Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 6
Fréttir Fimmtudagur 6. desember 2001 Bergur-Huginn efh. tapar máli í Hæstarétti vegna uppsagnar áhafnar Valdimars Sveinssonar VE 22: Bótagreiðslur nema 5,9 miljónum króna -Frjálsa framsalið á aflaheimildum hækkuðu bæturnar Fjórir fyrrverandi skipverjar á Valdimar Sveinssyni VE 22, þeir Oskar Orn Olafsson, skipstjóri, Engilberg Omar Steinsson, stýri- maður, Gísli Ingólfsson, vélstjóri og Gunnar Ingi Gíslason, húseti, unnu í síðustu viku múl fyrir Hæstarétti, gegn útgerðarfyrirtækinu Bergur- Huginn efh. Bergur-Huginn ehf. keypti öll hiutabréf útgerðar Valdimars Sveins- sonar VE 22, 18. mars 2000 og gerði út um tíma. Nokkrum dögum seinna var öllum skipverjum skipsins sagt upp störfum. Utgerð skipsins var hætt 31. mars 2000 og það síðan selt 7. apríl sama ár. Fjórmenningarnir kröfðu Bergu- Huginn ehf. um bætur vegna ráðningarslitanna sem námu þriggja mánaða launum miðað við aflahlut. Hæstiréttur taldi að þeir ættu rétt á launum í þrjá mánuði frá því að þeim var sagt upp störfum 24. mars 2000. Með vísan til dóms réttarins 29. mars 2001 í máli nr. 326/2000 var fallist á að þeir ættu rétt á aflahlul í upp- sagnarfresti sínum, en ekki aðeins kauptryggingu. Af hálfu Bergs-Hugins ehf. var byggt á því að við ákvörðun um allahlutar þeirra bæri ekki að taka mið af aflareynslu skipsins síðustu mán- uðina, sem það var gert út, heldur leggja til grundvallar það, sem eftir stóð af aflaheimildum skipsins fyrir yfirstandandi fiskveiðitímabil þegar því var lagt. í dómi Hæstiréttar kemur fram að í dómum réttarins þar sem bótareglu 25. gr., sbr. 45. gr. sjómannalaga hafl verið beitt við líkar aðstæður og séu fyrir hendi í rnálinu, hafl jafnan verið litið til launa sjómanna næstu mánuðina fyrir starfslok. Ef breyta eigi frá þeirri framkvæmd hefði það í för með sér verulega óvissu, meðal annars vegna þess að aflaheimildir séu framseljanlegar. Verði bætur til fjórmenninganna því ákveðnar með hliðsjón af launum hans síðustu mánuðina í starfi. Um ákvörðun bótanna kemur fram að tekjur skipverja haii augljóslega ekki fallið jafnt til yfir árið og tilefni hefði verið til að miða við lengra tímabil en þrjá síðustu nránuðina fyrir starfslok. Bergur-Huginn ehf. hafi hins vegar ekki lagt fram nein gögn til að sýna fram á að meðaltal launa yfir lengra tímabil hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Var Bergur-Huginn ehf. því gert að greiða fjórmenningunum bætur með hliðsjón af launum þeirra síðustu mánuðina í starfi að frá- dreginni kauptryggingu og launum sem þeir höfðu fengið greidd eftir að þeim hafði verið sagt upp störfum. r Agæt sala hjá Breka VE í Bremerhaven Breki VE átti bókaða söludaga í Bremerhaven nú í byrjun vikunnar. Alls voru seld um 123 tonn af fiski úr skipinu á markaðnum í Bremer- haven í dag og í gær og var með- alverðið tæpar 170 krónur fyrir kílóið. Samúel Hreinsson hjá fiskmark- aðnum í Bremerhaven segir í samtali við fréttavef InterSeafood.com að uppistaða aflans hjá Breka VE hafi verið góður karfi en 12 til 13 tonn af blálöngu og þar af ein sjö til átta tonn af mjög smáum fiski hafi dregið meðalverðið niður. Sigríður Sigmarsdóttir fyrrum um- boðsmaður Samvinnuferða/Landsýnar: Enginn Eyjamaður í vandræðum vegna gjaldþrots ferða- skrifstofunnar I síðustu viku ákvað stjórn ferðaskrifstofunnar Samvinnu- ferða-Landsýnar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. 1 ljósi þessa vildi samgöngu- ráðuneytið koma því á framfæri að þeir sem greitt hafa inn á eða að fullu, alferðir hjá Samvinnuferðum Landsýn hfi, en hafa ekki hafið ferð. skuli senda skriflegar kröfulýsingar til samgönguráðuneytisins. Einnig kemur það í hlut ráðuneytisins að borga undir ferðamenn sem eru staddir erlendis á vegurn SL. Ekki var Sigríði Sigmarsdóttur, fyrrum umboðsmanni SL í Vest- mannaeyjum, kunnugt um Vest- mannaeyinga sem lent hefðu í vandræðum vegna gjaldþrotsins. „Eg vissi ekkert af þessu fyrr en ég las frétt um gjaldþrotið á Texta- varpinu." segir Sigríður. ,,Ég hef lítið beitt mér í sölu ferða undanfarið sem er vegna slyss sem ég lenti í sumar. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni því enginn á mínum vegum er erlendis núna. Ég hef selt nokkra farmiða með Flugleiðum sem eru í fullu gildi þó þeir liafi farið í gegnum SL. Það er heldur enginn frá mér sem átti pantað í ferðina til Dublin um helgina sem Samvinnu- ferðir áætluðu að fara,“ sagði Sigríður að lokum. Gandi VE leigður til Patreksfjarðar Nýi Gandí VE, sem er í eigu Vinnslustöðvarinnar, hefur verið leigður útgerðarfyrirtækinu Odda á Patreksfirði til næstu 3ja mánaöa. Oddi gerði út Núp BA, sem strandaði í Patreksfírði fyrir hálfum mánuði og er Gandí ætlað að koma f stað hans meðan gert verður við skipið. Gandi er þegar farinn frá Eyjum og er nú í vélarklössun í Reykjavfk. Gandí VE hefur að mestu legið bundinn við bryggju, eftir að útgerðin sameinaðist Vinnnslustöðinni, utan þess að hann var leigður Keikósamtökunum í sumar. Aðeins... 220 á hrónur á mánuði fyrir hverja rás Afruglari Fjölsýnar hefur þann eiginleiha umfram suma aðra að hann getur opnað allt að 32 rásir í einu. - Hjá Fjölsýn er þvi ehhi nauðsynlegt að allir á heimilinu horfi á sömu stöðina Efni Fjölsýnar er vandað og fjölbreytt og allir ættu að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt og fræðandi efni. Ef enskukunnáttunni er ábótavant, er Fjölsýn góð leið til að bæta úr því. Til að geta séð efni Fjölsýnar þarf örbylgjuloftnet og afruglara. Örbylgjuloftnet fást í Verslun Geisla við Flatir og kostar 9 þúsund krónur - afruglarann færðu lánaðan hjá Fjölsýn. - allar stöðvarnar eru stafrænar (digital) sem þýðir að gæðin eru mikil Áshrlftargjald á mánuðl er Hr. 2.200,- en 2.050, ef greltt er með grelðsluHortl. Það býður englnn betur 3 kvikmyndarásir - og gamlar sígiidar kvikmyndir á TCM Fjölbreytt íþróttaefni, bara að nefna það Endalaus tónlist frá MTV í steríó Heimsfréttirnar á Sky news Barnaefni allan daginn frá Cartoon network Framhaldsþættir, viðtalsþættir og sápur fyrir unga sem aldna Kristlegt efni frá bandarísku sjónvarpsstöðinni 3ABN Fræðsluþættir í hágæðaklassa frá Discovery - og vestmannaeyskt efni af ýmsum toga ÞITT ER VALID! Rásir Fjölsýnar eru á eftirtöldum tíðnum: 223.25 Mhx = CHl 1 til 12 231.25 Mhz = S11 239.25 Mhz = S12 247.25 Mhz = S13 255.25 Mhz = S14 263.25 Mhz = S15 271.25 Mhz = S16 279.25 Mhz = S17 287.25 Mhz = S18 295.25 Mhz = S19 FJ Ö LSÝN Vestmannaeyjum Þjónustusíminn er 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.