Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Qupperneq 21

Fréttir - Eyjafréttir - 11.05.2000, Qupperneq 21
Fimmtudagur 11. maí 2000 Fréttir 21 Skóladagur - Barnaskólans Laugardaginn 13. maí kl. 12.00 -16.30 verður haldinn skóla- dagur Barnaskólans. Við byrjum daginn klukkan 12.00 þá verður nemenda- sýning á dansi í íþróttahúsinu. Nemendur í 1. - 3. bekk sýna nokkra skemmtilega barnadansa, síðan verður haldið í Barnaskólann kl. 13.00. Að venju verður þar margt um að vera. í kennslustofum varða sýnd ýmis verkefni nemenda frá þessum vetri, í saln- um verða nokkur skemmtiatriði og úti verða þrautir. 9. bekkur stendur fyrir sínu árvissa „tívolíi”. Þá eru ótaldar veitingar, en 6. bekkur selur kaffi og meðlæti, 5. bekkur grillar pylsur og selur ásamt svaladrykk. Við hvetjum alla til að taka þátt í þessum skemmtilega degi með okkur. Nemendur, foreldrar og starfsfólk Barnaskólans Gerum hreint fyrir okkar dyrum! Umhverfisnefnd stendur nú fyrir sérstöku átaki í því skyni að fjarlægja ónýta og númerslausa bíla í bænum. Ákveðið hefur verið að ef eigendur þeirra fjarlægja bílana og afhenda í Sorpu fyrir 20. maí næstkomandi falli förgunargjald niður. Tilskilið er að viðkomandi framvísi afskráningarvottorði í Sorpu. Ofangreindir bíleigendur sem fjarlægja ekki bíla sína fyrir 20. maí mega búast vð hörðum og kostnaðarsömum aðgerðum. Umhverfisnefnd Vestmannaeyja Vestmannaeyingar! Þökkum öllum góða þátttöku á hreinsunardegi 6. maí. Eftirtalin félög tóku þátt í hreinsuninni að þessu sinni: Akóges, Björgunarfélagið, Fimleikafélagið Rán, Hvítasunnukirkjan, íþrótta- og hestamannafélagið Gáski, KFUM og KFUK, Kiwanis/Sinawik, Lions, Oddfellow, Rotary, Safnaðarfélag Landakirkju, Sjálfstæðisfélagið, Skátafélagið Faxi, Skotfélagið, Skógræktarfélagið, Sundfélag ÍBV, Ungmennafélagið Óðinn Umhverfisnefnd Vestmannaeyja Skólagarðar Laugardaginn 13. maí verða settar niður kartöflur í skólagörðunum í Löngulág. Foreldrar mæti með börnum sínum klukkan tíu og greiði þátttökugjald. Regluleg starfsemi hefst síðan 5. júní og verður í allt sumar. Frá grunnskólanum í Vestm. Innritun 6 ára barna (börn fædd 1994) ferfram fimmtudaginn 18 maí kl. 11 -12 og 13-15 í grunnskólum bæjarins. Börn sem eru búsett á Hólagötu, Strembugötu og vestan þeirra innritast í Hamarsskóla. Börn sem búa austan við þessar götur koma í Barnaskólann til innritunar. Vorskóli Böm sem eiga að hefja nám í grunnskólanum í haust eiga að mæta í vorskóla dagana 23. og 24. maí kl. 13-15. Þarfer fram undirbúningur fyrir skólagöngu þeirra næsta vetur. Skólastjórar Foreldrar og forráðamenn 6 ára barna Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum barna sem hefja munu skólagöngu í haust verða í: Hamarsskóla þriðjudaginn 23. maí kl. 19.30 Barnaskólanum þriðjudaginn 23. maí. kl. 20.30 Þróun byggðar og atvinnu- lífs í Vestmannaeyjum í 100 ár í máli og myndum A næstu vikum er fyrirhuguð sýning á ljósmyndum frá Eyjum eftir ýmsa höfunda. Það er ætt- fræðifyrirtækið Geneologia Is- landorum, eða Gen.is, eins og það er iðulega nefnt í daglegu taii fólks, sem stendur fyrir sýningunni. Mats Wibe Lund er einn eigenda fyrirtækisins og í hópi þeirra ljós- myndara sem myndir mun eiga á sýningunni. Hann var í Eyjum á dögunum að athuga aðstæður og sagði að sonur hans og hann hafí komið inn í fyrirtækið um síðustu áramót með íslenskt myndasafn þeirra og þá verið ákveðið að nota tækifærið til að halda sýningar vítt og breitt um landið á myndum sem fyrirtækið eignaðist þá af ýmsum stöðum á íslandi frá því snemma á 20. öldinni til nútíma. Mats sagði að fyrsta sýningin verði haldin í Eyjum. „Það er ekki full ákveðið enn þá hvar og hvenær sýn- ingin mun opna, en það skýrist fljótlega. Sýningin er haldin til að fylgja úr hlaði ljósmyndamöppu sem Sigurgeir Jónsson kennari og blaða- maður í Eyjum hefúr samið texta með, en í möppunni eru tuttugu myndir. Þetta er mjög vönduð mappa og hugsuð sem gjafamappa, en til jiess að Þessi götumynd frá Vestmannaeyjum er ein þeirra sem verða í fylgja þessu úr hlaði og vekja athygli útgáfunni. Myndina tók þýskur ljósmyndari árið 1912. á verkinu höfum við ákveðið að koma með nokkrar myndir frá Eyjum og lítið nálægt vali myndanna. Ástæða halda sýningu á þeim, en myndimar þess að ég er hér í dag er að athuga munu allar verða til sölu.“ með hvaða sýningarstaðir em best til Mats sagði að myndimar frá Eyjum þess fallnir að halda sýninguna á, en væm eftir ýmsa þekkta ljósmyndara. það er margt sem þarf að smella „Til dæmis eftir Þorstein Jósefsson, saman þegar svona sýningar eru sem var mikill bókasafnari og ljós- skipulagðar og settar upp,“ sagði myndari. Þar em einnig að sjálfsögðu Mats. myndir eftir Sigurgeir Jónasson, Hann segir að á þessu ári sé verið Friðþjóf Helgason og aðra sem vom að skipuleggja sýningar á Aust- mjög iðnir við myndatökur um miðbik ijörðum og fleiri stöðum. „Væntan- síðastliðinnar aldar. En aðalmark- lega í Fjarðarbyggð, á Seyðisfirði og miðið með sýningunni og þeim sem á hugsanlega Egilsstöðum. Einnig er nú eftir koma á þessu ári og næsta, er að verið að vinna að sýningu um nota aldamótin sem tilefni til þess að Akureyri, Dalvík, Siglufjörð og búa til skemmtilegan gjafagrip. Þann- Sauðárkrók, ísafjörð og Snæfellasbæ. ig að sýningin er eins konar hundrað Það er töluverður kostnaður sem fylgir ára endurlit aftur í tímann." því að gefa út slíkar möppur, þannig Mats benti hins vegar á að þegar að á stöðum þar sem mannfjöldi er ekki væm nema tuttugu myndir í lítill er þetta erfiðara, eins og gefur að hverri möppu hefði verið mjög vanda- skilja. Það er kannski vandalítið að samt að velja í hana. „En Sigurgeir finna tuttugu myndir, en vandinn er hefur unnið að þessu á undanfömum fólginn í því að velja góðar myndir." vikum, bæði við textann og myndaval, Mats sagði að Gen.is hefði áform ásamt starfsmönnum fyrirtækisins og um að koma upp öflugu myndasafni á eftir því sem ég best fæ séð verður Netinu. „Um þetta hefur staðið nokk- þetta hinn eigulegasti gripur, bæði ur styrr, en það er seinni tíma mál. möppumar og stóm myndirnar, hins Núna emm við að tala um að leggja vegar munu myndimar verða til sýnis áherslu á þessar sýningar. Þorsteinn fullfrágengnar, innrammaðar á Jónsson ættfræðingur, sem er hvata- veggjum svo fólk geti gert sér grein maður að stofnun þessa fyrirtækis, fyrir því hvemig þær líta út hefur unnið sem ættfræðingur í 30 ár innrammaðar. Rammastærðin er 37 x eftir því sem ég best veit og gefið út 43 cm, stóm myndimar em hins vegar ættfræðibækur og sú útgáfa mun að sumar á annan fermetra að stærð.“ sjálfsögðu halda áfram.“ Emm við að tala um mannamyndir Eins og mönnum er kunnug hefur eða bæjarmyndir? Mats Wibe Lund starfað sem ,Tólk sést að sjálfsögðu á myndun- ljósmyndari á íslandi frá 1966. um en þetta em myndir sem eiga að „Fyrsta árið sem ég bjó á íslandi kom sýnaþróuninaíEyjumgegnumtíðina. ég til Eyja og það hefur verið mjög Jlins vegar get ég ekki alveg sagt frá gaman að fylgjast með þróun byggðar, því, vegna þess að ég kom afskaplega ekki bara hér heldur og víðar á MATS Wibe Lund er einn þeirra ljósmyndara sem Ieggur verkefninu til myndir. landinu. f Eyjum á ég marga góða vini, svo ég nefni einn, Sigurgeir Jónasson ljósmyndara. Við höfum þekkst frá íýrstu tíð og það hefur verið mjög gaman að starfa með honum gegnum árin, enda er maðurinn mikill og góður ljósmyndari, með fag- mennskuna í fyrirrúmi og hressleikinn uppmálaður," sagði Mats og var rokinn í að skipuleggja ljósmynda- sýninguna, sem Eyjamenn ættu nú að láta sig hlakka til að sjá. B.G. S Ibúar athugið Þann 15 maí nk. á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar verður ókeypis aðgangur fyrir fjölskylduna að Náttúrugripasafni, Safnahúsi og Sundhöll Vestmannaeyja. Mamma, pabbi, afi, amma, takið bömin með á söfnin eða í sund.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.