Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 26. júlí 2001 Kynna disk á Hraunbúðum -Með lögum Ágústs Péturssonar sem bjó í nokkur ár í Eyjum Nýverið kom út geisludiskur með liigum eftir Agúst Pétursson, dægurlagahiii'und og harmoniku- leikara en hann hefði orðið 80 ára |)ann 29. júní sl. hef'ði honum enst aldur. Diskurinn heitir Hittumst heil og er það fjölskylda Agústs sem gefur diskinn út og í Vestmannaeyjum fæst hann í KÁ versluninni við Strandveg. Dóttir Ágústs, Ágústa Sigrún, var umsjónarmaður útgáfunnar en flytjendur auk hennar eru söngvararnir Bergþór Pálsson, Harpa Harðardóttir, Kinar Clausen, Agnes Kristjónsdóttir og karlakvartettinn Út í vorið. Hljóðfæraleikarar eru Vilhjálmur Guðjónsson og Árni Seheving, sem jafnframt sjá um útsetningar, Alfreð Alfreösson, Gunnar Gunnarsson, Keynir Jónasson, Sigurður Flosason og Einar Valur Scheving. Ágústa segir að um sé að ræða (ólf nýjar upptiikur á liigum Ágústs en jafnframt eru á diskinum þrjú hnrmonikulög eftir hann, sem fengu undlitslyftingu með nútímatækni. Liigin eru dans- og dægurliig frá árunum 1945-70, liig eins og Þórður sjóari, Æskuminning, Harpan ómar að ógleymdu laginu Gleym-mér-ei sem varð til í Vestmannaeyjum. Ágúst (Metúsalem) Pétursson var fæddur 29. júní 1921 á Hallgilsstöðum í Norður- Þingeyjarsýslu en ólst upp skammt þar frá, á hænum Hiifnum við Finnafjörð, sonur hjónanna Péturs Metúsalemssonar og Sigríðar Friðriksdóttur sem var systir Binna í Gröf. Þegar hann var rétt um tvítugt, á árunum 1939 til 1940, fór hann til Vestmannaeyja að læra húsgagnasmíöi hjá Ola Grán/, þá iðn sem hann vann við upp frá því, lcngst af hjá Gamla Kompaníinu í Reykjavík. „Ágúst faðir minn, lék á ýmis hljóðfæri,“ segir Ágústa. „Hann lærði á orgel hjá fóður sínum sem var organisti í sóknarkirkjunni á Skeggjastöðum við Bakkaflóa og lærðu öll systkinin undirstöðuatriði í tónlist hjá honum. Fyrstu harmonikuna eignaðist hann ungur að árum en hún var hnappanikka og sá hann sjálfur um að ná tiikum á hljóðfærinu. Kftir að liann kom til Vestmannaeyja spilaði hann á saxófón með lúörasvcitinni undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar. Ásamt því raddæfði hann og söng fyrsta bassa í oktett sem kallaði sig Smárakvartettinn og var starfræktur á árunum 1944 til 1945 í Vestmannaeyjum. Hann spilaði á dansleikjum í Alþýðu- liúsinu og í Samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum lungann af þeim tínia sem hann bjó þar á árahilinu 1940-45“ Ágústa segir að á þeim tíma hafi orðið til lagið Gleym-mér-ei við texta Kristjáns frá Djúpalæk. „Bæjarstjórinn ákvað að hanna llutning á laginu vegna þess að í textanum var minnst á Drottin, en það þótti alls ekki hæfa á þeim tíma. Árni Tryggvason segir frá þessu í hók sinni en hann hafði lært lagiö eftir eyranu af manni sem lærði það af manni sem var staddur á umræddum danskleik þar sem lagið var flutt. Árni kom svo 35 árum scinna til Ágústs og bað um að fá að flytja lagið á skcmmtun í Austurbæjarbíói og kunni lagiö enn kórrétt.“ Þær mæðgur, Ágústa Sigrún og Guðrún Dagný Kristjánsdóttir, ætla að gera sér ferð til Vestmannaeyja í tilefni af útgáfu disksins. Ágústa hyggst syngja fyrir íbúa á Hraunbúöum, mánudaginn 30. júlí kl. 14.30 og kynna efni disksins. Segir Ágústa að eldri borgarar í Vestmannaeyjum séu sérstakelga boðnir velkomnir sem og aðrir áhugasamir. Dóttir Ágústs, Ágústa Sigrún, var umsjónarmaður útgáfunnar kynnir hún geisladiskinn á Hraunbúðum. Ása Sif Gunnarsdóttir, 17 ára stúlka, fædd í Vestmannaeyjum I Sænska landsliðið á Islandshestum Asa Sif Gunnarsdóttir, dóttir h jónanna Niinu Egilson og Gunnnrs Kóra Magnússonar, gerði það lieldur betur gott á sænska rneist- aramótinu á Islandshestum sem haldiö var í Uppsöluni dagana 12. - 15.júlí. Ása vann á hesti sínum, Brag frá Hofstöðum, 150 metra skeið og gæðingaskeið. I fimmgangi lenti Ása í þriðja sæti í a-úrslitum og uppskar því tvö gull og eitt brons í þeim þremur greinum er hún tók þátt í. Ása er borin og barnfædd í Vest- mannaeyjum 31. ágúst 1984. Móðir hennar Nana Egilson vann lengst af á Rauðagerði og faðir hennar Gunnar Kári vann á Fréttum. Árið 1986 lagði tjölskyldan leið sína til Svíþjóðar og á unga aldri byrjaði Ása í hestamennskunni, til að byrja með á Shetlandseyjahestum, sem eru dverghestar, síðan á stórum hestum. En eftir nokkur ár var dömunni fannn að leiðast bykkju- skapurinn og passaði |iá faðirinn upp á að mæla með Islandshestatilraun. Ása kolféll fyrir þessari hestateg- und, hefur æft stöðugt frá ellefu ára aldri og tekið þátt í keppnum út um alla Svíþjóð. Margir leiðbeinendur hafa komið við sögu á þessum tíma, en undanfarin ár hefur hún aðallega þjálfað fyrir Olil Amble og nú í ár fyrir hjónin Magnús og Önnu Skúlason. Með þessum árangri hefur Ása tryggt sér stöðu í sænska unglinga- landsliðinu en sá böggull fylgir skammriti að hún verður að gerast sænskur ríkisborgari, en sú regla var tekin í gildi í mars sl. Hestinn Brag fékk Ása hjá Olil Amble í byrjun ársins 2000 og varð strax ljóst að hesturinn hafði mikla keppnishæftleika. Bragur frá Hof- stöðum er undan Gormi frá Stóra-Ási og Stroku frá Hofsstöðum. ÁSA Sif á Brag sem hefur mikla keppnishæfileika. Bragur frá Hofstöðum er undan Gornti frá Stóra-Ási og Stroku frá Hofstöðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.