Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 26. júlí 2001 Guðbjörg Sigurgeirsdóttir blaðamaður segir fró göngu 19 kvenna úr Eyjum ó Sveinstind í Skaftó Bröltið á þessum konum Helgina 12. til 15. júlí sl. fór hópur h/enna frá Eyjum í göngu frá Sveinstindi niður í Eldgjá. Þetta var fjórða árið sem hópurinn fór í skipulagða gönguferð en fyrsta sumarið var Laugavegurinn genginn, því næst var farið yfir Fimmvörðu- háls niður í Þórsmörk og í fyrra var farið í Lónsöræfi. Upphafið má rekja til þess að starfskonur á Sjúkra- húsinu tóku sig saman um að fara í slíka ferð en þar sem nokkrar duttu út á síðustu stundu var undirrituð svo heppin að fá að fara meö og hefur ekki sleppt úr ferð síöan. Nokkrar breytingar hafa orðió innan hópsins eins og gengur en aö þessu sinni var hann skipaður nítján konum á besta aldri og nokkrar að fara í sínu fyrstu fjallaferð. Eins og bæjarbúar tóku eflaust eftir æfði hópurinn sig nokkuð áður en lagt varíhann. Þóeru flestir hættir aö kippa sér upp viö að sjá ráðsettar húsmæður dröslast um bæinn meö bakpoka og göngustafi rétt eins og hverja aðra túrista. Ég veit að mörgum þótti þetta furðulegt á sínum tíma en þetta er nauðsynlegur undirbúningur, sérstaklega fyrir óvana því pokinn sígur í eftir margra klukkutíma labb. HÓPURINN frá Eyjum sem Iagði á Sveinstind. F.v. Guðhjörg Jónsdóttir, Emilía fararstjóri, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Kristín Garðarsdóttir, Guðný Bjarnadóttir, Ragnheiður Mikaelsdóttir, Guðný Bogadóttir, Svanhildur Gísladóttir, Guðrún Kristmannsdóttir, Vera Björk Einarsdóttir, Unnur Katrín Þórarinsdóttir, Vilborg Stefánsdóttir, Díana Svavarsdóttir, Sigríður Bragadóttir, Edda Róbertsdóttir, Jonni bflstjóri, Iðunn Jóhannesdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Brynhildur Brynjúlfsdóttir, Margrét Lilja Magnúsdóttir og Agústa Guðnadóttir. EMILÍA fararstjóri, Iðunn og Guðný við Ófærufoss. Sveinstindur Að þessu sinni var lagt af stað á fimmtudagsmorgni með Herjólli. Rúta beið okkar í Þorlákshöfn ásamt fararstjóranum Emilíu Magnúsdóttur. Ekið var sem leið lá að Vík í Mýrdal og þaðan upp Skaftártungu að Hóla- skjóli í Lambaskarðshólum, en þar var skilinn eftir farangur, hrein föt og hressing, en Hólaskjól er lokaáfangi göngunnar frá Sveinstindi og síðasti gististaðurinn. Aætlað var að við yrðum þar laugardagsnótt og upplýsti fararstjórinn okkur um að við ættum að sofa í skálanum niðri þar sem Karlakórinn Fóstbræður yrði í salnum uppi. Varð þá einhverri að orði að þetta yrði þokkalegt með Karlakórinn Fóstbræður ol'an á okkur. Frá Hólaskjóli var ekið af stað að Sveinstindi og þegar við komum á áfangastað vorum við í 690 m hæð. Sveinstindurer 1090 m og gekk ferðin upp ntjög vel og tók einn og hálfan tíma. Skyggni var gott en sagt er að frá Sveinstindi sjáist um 40% hluti landsins. Það var frábært að sjá Vatnajökul, Eyjafjallajökul, Torfajökul, Mýrdals- jökul, Langjökul, Hofsjökul, Langasjó sem er 20 km langur, Veiðivötn og Lakagíga. Nálægt tindinum sáum við rústir af búðum Þorvaldar Thorodds- sen sem var einn af landkönnuðum fyrr á tímum og gaf Sveinstindi nafn eftir öðrum landkönnuði og lækni. Sveini Pálssyni. A leiðinni niður mættum við karlntanni sem nánast hljóp upp tindinn. Gaf hann sér tíma til að tala við nokkrar kvennanna þegar hann kastaði mæðinni og benti á jurt sem heitir álfabikar. Þegar hinum var sagt frá þessu, spurði ein úr hópnum hvort einhver hefði notað svoleiðis, þ.e. álfabikar og varð af þessu nokkur misskilningur. Ferðin í skála tók tvær klukkustundir og var hópurinn kominn þangað um kl. níu um kvöldið. Þar voru fyrir níu manns frá íslenskum fjallaleið- sögumönnum sem urðu að rýnta skálann fyrir kvennaskaranum. Guðný ljósmóðir tók að sér að elda „naglasúpuna" góðu handa hópnum en hún er orðin að föstum lið á mat- seðlinum í slíkum ferðum. Eitthvað mun Kristín Garðarsdóttir hafa aðstoðað hana við elda- mennskuna þar sem ljósmóðim náði illa upp í pottinn og þegar Kristín þreyttist á að lyfta henni til þess að hræra þá ákvað hún að gera það sjálf. I eftirrétt fékk mannskapurinn sér kakó og smá 40 % Straw. Akveðið var að vakna kl. átta daginn eftir og halda af stað kl. 10 en framundan var átta tíma ganga niður í Skælinga. Fóru því lúnir ferðamenn að skríða í poka. Guðný Bjarnadóttir las þjóðsögu fyrir svefninn. Það var Hellismannasaga um 18 skólapilta sem sagt er að haft lagst út og sest að í Surtshelli. Sumar sofnuðu vært út frá sögunni, m.a. undirrituð, og rumskuðu ekki fyrr en dagur reis en aðrar náðu vart að festa svefn fyrir hrotum eða gnauði í vindinum en hvasst var um nóttina og kalt. Skælingar Um morguninn bauð Vera Björk mannskapnum upp á hafragraut sem er sá besti í heimi. Hún hafði reyndar byrjað daginn á því að bursta tenn- urnar með body lotion og ein úr hópnum braust inn á kamarinn þar sem einn úr hópi tjallgöngumanna var fyrir og átti sér einskis ills von. En konur með kvikindislegan húinor kætlust við þessa uppákomu. Haldið var af stað í frábæru veðri, allar á stuttbuxum og ermalausum bol. Það benti allt til þess að við yrðum veðurtepptar þennan dag en það að vera veðurtepptur í fjallgöngu er þegar veðrið er hreint frábært og útsýni til allra átta. Gengið var með Skaftá, fram hjá Kömbum að Hvanngili. Því næst var gengið með Uxatindum og komum við þá að litlu vatni sem ekki hafði neitt nafn. Ljósmóðirinn í hópnum var ekki lengi að snara fram nafni, Legvatn skyldi það heita. Afram var haldið um stórfenglegt gil uns loks að gengið var eftir heiði þar sem sást niður í Skælinga sem voru í 5 km tjarlægð. Þá var klifrað niður í Stóragil og gengið eftir því og fremst var skálinn innan um ægifagrar hraunmyndanir. Ferðin gekk mjög vel og tók um níu tíma. Þó svo ferðin hæfist í sól fengum við á okkur rigningardembur en veður var hlýtt. Það er ólýsanleg tilfinning að vera úti í náttúrunni og það sem göngumaðurinn sækist eftir er kyrrðin og róin sem smám saman færist yfir. Enginn sími, ekkert útvaip, engar fréttir. Það er alveg frábært og það verður það að segjast eins og er að maður hugsar ekki um neitt nema sjálfan sig í svona ferð og gleymir öllum öðrum. Eftir því sem við nálg- uðumst skálann þá breyttist gróðuriárið úr því að vera sandauðnir í vel gróið land og við heyrðum í lóu og sáum fé á beit. Það var lika ósköp notalegt að koma í skála, þreyttur en endumærður. Unnur Katrín eldaði frábæran pastarétt eins og hennar er von og vísa og naut aðstoðar Eddu. Ingibjargar og Iðunnar. Binna var með Tupperware kynningu á meðan mannskapurinn fékk sér kakó og pínulítið 60% straw. Guðný Bjarna var nánast eins og vegalaust bam um tíma þar sem áhöld vora um hvort hún fengi vist á loftinu við gluggann þar sem hún vildi hafa hann galopinn því sumar höfðu af því

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.