Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Page 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 12. júlí 2001
Bæjarveitur gefa Vestmannaeyjabæ vatnslistaverkið Samspil vatns og steins
A 35 ára afmæli Vatnsveitunnar
-en þann 20. júlí verða 33 frá komu vatnsins til Eyja:
Vatnslistaverkið á Stakagerðistúni
var afhent formlega sl. laugardag.
Bæjarveitur Vestmannaeyja létu
gera verkið og umgjörð þess í tilefni
að því að þrjátíu og fímm ár eru frá
stofnun Vatnsveitu Vestmannaeyja.
Friðrik Friðriksson veitustjóri hélt
ræðu og rakti sögu vatnsins og
afhenti það. Sigrún Sigurgeirs-
dóttir forseti bæjarstjórnar tók við
verkinu fyrir liönd bæjarstjórnar
og flutti þakkir.
Listaverkið er eftir Pál Guð-
mundsson frá Húsafelli og kvaðst
hann ánægður með uppsetningu og
umgjörð listaveksins. Þess má geta að
athöfnin fór fram í úrhellisrigningu og
þótti mönnum það vel við hæfi þar
sem vatnslistaverk á í hlut.
„Vatn er uppspretta lífsins," sagði
Friðrik Friðriksson veitustjóri þegar
hann afhenti listaverkið Samspil vatns
og steins sem Bæjarveitur gáfu Vest-
mannaeyjabæ og hefur því verið
komið fyrir á Stakagerðistúni.
Og hann hélt áfram: „Vatnið lætur
lítið yfir sér. Það er litlaust, bragðlaust
og lyktarlaust. Engu að síður gegnir
það hinu mikilvægasta hlutverki í
heimsbúskapnum, það villir á sér
heimildir með hógværðinni."
Hann sagði að skortur á drykkjar-
vatni hefði verið vandamál í Vest-
mannaeyjum frá upphafi byggðar.
„Kostir Eyjanna þóttu augljósir, stutt
var á gjöful liskimið, fuglaveiði,
eggjataka og góð beitilönd fyrir
sauðfé. En skortur á góðu drykkjar-
vatni var helsti ókosturinn. Vatns-
öliun var erfið og aðalvatnsból
Eyjanna, Vilpan, sem var staðsett
austarlega á eyjunni og nú er komið
undir hraun, þótti lélegt og átti lil að
þoma í langvarandi þurrkum.“
Friðrik rakti síðan sögu vatns í
Vestmannaeyjum og sagði að í byrjun
síðustu aldar hali verið farið að skoða
af alvöru vatnsleit í Eyjum. „Fyrst
með söfnun yfirborðsvatns í stærri
vatnsþrær og tanka en síðar með
borunum. Stóðu þessar tilraunir
samfellt allt fram til 1964 er bomð var
dýpsta hola sem boruð hafði verið á
Islandi utan jarðhitakerfa, niður á
I565m. Reyndist hún ávallt gefa
saltvatn og töldu menn þá fullreynt. A
þessum árum jókst þrýstingur fisk-
vinnslunar fyrir nægu og góðu vatni
ásamt að kröfur almennings jukust.
Kannaðir voru ýmsir möguleikar eins
og flutningur vatns til Eyja með
skipum, eiming úr sjó, en enginn
þessara kosta þótti heppilegur. Arið
1965 var ákveðið að kanna möguleika
þess að leiða vatn til Eyja frá
fastalandinu. Eftir umtalsverðar rann-
sóknir var ákveðið að virkja
uppsprettur í landi Syðstu-Merkur
undir Eyjafjöllum og leggja neðan-
sjávarleiðslur til Eyja. Verkefni þetta
var gríðarlegt fyrir ekki stærra sam-
félag en Vestmannaeyjar og má líkja
þessu við að Reykvíkingar hafi einir
ráðist í byggingu Búrfellsvirkjunar og
vatnsmannvirkja henni tengdra," sagði
Friðrik.
Tært lindarvatn í stað
gruggugs og hálfsalts vatns
Það var svo þann 20. júlí 1968 að
lindarvatn tók að streyma til Eyja.
„Getum við rétt ímyndað okkar hversu
mikil eftirvænting var í bænum
þennan dag eftir að bæjarbúar höfðu
þurft að búa við gruggugt, hálfsalt
regnvatn sem safnað hafði verið af
húsþökum og komið fyrir í brunnum
við hús þeirra. Nú þrjátíu og þrem
árum eftir komu vatnsins og 35 árum
SAMSPILvatns og steins heitir listaverkið sem Bæjarveitur gáfur Vestmannaeyjabæ. Friðrik veitustjóri
sagði við það tækifæri að hann vonaðist til framkvæmdirnar á Stakkagerðistúni séu aðeins byrjun á
endurbyggingu miðbæjarkjarna og haldið verði áfram hér niður Bárugötuna.
lunda, sem horfir hér upp í klettana
fyrir norðan okkur. I steininn er
einnig höggvin mynd af súlu sunnan á
og munkur með kross austanmegin.
A svæðinu hefur einnig verið sett upp
annað verk eftir Pál en það er
drykkjarfontur sem hann vann í sumar
í ungan stein frá gosinu 1973. Þarer
hönd sem heldur utan um skál, og upp
úr henni kemur drykkjarvatn þegar
þrýst hefur verið á takka sem
staðsettur er á hlið steinsins.
Er það von okkar að allir sem leið
eigi hjá geti notið þess einstaka
lindarvatns sem við höfum hér í
Eyjum og minnist þess að það er ekki
sjálfgefið að vatn streymi til okkar. Ef
litið er á þessar framkvæmdir í heild
þá er það skoðun mín að hér hafi tekist
einstaklega vel til, að uppíylla forskrift
okkar og mynda heilsteypt svæði sem
verður Eyjamönnum og gestum þeirra
til yndisauka um ókomna tíð.“
Friðrik sagði þennan áfanga aðeins
einn hluta af framkvæmdum sem
hafnar eru á Stakagerðistúni. „Vest-
mannaeyjabær ætlar að klára verkið
með fallegum hleðslum og lýsingu hér
fyrir ofan okkur. Er það von mín að
hér sé aðeins um að byrjun á
endurbyggingu miðbæjarkjarna okkar
og haldið verði áfram hér niður
Bárugötuna.“
Þeir sem unnu að verkinu eru 2Þ
sem sáu um smíði á undirstöðum
undir verkið ásamt vatnskeri. Stein-
þór Einarsson skrúðgarðameistari og
hans fólk sá um hleðslur, gróður-
setningu og náttúrusteinslögn. Tækni-
deild Vestmannaeyjabæjar um mæl-
ingar og verkstjórn. Áhaldahús um
hellulagnir og efnisöflun. Agnar Torfi
Guðnason og hans menn um hellu-
lagnir og uppsetningu á drykkjarfonti.
Einar og Guðjón um jarðvegsskipti og
landmótun. Marínó pípari um
tengingar á drykkjarfonti, Áhalda-
leigan um boranir og stafsfólk Bæjar-
SIGRÚN Inga forseti bæjarstjórnar tekur við gjöfinni af Friðrik
veitustjóra.
frá stofnun Vatnsveitu Vestmanna-
eyja, erum við hér saman komin til að
minnast þessara atburða. Það hefur
tekið okkur þessi þijátíu og fimm ár að
eignast þessi mannvirki og má segja
að það sé fyrst nú sem vatnsveitan sé
orðin skuldlaus. Við eigum vatns-
veituna.“
Friðrik sagði að á þessum tíma-
mótum hefðu Bæjarveitur látið útbúa
verkið sem var afhjúpað á Staka-
gerðistúni á sunnudaginn. Fenginn
var arkitekt, Kjartan Mogensen, til
koma með tillögur að vatnslistaverki
og umhverfi þess. Á síðari stigum
breyttist verkefnið og var Kjartani
falið það vekefni að hanna umgjörð
vatnslistaverks á Stakkagerðistúni
sem veita myndi skjól fyrir austlægum
vindáttum, en eins og flestir vita eru
það ríkjandi vindáttir hér á staðnum.
Staðurinn átti að vera með sætum fyrir
þá sem njóta vildu verksins, falla vel
inn í umhverfið og nýta efnisföng úr
Eyjum eins mikið og kostur væri.
„Högglistaverk það sem við erum
að vígja í dag er unnið í 4 m háan
gabbróstein af Páli Guðmundsyni frá
LISTAMAÐURINN Páll Guðmundsson frá Húsafelli er nijög
ánægður með hvernig til tókst.
Húsafelli. Steinninn var fenginn frá
Homafirði í tengslum við verkefnið
Hraun og fólk sem haldið var í Eyjum
1998. Páll hafði gefið okkur hug-
mynd að verki sem hann hafði í
hyggju að vinna og hafði kynnt
veitustjórn. Sýndi hann lunda sem
hann hafði unnið í lítinn stein sem
hönd hélt utan um, en á þeim
tímapunkti lá ekki fyrir hvernig stein
listamaðurinn fengi til að vinna verk
sittí.
Utkoman er eins og hér sést,
kröftug hönd sem heldur utan um
veitna um raflagnir og tengingar.
Friðrik þakkaði þeim gott starf og
afhenti síðan forseta bæjarstjórnar,
Sigrúnu Ingu Sigurgeirsdóttur, lista-
verkið. Um leið afhjúpaði hann skjöld
þar sem nafn listaverksins kemur fram
á en það heitir Samspil vatns og steins
og er þar höfðað til vatnsins sem lekur
niður steininn og gefur steininum
aukið líf.
Sigrún Sigrún ávarpaði samkomuna
og þakkaði Bæjarveitum höfðinglega
gjöf til bæjarins.