Fréttir - Eyjafréttir - 26.07.2001, Side 16
Fréttir
Fimmtudagur 19. apríl 2001
Brotthvarf Árna úr stiórnmálum á eftír að hafa mikil áhrif:
Skilur eftir sig stórt gat
-bæði í Sjálfstæðisflokknum og kjördæminu
Árni Johnsen hefur verið
fyrirferðarmikill í pólitíkinni
í Suðurlandskjördæmi frá
því hann kom fyrst inn á
þing 1983. Hann datt út af
þingi kjörtímabilið 1987 til
1991 en kom svo tvíefldur
inn það ár og hefur setið á
þingi þar til nú að hann
segir af sér.
Fer ekki troðnar slóðir
Arni hefur ekki farið troðnar slóðir
sem þingmaður og hættir til að gefa
viðteknum venjum langt nef. Síðasta
dæmið eru tíu milljónimar sem hann
hafði fengið samþykklar í Ijárlaga-
nel'nd til að byggja upp bæ Herjólfs
Bárðarsonar í Herjólfsdal sem ýmis-
legt bendir lil að séu elstu mann-
vistarleifar á Islandi. Hann hafði
hvorki fyrir því að láta bæjaryfirvöld í
Vestmannaeyjum vita né leitaði álits
hjá þjóðminjaverði. Hann hafði í huga
að stofna félag um framkvæmdina
ekki ósvipað því sem gert var þegar
Blálindur VE var endurbyggður.
Félagið var ekki kominn á koppinn að
öðru leyti en því að hann hafði hringl í
nokkra menn og sagt þeim að þeir
væru meðlimir í félagi um uppbygg-
ingu Herjólfsbæjar.
Lengra var málið ekki komið en
kastljós fjölmiðlanna beindist að Ijár-
veitingunni vegna lengsla Arna við
málið. Það var Jón Kristjánsson, þá
formáður fjárlaganefndar, sem lagði
tillöguna fram, en Ásmundur Frið-
riksson var skrifaður fyrir beiðninni,
og var hún samþykkt. Fjárveitingin
hefur verið gerð tortryggileg í fjöl-
miðlum og hefur mátt skilja að hún sé
dæmi um spillinguna í kringum Árna
Johnsen. Hvort sem það er réttmætt
eða ekki þá kemur þetta vinnulag
engum á óvart sem þekkir Árna. Hann
er lítið gefinn fyrir það að líta til hliðar
og um leið og hann hefur takmarkið í
sjónmáli tekur hann stefnuna beint á
það.
Johnsensaðferðin
Þetta vinnulag hefur farið fyrir brjóstið
á mörgum en aðrir hafa dáðst af
dugnaðinum, sumir segja frekjunni,
sem einkennt hefur Árna. Um leið
hafa menn orðið að sætta sig við að
verkefnin sem hann hefur keyrt áfram
af hvað mestum krafti eru oftar en
ekki verkefni sem hann á hugmyndina
að. Hann er líka fundvís á leiðir til að
koma verkefnum í kring. Gleggsta
dæmið um þetta er Skanssvæðið og
Slafkirkjan sem er hugmynd sem hann
á einn. Það keyrði hann áfram af
miklum dugnaði og krafti og þó hlutur
Vestmannaeyjabæjar hafi orðið stærri
en upphallega var áætlað er örugglega
ekki til sá Eyjamaður sem ekki er
ánægður með hvemig til tókst.
Þessi aðferð er af sumum kölluð
Johnsensaðferðin og segja að hún
byggist á að valtra yfir allt og alla og
láta sem lög og reglur séu fyrir
einhverja aðra. Og hvað sem mönnum
finnst um aðferðina þá_ skilar hún
árangri þó stundum færi Árni fram úr
sjálfum sér. Gleggsta dæinið er kaup
hans á efni í grillskálann margumtal-
aða, þar hefur hann viljað láta hlutina
I»etta vinnulag hefur farið fyrir brjóstið á mörgum en aðrir hafa dáðst af dugnaðinum, sumir segja
frekjunni, sem einkennt hefur Árna. Um leið hafa menn orðið að sætta sig við að verkefnin sem hann
hefur keyrt áfram af hvað mestum kraf'ti eru oftar en ekki verkefni sem hann á hugmyndina að. Hann
er líka fundvís á leiðir til að koma verkefnum í kring. Gleggsta dæmið um þetta er Skanssvæðið og
Stafkirkjan sem er hugmynd sem hann á einn. Það keyrði hann áfram af miklum dugnaði og krafti og
þó hlutur Vestmannaeyjabæjar hafi orðið stærri en upphaflega var áætlað er örugglega ekki til sá
Eyjamaður sem ekki er ánægður með hvernig til tókst.
ganga fljótar en hann réð við fjár-
hagslega.
Kjördæmisþingmaður af
gamla skólanum
Seta Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn
þriðja kjörtímabilið í röð hefur verið
styrkur Árna og þess hefur bæjar-
stjórn Vestmannaeyja notið góðs af.
Þar er flokkurinn að ljúka sínu þriðja
kjörtímabili. Árni er kjördæmisþing-
maður af gamla skólanum og sér
ekkert athugavert að gæta hagsmuna
síns fólks og þar hafa Vestmannaeyjar
verið efst á blaði. Guðjón Hjörleifsson
bæjarstjóri og Árni hafa lengi staðið
þétt saman og gerðu löngu áður en
þeir komust til metorða í pólitíkinni.
Fyrir vikið hefur Guðjón átt greiðan
aðgang að helstu máttarstólpum Sjálf-
stæðisllokksins og ráðherrtim hans.
Síðasta dæmið um þetta samstarf er
slagurinn um Hugin VE sem smíðaður
var í Chile og kom til Vestmannaeyja
tim síðustu mánaðamót. Utgerðina
vantaði fjármagn til að ná skipinu og
það var ekki fyrr en Guðjón og Árni
fóru í málið með útgerðinni að hjólin
fóru að snúast. Guðjón og Þróunar-
félagið nutu líka góðs af Árna þegar
kaupin á íslenskum matvælum voru til
lykta leidd.
Ætlaði sér stóra hluti í nýju
kjördæmi
Svona mætti lengi telja og það er hætt
við að Vestmannaeyingar og aðrir í
Suðurlandskjördæmi fái að finna fyrir
því, nú þegar Árni er að hverfa af
vettvangi stjómmálanna; að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Auðvitað hefðu kraftar Árna dreifst í
stærra kjördæmi frá og með næstu
kosningum. Þar ætlaði Árni sér stóra
hluti því hann var farinn að mæta á
allar mögulegar og ómögulegar sam-
komur allt frá Hornafirði til Reykja-
nessbæjar sem eru endapunktar hins
nýja kjördæmis.
Það er ljóst að Árni skilur eftir sig
stórt gat í pólitíkinni og hagsmuna-
gæslunni fyrir Vestmannaeyjar og
Suðurlandskjördæmi. Þetta er stað-
reynd sem Vestmannaeyingar verða
að horfast í augu við. Orðið hags-
munagæsla þykir ekki par fínt en í
stjórnmálum er hver sjálfum sér
næstur eins og dæmin sanna þegar
ráðherrar eru að flytja stofnanir út á
land og koma þeirn fyrir í eigin
kjördæmum.
Það er því spumingin hvert skal líta
nú þegar Árni hættir. Fyrst kemur
nafn Lúðvíks Bergvinssonar
Samfylkingarmanns upp í hugann því
þar er þingmaður sem er borinn og
barnfæddur Eyjamaður. Þar eiga
Eyjamenn hauk í homi en framtíðin
verður að skera úr um hvort hann fylli
skarð Áma eða ekki en trúlega verður
hann seint mikill hagsmunapotari. Þá
finnst sumurn að Lúðvík hefði að
ósekju mátt gera meira af því að
heimsækja Eyjar. Samtlokkskona
hans, þingkonan Margrét Frímanns-
dóttir, hefur heldur ekki verið fyrir-
ferðarmikil í Eyjurn undanfarin ár þó
hún segist hafa gott samband við sitt
fólk hér.
Sjálfstæðisþingmenn úr
landbúnaðargeiranum
Urn sjálfstæðismennina er það að
segja að Drífa Hjartardóttir og Kjartan
Ólafsson, sem tekur sæti Áma á þingi,
eru bæði úr landbúnaðargeiranum og
eiga því erfíðara með að koma sér inn
í mál sem snúa að Vestmanna-
eyingum. Kjartan hefur ekki sést hér
síðan í prófkjörsslagnum fyrir síðustu
alþingiskosningar og Drífa hefur ekki
látið sjá sig nema í fylgd með Áma og
eða ráðhemim flokksins. Fyrsta kastið
a.m.k. verður því lítils að vænta af
þeim og hvað er þá eftir? Jú, það er
Framsóknarflokkurinn sem ekki hefur
átt upp á pallborðið í Vestmanna-
eyjum sem kemur ekki á óvart því
nokkurinn hefur til þessa haft á sér
stimpil bændaflokks. Framsóknar-
menn hafa viljað breyta þessari ímynd
og engir þingmenn hafa verið duglegri
að heimsækja Vestmannaeyjar en þeir
Isólfur Gylfi Pálmason og Guðni
Ágústsson þó ferðir hans hafi verið
strjálli eftir að hann tók við embætti
landbúnaðarráðherra. Auk þess hafa
aðrir þingmenn og ráðherrar flokksins
fundað í Vestmannaeyjum og þeir náð
að mynda tengsl bæði við einstaklinga
og fyrirtæki í Eyjum.
Guðni beitti sér af krafti í að keyra í
gegn leyfi til tilraunaeldis í Klettsvík
sem nú er að fara af stað. Um leið og
Guðni kom til Eyja og undirritaði
leyfið skrifaði Halldór Ásgrímsson,
formaður flokksins, undir samning um
ijárveitingu til endurbóta á Sjúkra-
húsinu. Auk þeirra hefur Hjálmar
Árnason, þingmaður Reyknesinga,
notað hvert tækifæri sem gefist hefur
til að heimsækja Vestmannaeyjar.
Allir eiga þeir það sameiginlegt, ef að
líkum lætur að verða þingmenn
Vestmannaeyinga frá og með næstu
alþingiskosningum.
Það getur orðið langt í að Eyjamenn
komi sér upp þingmanni. I dag er
enginn frá Vestmannaeyjum á lista
Sjálfstæðismanna í Suðurlands-
kjördæmi nema Ámi. I undanfömum
próf- kjömm hafa aðeins tveir menn
frá Eyjum verið meðal þátttakenda
fyrir utan Áma, þeir em Amar Sigur-
mundsson og Grímur Gíslason. Arnar
náði í 4. sætinu og var á lista fiokksins
í kosningunum 1997. Báðir fóm fram
í óþökk Árna sem er lítið fyrir að
hleypa mönnum að í pólitíkinni.
Stóra gatið
Á meðan Þorsteinn Pálsson skipaði
efsta sætið bitust Árni og Eggert
Haukdal um 2. sætið en eftir að
Þorsteinn ákvað að hætta fyrir kosn-
ingamar 1999 kom ekkert annað en 1.
sætið til greina hjá Áma sem er mjög
eðlilegt enda varð sú raunin. Drífa
Hjartardóttir er ekki atkvæðamikil á
þingi og það er örugglega Árna að
skapi. Kjartan Ólafsson, sem nú fer
inn fyrir Árna, og Ólafur Bjömsson
lögfræðingur frá Selfossi, sem varð í
4. sæti. hefðu aftur á móti orðið
fyrirferðarmeiri á þingi en Drífa, ekki
síst Ólafur. Það hefði Árna líkað
miður því hann vill ekki láta skyggja á
sig.
Það er því ekki aðeins að Ámi skilji
eftir sig mikið gat í kjördæminu, gatið
er kannski enn stærra í Sjálf-
stæðisflokknum. Menn innan flokks-
ins gera sér grein fyrir þessu. Það
skýrir best áhyggjur flokksforyst-
unnar, að Geir Haarde varaformaður
flokksins og fjármálráðherra var í
Vestmannaeyjum fyrir helgi þar sem
hann ræddi við menn og fór yfir stöðu
mála.