Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 12.07.2001, Síða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 12. júlí 2001 Landa- KIRKJA - Hjartanlega velkomin! Sunnudagur 15. júlí: Kl. 11.00. Messa með altaris- göngu. Fyrirbænir, Guðs orð og gott samfélag. Ættarmótsgestir og ferðamenn sérstaklega hvattir til að sækja kirkju. Kaffisopi á eftir í Safnaðarheimilinu. Hvítasunnu KIRKJAN Fimmtudagur 12. júlí Kl. 20.30. Biblíufræðsla. Föstudagur 13. júlí Kl. 20.30. Unglingakvöld. Laugardagur 14. júlí Kl. 20.30. Bænasamvera og brauðsbrotning. Sunnudagur 15. júlí Kl. 1 l.OOSamkoma, með söng og lifandi orði Guðs. Aðventkirkjan Laugardagurinn 14. júlí 1^1 10 Í10 Rih1íiirnnn«n1<rn IVl. I U.UU OlUlIUldl 11 lNUK.il Allir velkomnir 00 & in 1 oo * ^ 3 H PQ 00 Knattspyrna: Jóhann Ingi Árnason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, í viðtali Nauðsynlest að styrkja hópinn Til marks um hversu sterkur leikmaóur Daninn er þá hefur hann spilað 73 leiki með Bröndby, hann var danskur meistari meö Herfölse 03 hefur verið til reynslu hjá Bolton, WBA 03 í B-deildinni á Ítalíu. Undanfarið hafa heyrst æ háværari raddir um málefni karlaliðs ÍBV. Mörgum hefur verið tíðrætt um þau langtímamarkmið sem talað var um fyrir tímabilið, þ.e.a.s. byggja upp öflugt lið þar sem uppistaðan væru Eyjamenn, fari fyrir ofan garð og neðan í Ijósi leik- mannakaupa ÍBV undanfarnar vikur. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn Jóhann Ingi Árnason, framkvæmda- stjóri knattspymudeildar karla sagðist í samtali við Fréttir vissulega hafa áhyggjur af neikvæðri umræðu sem hefur verið í gangi undanfarið. „Fyrir tímabilið var lagt upp með það að taka inn þessa ungu og efnilegu stráka sem hafa verið að gera það gott með öðrum flokki félagsins. I mörgum þessara leikja í sumar hafa Eyjamenn í byijunarliðinu verið tíu og svo Kjartan Ántonsson sem hefur verið lengi í herbúðum IBV þannig að mér finnst við vera að halda okkur við þau markmið sem voru sett. Undanfarið höfum við svo lent í því að margir af okkar sterkustu mönnum hafa verið að meiðast og á síðustu æfíngu sátu fimm leikmenn, sem allir hafa verið í byrjunarliðinu, við hliðarlínuna og hvfldu vegna meiðsla. Það hljóta því allir að sjá það að við höfum þurft að styrkja leik- mannahópinn til þess að lenda hreinlega ekki í fallbaráttu. Fyrir tímabilið var líka búið að ákveða að taka inn tvo júgóslavneska leikmenn og þá Goodfellow og Neal frá Stoke. Við sendum annan Júgóslavann heim og því er ekkert óeðlilegt að leita á önnur mið varðandi annan útlending," sagði Jóhann Ingi. Er vitað hversu lengi Goodfellow og Neal verða íherbúðum liðsins? „Við erum með þriggja mánaða lánssamning við Stoke City vegna Goodfellws og Neals. Það sem auðvitað getur svo gerst og gerist oft er að lið sem lána leikmenn kalla þá aftur heim áður en lánssamningurinn er úti. Þetta vitum við en Guðjón Þórðarson er að byggja upp nýtt lið hjá Stoke og veit í raun og veru ekki enn hvort hann þarf á þeim að halda. Ef honum finnst ekki vera þörf fyrir þá, sem mér fyndist reyndar mjög skrítið, miðað við hversu vel þeir eru að spila fyrir okkur, þá kæmi til greina að þeir yrðu út samningstímann. Þetta er samkomulag milli stjómar ÍBV og Stoke sem byrjaði á því að þeir fengu Birki lánaðan. Það er meira í gangi milli félaganna og ekki ólíklegt að við fáum að sjá fleiri Stoke leikmenn hjá ÍBV í framtíðinni." Varðandi Bjarnólf Lámsson sagði Jóhann að leikmaðurinn væri samn- ingsbundinn ÍBV út tímabiliðen hefði klásúlu í samningnum um að geta losnað fyrr. „Bjamólfur samdi við okkur að hann gæti sagt upp samn- ingnum við ÍBV um mitt tímabilið. Hann hefur tíu daga frest frá 10. júlí til að segja honum upp en ef hann gerir það ekki þá verður hann með okkur út tímabilið. Það hafa lið verið að skoða hann en við höfum ekkert heyrt meira um það.“ Spenntir fyrir Dananum En hvað með nýja leikmanninn hjá IBV, hvað geturðu sagt stuðnings- mönnum um hann? „Við emm mjög spenntir að vera búnir að krækja í hann. Þegar við lögðum af stað að leita að manni í staðinn fyrir Júgóslavann, sem við sendum heim, gerðum við okkur grein fyrir því að það væri ekki hægt að leita til landa eins og Júgóslavíu þar sem það tekur lágmark tvo mánuði að fá pappírana í gegn. Við litum því til Englands og Norðurlandanna, Tómas Ingi leit svo yfir lista yftr danska leikmenn sem vom samningslausir og þetta var fyrsti maðurinn sem hann benti okkur á. Reyndar sagði Tommi að við gætum reynt að tala við hann en bætti því við að hann kæmi aldrei hingað. Þannig að við getum ekki verið annað en ánægðir. Til marks um hversu sterkur leikmaður hann er þá hefur hann spilað 73 leiki með Bröndby, var danskur meistari með Herfölge og hefur verið tíl reynslu hjá Bolton, WBA og í B-deildinni á Ítalíu," sagði Jóhann og bætti við: „Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið. Það segir sig sjálft að ungu strákunum væri enginn greiði gerður með því að Bikarkeppni karla: IBV 3 - Breiðablik 1 Erfitt í bikarnum Það verður sejnt sagt að kvenna- og karlalið ÍBV hali dottið í lukkupottinn þegar dregið var í átta liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppninnar. Bæði lið fengu erfiða útileiki en heimavöllurinn hefur verið þeim drjúgur í sumar. Karlaliðið dróst gegn FH og fer leikurinn fram sunnudaginn 22. júlí. Kvennaliðið fær hins vegar það erfiða verkefni að mæta Islands- og bikar- meistumnum í Breiðablik og á þeirra eigin heimavelli. Leikurinn fer fram næstkomandi þriðjudag og í samtali við Fréttir sagði Heimir Hallgrímsson að verkefnið væri vissulega krefjandi. „Við höfum aldrei unnið Breiða- blik, hvorki á heimavelli né útivelli þannig að það er kominn tími á að breyta því. Þær em íslands-, bikar- og deildarbikarmeistarar og stuðn- ingurinn sem þær fá á heimavelli er rosalegur. Eg vona bara að Eyja- menn á Reykjavíkursvæðinu mæti á völlinn og styðji sitt lið. En þó að þær hafi alla þessa titla þá eru þær ekkert búnar að vinna leikinn, við erum fyrir ofan þær í deildinni og það gefur ekkert að vera meistari ársins í fyrra, það er núið sem gildir. Eg lít samt á þennan leik sem úrslitaleik fyrir sumarið í heild. Það lið sem vinnur þennan leik, vinnur líka leikinn í deildinni og að mínu mati ráða þessir tveir leikir hverjir verða Islands- og bikar- meistarar í ár. Þannig að það veltur allt á þessum leik og við ætlum að vinna.“ ÍBV spilaöi einn sinn besta leik í sumar þegar strákarnir mættu Breiðabliki í sextán liða úrslitum bikarkcppninnar sl. fimmtudag. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir glæsilegt mark Goodfellow héldu ÍBV engin bönd. Allir leikmenn ÍBV voru að spila vel og steig liðið varla feilspor í leiknum. Lokatölur urðu 3-1 fyrir ÍBV, Breiðablik skoraði reyndar mark á síðustu andartökum leiksins sem hefði mátt koma í veg fyrir en það voru líka einu mistök IBV í leiknum. Eins og áður sagði spilaði ÍBV einn sinn besta leik í sumar. Leikmenn voru mjög ákveðnir í leiknum og framan af var varla veikan hlekk að finna á liðinu. Allt annar bragur er á ÍBV um þessar mundir, liðið spilar mjög hraðan bolta og sóknarleikurinn er fjölbreyttur. Fyrri hálfleikur var eign heimamanna frá upphafi til enda og mörkin tvö sérlega glæsileg. Seinni hálfleikur var töluvert jafnari en þó var IBV ávallt með undirtökin. Eftir um tuttugu mínútna leik gerði Gunnar Heiðar svo út um leikinn með góðu marki eftir undirbúning Bjam- ólfs Lárussonar. Reyndar skoruðu gestimir eitt mark undir lokin eftir klaufalegan varnarleik en það kom ekki að sök og ÍBV því komið í átta liða úrslit. Erfitt er að tína til einstaka leikmenn úr liði ÍBV sem stóðu sig best en Birkir Kristinsson varði stórkostlega í markinu og Atli Jóhannsson stoppaði ófáar sóknir gestanna en í heild spilaði liðið vel. ÞEIR Neal og Goodfellow frá Stoke hafa komið á óvart með ÍBV. Þeir hafa náð að brjóta upp leik liösins og hafa skorað hvor sitt markið. henda þeim strax út í djúpu laugina. þeir verða að fá sinn aðlögunartíma og liðið verður að vera blanda af ungum leikmönnum og eldri boltum sem miðla reynslunni til þeirrayngri. Eg vona að stuðningsmenn IBV haldi áfram að hvetja sitt lið og standa með strákunum, sem em að gera sitt besta.“ ÍBV 3 - Breiðablik 1 ÍBV spilaði 4-5-1 Birkir Kristinsson, Hjalti Jóhann- esson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Páll Hjarðar, Marc Goodfellow, Bjarnólfur Lárasson, Lewis Neal, Atli Jóhannsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Alex- ander Ilic. Varamenn: Gunnar B. Runólfsson, Hjalti Jónsson ( kom inn á), Oskar Jósúason, Pétur Runólfsson (kom inn á), Davíð Egilsson (kom inn á). Mörkin: Marc Goodfellow, Alexander Ilic, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Blikarnir malaðir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.