Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 20

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 20
20 Fréttir Fimmtudagur 6. desember 2001 Velheppnað 100 ára afmæli ísfélaasins Mikið var um dýrðir á 100 ára afmæli Istelagsins á laugardaginn. Byrjaði dagurinn með því að stjórnin ákvað að gefa sjö líknarfélögum í bænum 100 þúsund krónur hvert eða samtals 700 þúsund. Síðdegis var móttaka í frystihúsi félagsins þar sem er verið að taka í gagnið nýja og mjög fullkomna vinnslulínu fyrir uppsjávarfisk. Um kvöldið var svo mikil veisla í HöIIinni sem endaði með dansleik fram á morgun. Fóru þeir hörðustu út með hljómsveitinni að dansleik loknum. FuIItrúar líknarfélaganna mættu á skrifstofu félagsins í hádeginu, en þau voru Hjartavernd, Björgunarfélag Vestmannaeyja, Krabbavörn, Slysavarnadeildin Eykyndill, Kvenfélagið Líkn, Þroskahjálp og Sambýlið. Það kom í hlut Ægis Páls Friðbertssonar framkvæmdastjóra og Kristins Sigurðssonar að athenda peningana. Fulltrúar félaganna þökkuðu fyrir sig og sögðu að peningarnir kæmu í góðar þartir. Það var vel til fundið að hafa móttöku í frystihúsi félagsins þar sem þessa dagana er verið að taka í gagnið nijög fullkomna vinnslulínu fyrir uppsjávartisk. Þar með er lokið fyrsta og mikilvægasta þætti í uppbyggingu félagsins eftir brunann fyrir rétt ári síðan. Er ótrúlegt til þess að vita að upphyggingin skuli vera komin þetta langt á veg, réttu ári eftir brunann. Hápunkturinn var vegleg alinælisvcisla í Höllinni þar sem starfsfólk, stjórnendur og eigendur Isfélagsins voru samankomnir ásamt nokkrum velunnurum félagsins. Ægir Páll byrjaði á að bjóða fólk velkomið og fól Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, stjórnarformanni ísfélagsins, veislustjórnina. Veislan var með hcfðbundnu sniði og hófst með borðhaldi. Þegar líða tók á borðhaldið voru llutt ávörp þar sem menn báru ísfélaginu kveðjur og færðu því gjafir. Avörp tluttu Agúst Einarsson bróðir Sigurðar Einarssonar, Arnar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva sem kom færandi hendi með bát úr steinbítasroði frá Sf. Magnús Kristinsson talaði fyrir hönd Utvegsbændafélagsins en auk þess færði hann Isfélaginu gjöf frá Berg Hugin ehf., sem hann veitir forstöðu. Var það 50 ára gamalt málverk af Vestmannaeyjum eftir Eyjólfur Eyfells. Kristján Ragnarsson formaður LIU rakti samskipti sín við forráðamenn íslélagsins og sagði að hefðu verið bæði mikil og góð. Nefndi hann m.a. menn eins Einar Sigurjónsson, Björn Guðmundsson, Kristin Pálsson og Sigurð Einarsson. Hann færði félaginu glerlistaverk að gjöf. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sagði frá því þegar hann vann í ísfélaginu fyrir margt löngu og svo vinskap og samstarfi hans við , Sigurð. Færði hann lsfélaginu stóra mynd af Vestmannaeyjum frá bæjarstjórn Vestmannaeyja. Séra Kristján Björnsson tlutti hugvekju þar sem hann óskaði öllum er starfa við Isfélagsið velfarnaðar. Þá var komið að því að veita starfsfólki viðurkenningar fyrir langt og gifturíkt starf hjá félaginu. Fyrir 25 ára starfsaldur: Guðrún Eygló Stefánsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Birkir Agnarsson, Asta María Jónasdóttir, Kristín Valtýsdóttir, Viðar Einarsson, Birgir Jónsson og Eiríkur Marteinsson sem ekki var viðstaddur. Fyrir 30 ára starfsaldur: Erla Víglundsdóttir, Þorkell Þorkelsson, Ester Óskarsdóttir, Trausti Friðfinnsson og Höskuldur Jónsson. Fyrir 35 ára starfsaldur fengu ELÍAS Bergur Guðjónsson var heiðraður fyrir langt og farsælt starf fyrir ísfélagið. F.v. Ægir Páll Friðbertss.on framkvæmdastjóri, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson stjórnarformaður, Brynjólfur Bjarnason framkvæmdastjóri Granda, Agúst Sigurðsson, ??????????? og Gunnar Felixsson forstjóri T ryggingamiðstöðvarinnar. SNORRI Gestsson á Guðmundi VE með sínu fólki á afmælishófinu í Höilinni. Frábær bíll á góðu verði Méiri búnaður: PEUGEOT Ljórx 4 i/eginuftfl Komdu í reynsluakstur Sími: 520 1100 Bragginn.sími 481-1535 PEUGEOT / Ný og kraftmeiri vél / Fjarstýrðar samlæsingar / Rafdrifnar rúður / Hiti í sætum ./ Rafdrifin Sóllúga / 12 ára ryðvarnarábyrgð frá framleiðanda

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.