Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Blaðsíða 14
14 Fréitir Fimmtudagur 12. júlí 2001 Midnight Sun Fashion Show á Skansinum: Frábær sýning í dulmögnuðu umhverfi Sýningin Midnight Sun Fashion Sliow fór frum á Skansinum á laugardagskvöldið eins og áætlað var. Það blés ekki byrlega fyrir sýningunni því mcstallan laugardaginn rigndi cins og hcllt væri úr fötu. Allan tímann var ákvcðið að halda því til streitu að nota Skansinn fyrir sýninguna en varaáætlun hljóðaði upp á sýningu í Höllinni. Til þess kom ekki því þegar kom i'ram á laugardags- kvöldið stytti upp og hélst hann að mestu leyti þurr á meðan á sýn- ingunni stóð. Búið var að setja upp tjöld og annan búnað yst á Skanssvæðinu og átti að nýta fremsta hluta hafnargarðsins fyrir sýninguna. Þegar til átti að taka reyndust tjiildin of lítil og var sýningin færð innar á garðinn og sýningarfólk og hönnuðir fengu inni í húsi Bæjarveitna við sjálfan Skansinn. Þar var bæði þröngt og vantaði allt til alls og sýningafólkið varð að ganga niður bratta brekku áður en komið var niður á bafnargarðinn. Það fór illa með skótauið og erfitt var að ganga niður bratta hellulagða brekkuna. Allt varð þetta til að seinka sýningunni sem hófst loks rétt fyrir klukkan eitt um nóttina. Eftir það rann hún áfram áreynslulaust en var mögnuð upp með Ijósum, háværri og taktfastri tónlist. En það sem nokkru leyti stal senunni var um- hverílð sem í hálfrökkrinu skóp sýningunni magnað yfirbragð og hönnuðirnir ungu sem þarna voru að lcggja sjálfa sig í dóm heimspressunnar máttu vel við una því myndir teknar við þessar aðstæður hljóta að vekja umtalsverða athygli. Eins og álfar liðu fyrirsæturnar eftir hafnargarðinum, klæddar búningum sem henta illa í íslenskri sumarnóttinni en þær létu það ekki á sig fá og báru búningana með mikilli reisn. Ungu hönnuðirnir komu frá níu löndum, Bandaríkjunum, Frakklandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum, Japan og Islandi. Er það samdóma álit þeirra sem rætt var við að margt af því sem þarna kom fram hafi verið mjög athyglisvcrt. * wv W Æ WL t:- ' m Leið til að koma sér á framfæri Thonias Lampinen er einn af ungu hönnuðunum sem komu frá Finn- landi. Hann sagði að staðurinn hel'ði verið frábær en aðstæður langt í frá að vera nógu góðar. „Þegar til átti að taka var tjaldið sent við áttum að vera í alltof lítið og þá var eiginlega allt í upp- lausn,“ segir Thomas. Hann sagði að húsið sem þau fengu inni í hali líka verið alltof lítið og þar hafi vantað allt sem nauðsynlegt er þegar sýna á föt. Á þar við t.d. strau- borð og straubolta. Þetta er í fyrsta skipti sem Thomas sýnir fyrir utan Finnland og hann sér þarna tækifæri til að koma sér á framfæri. „Ég vona að hún eigi eftir að skila árangri fyrir okkur sem komum frá Finnlandi. Kosturinn við svona sýningar er að sýna sig og sjá aðra og vona svo bara það besta,“ sagði hann að lokum. BRUGÐIÐ var á leik með gestina og meðal annars var farið upp í gíg á föstudagskvöldið þar sem þeir og starfsfólk sýningarinnar þáðu léttar veitingar. Hárgreiðslufólk og snyrtifræðingar kom bæði frá Eyjum og fastalandinu. Hér má sjá Þórunni og Maju á Hárhúsinu og Fanný á Snyrtistofu Ágústu í félagsskap tveggja stúlkna af fastalandinu. Fyrir aftan þær eru Auður og Dóra hárgreiðslukonur. RAGNHEIÐUR Borgþórs. leggur lokahönd á förðun einnar sýningarstúlkunnar sem hingað kom alla leið frá Mflanó. Anna Rut Steinsson: Góð sýning við erfiðar aðstæður Anna Rut Steinsson, sem átti fatnað á sýningunni í samstarfi við Helgu Sólveigu Sigurjónsdóttur, var sátt við sjálfa sýninguna en hún segir að aðstæður hafi verið hrikalegar. „Það var þröngt í húsinu þar sem við fengum aðstöðu og þar voru hvorki strauborð né strauboltar sem er nauðsynlegt að hafa við höndina á sýningum," segir Anna Rut. „Hins vegar var frábært að koma til Vestmannaeyja og móttökurnar þar voru alveg frábærar. Kosturinn er að við komumst í sambönd við fólk og nú erunt við að vinna í að fylgja því eftir. Svo er bara að vona að eitthvað komi út úr þessu.“ Anna Rut segir að margt athyglis- vert hafi komið fram á sýningunni og greinilegt hefði verið að hönnuðirnir lögðu sig fram. „Það var enginn með leikaraskap þama og allir veru greinilega að leggja sig alla fram. Hugmyndin að vera með sýningu eins og þessa á Skansinum er alveg brilljant og umhverfið er mjög fallegt. Hún var samt á mörkunum að vera framkvæmanleg vegna bleytunnar og það var mjög erfitt fyrir sýningar- fólkið að fara upp og niður brekkuna." ÞESSI föt voru meðal þess sem Anna Rut og Heiga Sólveig sýndu. ÞÆR voru ekki allar efnis- miklar flíkurnar sem stúlkurnar sýndu á Skansinum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.