvanneyri, sem búfræðingur, Vest- mannaeyingurinn Jóna Sveinsdóttir. Jóna er 24 ára, dóttir Sveins Sig- urðssonar, bfistjóra og Ástu Olafs- dóttur, og hefur lengi vel starfað í Sparisjóðnum. Hún er að ljúka árs námi í búfræði og stefnan er sett á nám í dýralækningum næsta haust. „Eg kem heim strax eftir útskriftina og verð að vinna í Sparisjóðnum í sumar en svo fer ég út í áfram- haldandi nám í haust,“ segir Jóna. Hún er ekki endanlega búin að ákveða hvar hún hyggst fara í dýra- læknisnám en það verður einhvers staðar á Norðurlöndunum. Jóna segir að sig hafi í mörg ár langað til að verða dýralæknir. Möguleikar til undirbúnings fyrir slíkt nám séu tak- markaðir í Vestmannaeyjum og því hafi hún ákveðið að fara til náms á Hvanneyri og það hafi nýst henni vel. Við spurðum Jónu hvort hún stefndi kannski að því að starfa sem dýralæknir í Vestmannaeyjum að námi loknu. , J>að gæti alveg eins orðið, ég hefði ekkert á móti því. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Eitt þeirra verkefna, sem Jóna þurfti að skila í vetur, var að skrifa grein í Bændablaðið. Hún ákvað að skrifa um tilraunir tveggja „Fréttamanna" til að koma á ný upp nautgriparækt í Vestmannaeyjum. Sú grein mun birtast í Bændablaðinu sem út kemur í næstu viku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.