Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Side 11
Fimmtudagur 12. júlí 2001 Fréttir 11 nnaeyjum í eitt ár og hver munurinn er á lífinu hér á landi og heimalandi hennar Tælandi Áberandi munur á þjóðunum Vaiðandi muninn á Islendingum og Tælendingum þá segir Lísa áberandi mun á þankagangi og lífsmunstri. „fslendingar hugsa mikið um daginn í dag . Fólk vinnur mjög mikið, þénar mjög vel og eyðir því stax. A Tælandi safnar fólk pen- ingum og ferðast ekki nærri eins mikið. Það er sjaldgæft að fólk ferðist til annarra landa enda ekki á færi nema þeirra sem em ríkir. Það er ódýrara að ferðast innanlands. Ég hef ekki skoðun á því hvort fólk eyðir of miklu. Hér er þessu öfugt íarið miðað við heima en það er dýrt að ferðast innanlands og þess vegna ferðast fólk til annarra landa. Ég hef ásamt móður minni og bróður ferðast talsvert um heiminn enda foreldar mínir í góðum efnum. Hér em böm miklu frjálsari. Heima geta þau ekki valsað út og inn og það má ekki líta af þeim. Foreldrar em strangari og nei þýðir nei og böm verða að sýna þeim virðingu. Böm öskra ekki á foreldra sína. Reyndar held ég að þetta sé mismunandi eftir svæðum og að frjálsræði sé meira í Bangkok.“ Ófrísk stúlka er dæmd stúlka Lisa segir að áður en hún kom hingað hafi hún aldrei upplifað jól. „Það var mjög gaman að vera hér á þeim tíma og skiptast á gjöfum og allt sem tengist þeim var mjög skemmti- legt. Ég er sjálf Búddhatrúar. Við fögnum nýju ári þrisvar. Fyrst em vestræn áramót og við fögnum þeim líkt og þið. Kínversk áramót eru í febrúar en afi minn var hálfur Kínverji og þá gefa foreldrar, afar og ömmur börnunum gjafir. í apríl em tælensk áramót og þá er mikið glens og gaman, við sprautum vatni á hvert annað o.s.frv. Gamalt fólk fer ekki á elliheimili á Tælandi heldur býr hjá bömum sínum. Fólk á elliheimilum hefur verið yfirgefið og böm sem gera það em talin vera vont fólk.“ Varðandi samskipti kynjanna þá segir Lísa að ef stelpa ætlar út með strák þá taki hún vinkonu með því annars haldi allir að þau séu elsk- endur. Strákar taka ekki utan um stelpur né snerti hendur þeirra því það sé dónaskapur. Það megi hins vegar séu þau kæmstupar en kynlíf sé ekki æskilegt og ófrísk stúlka er dæmd stúlka. Þegar Lísa er spurð um fram- tíðaráform þá verður hún hugsi en svarar því til að hún fari í inntökupróf inn í háskóla þegar hún kemur út og að hún kvíði fyrir náminu því það sé mjög erfitt og hún þurfi mjög mikið að leggja á sig. „Ég hef mjög mikinn áhuga á fomleifafræði en pabbi vill að ég verði læknir. Ég vil ekki vera mikilvæg eða áberandi. Faðir minn er þingmaður og læknir og rekur lækningamiðstöð. Hann var við- skiptaráðherra Tælands fyrir fjómm ámm og mér finnst fólk breytast í viðmóti þegar það veit að ég er dóttir hans. Meðal annars þess vegna vildi ég gerast skiptinemi og komast frá þessu í einhvem tíma og vera ég sjálf. Ég hef haft áhuga á fomleifafræði frá unga aldri en pabbi telur að það verði erfitt að fá starf við hæfi sem er rétt því samkeppnin er mjög mikil, ekki bara í námi heldur einnig um störf . Hér á fólk miklu auðveldara með að fá vinnu en heima. Pabbi vill að ég starfi á lækningamiðstöinni sem hann rekur í framtíðinni en mér leiðist líffræði," sagði Lísa að lokum og sagðist hafa myndað sterk tengsl við fjölskyldu sína sem hún sagðist hafa verið mjög heppin með og hafa lært heilmikið á vem sinni hér. LISA með foreldrum og bróður heima í Tælandi. -Ég hef mjög mikinn áhuga á fornleifafræði en pabbi vill að ég verði læknir. Ég vil ekki vera mikilvæg eða áberandi. Faðir minn er þingmaður og læknir og rekur lækningamiðstöð. Jóhanna Júlíusdóttir og Theódór Theódórsson: Hvetjum fólk til að fó skiptinema Lísa bjó á heimili Jóhönnu Júlíusdóttur og Theódórs Theódórssonar þegar hún var hér á landi. Þau sögðust hvetja fólk til að fá skiptinema. Þetta væri skemmtileg reynsla og ástæða þess að þau tóku að sér skiptinema var áhugi á að kynnast nýju fólki með ólíkra menningu og siði. Einnig hafði Ingveldur dóttir þeirra verið skiptinemi á Tælandi og þau vildu borga fyrir með því að taka að sér nema þó svo það sé ekki skylda. Þetta er annað skipti sem þau taka að sér skiptinema en hinn var frá Astralíu. Þau völdu að taka Lísu að sér meðal annars vegna þess að hún er frá Tælandi en dóttir þeirra hafði verið þar. „Við vomm snemma ákeðin og fengum að sjá lista með nemum sem vom væntanlegir og það spilaði inn í að Ingveldur er tengiliður og hefur unnið í sjálfboðavinnu fyrir AFS. Jóhanna segir að henni finnist eini gallinn á fyrirkomulaginu vera sá að krakkamir koma í lok ágúst en fara í byrjun júli. „Mér finnst þau missa af sumrinu og það væri gott fyrir þau að komast inn á vinnumarkaðinn yfir sumartímann. Þau kæmust betur inn í þjóðlífið en skiptinemar hafa skattkort og kennitölu alveg eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. Við mælum alveg hiklaust með því að taka skiptinema en fólk er oft hrætt við þetta og heldur að það þurfi að vera með stanslausa skemmtidagskrá. Krakkamir þurfa herbergi og maður þarf að taka á móti þeim eins og sínum eigin bömum.“ Theódór og Jóhanna sögðust álíta að krakkar frá Asíulöndum séu meiri böm en jafnaldrar þeirra hér. „Lísa átti meiri samleið með Flóvent syni okkar sem er fimmtán ára en dóttur okkar sem er tvftug. Hún er mjög öguð og vel upp alin og miðað við okkar siði þá var það fullmikið. Fyrst þegar hún kom þá bugtaði hún sig og beygði fyrir okkur og það tók nokkum tíma að venja hana af því. Staða kvenna er allt önnur úti en hér og hún var alveg hissa á að Flóvent ryksugaði eða þegar Theódórsetti þvottavél." Þau segja aO Ingveldur dóttir þeirra hafi sagt þeim að nemendur þurfi að fara á hnén þegar þeir komi fram fyrir kennara sinn þannig að siðvenjur em mjög ólíkar. Hún hafi verið hjá vel stæðu fólki og þau hafi alltaf samband reglulega. Ingveldur stefnir á að fara út í heimsókn þegar hún hefur lokið stúdentsprófi. Lísa er feimin og hlédræg og samlagaðist ekki mikið öðmm unglingum. Hún var mikið á bókasafninu og hafði sérstakan áhuga á fomsögum, víkingum og rúnum. Þá hafði hún áhuga á trúmálum og las Biblíuna." Lísa er vemduð af foreldmm sínum en Tæland er mjög stéttskipt og hún tilheyrir efri stétt. Fólk sem tekur að sér skiptinema þarf að vera innstillt á að einstaklingar koma frá ólíkum menningarheimum og það fer fram aðlögun á báða bóga. Við fómm með Lísu um landið og vomm í hálfan mánuð og hún var hrifin af landinu og var í alla staði ánægð.“ Theódór kom því til leiðar að Lísa fór á sjó með Byr þegar net vom lögð en það tók um sex tíma, hún var sjóveik en fékk samt smjörþefinn af því hvernig sjó- mennskan fer fram. Theódór sagðist hafa verið mikið á sjó meðan Lísa bjó hjá þeim og hann hafi kynnst henni best seinni hluta tímans sem hún var hér. Þau ætluðu að láta líða einhvem tíma áður en þau tæku að sér tiýjan skiptinema. Helst væri það vegna þess að þau vildu halda góðum tengsl- um við Lísu og hættara við að þau rofnuðu frekar ef þau fengju nýjan nema strax. Jóhanna bætti því við að fólk mætti ekki keyra sig um of en þau höfðu áður verið með strák frá Ástralíu og það væri skemmtileg og gjörólík reynsla. Þau hvetja fólk til að taka að sér nema og segja eyjuna alveg þola fleiri en einn skiptinema á hverju ári. Guðbjörg

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.