Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 11

Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 11
1118. Desember 2014 Menningarráð Vesturlands: Menningarstyrkir á þessu ári upp á liðlega 21 milljón króna Menningarráð Vesturlands úthlutaði menningarstyrkjum 2014 til fjöl- margra aðila á menningarsviðinu. Verkefnin eru af ýmsum en hæsti styrk- urinn er ein milljón króna sem fer til Búdrýginda ehf. kvikmyndagerð vegna verkefna sem spannar allt Vesturland, Hið blómlega bú, kvikmyndaþættir. Búdrýgindi fá einnig 600 þúsund króna styrk vegna menningarmyndbands fyrir Markaðsstofu Vesturlands sem er markaðsetning menningarstaða, framhaldsverkefni á kynningarstarfi menningartengdra verkefna á Vest- urlandi. Samtals eru þetta styrkir upp á 21 milljón 375 þúsund krónur. Önnur verkefni sem hljóta styrk eru: • Ungur gamall tónleikar Akranesi, 600.000 krónur, vVandaðir tón- leikar grunnskólanna og tónlist- arskólans á Akranesi, og reyndra tónlistarmanna og kennara. • IsNord tónlistarhátíðin, 600.000 krónur, Tónlistarhátíð. Áhersla á slenska og norræna tónlist og uUnga tónlistarmennaf Vestur- landi. • Reykholtshátíð, 600.000 krónur, Reykholtshátíð, árleg tónlistarhátíð. • Snorrastofa, 600.000 krónur, fyr- irlestrar í héraði og námskeið í Snorrastofu í Reykholti. • Eldfjallasafnið Stykkishólmi, 600.000 krónur. Fróðleikur um eldvirkni á þessu sérstaka eldfjalla- svæði fært í app. • Vitbrigði Vesturlands, 600.000 krónur, listir og samstarf skapandi greina, atvinnusköpun ungra lista- manna til þess að skapa verkefni og samvinnu á Vesturlandi. • Ferðaþjónustan Fljótstungu, 500.000 krónur, vinnustofur og samstarf með listamönnum / Listasmiðja í Fljótstungu. • Félag nýrra Íslendinga, 500.000 krónur, alþjóðleg menningarhátíð á Vesturlandi, þjóðahátíð. • Frystiklefinn, leikhús á Rifi, 500.000 krónur, leiksýningar, á íslensku og ensku á sumrin. • Stefnumót við Skagamenn, 500.000 krónur, myndbandsviðtöl við eldri Akurnesinga. Haraldur Bjarnason og Friðþjófur Helgason. • Hollvinasamtök Þórðar Halldórs- sonar, 500.000 krónur, BROT, kvikmynd um Þórð Halldórsson lífskúnstner frá Dagverðará. • Markaðsstofa Vesturlands, 500.000 krónur, safnadagurinn 24. apríl / öll söfn á Vesturlandi vinna saman. • Menningar – og ferðamálanefnd Dalabyggðar, 500.000 krónur, Sturluþing í Dölum. 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar. • Northern Wave, Dögg Mósesdóttir, 500.000 krónur, alþjóðleg stutt- myndahátíð í Grundarfirði, tón- listarmyndbönd, lokahátíð. • Sigurður Sigurbjörnsson, 500.000 krónur, menningarsmiðja og sam- tímaskráning fyrir Dalabyggð. • Tónlistarskólinn á Akranesi, 500.000 krónur, ævintýri í tónum og tali haustið 2014, sýning í Bíóhöllinni. • Leir7 leirlistarverkstæði og sýn- ingarstaður, 450.000 krónur, at- vinnuskapandi verkefni, nýsköpun, hönnun, listsýningar. • Byggðarsafnið Görðum, 400.000 krónur, Listsýning í samstarfi við Nýlistarsafnið. • Félag aldraðra í Borgarfjarðar- dölum, 400.000 krónur, skráning borgfirskra örnefna í miðlægan kortagrunn. • Grundarfjarðarbær, 400.000 krónur, samstarf Grundarfjarðar, LbhI og erlends vinabæjar. • Kór Akraneskirkju, 400.000 krónur, Eternal light sálumessa, Howard Goodall. • Markaðsstofa Vesturlands, 400.000 krónur, kynning á menningarverk- efnum og enningarstöðum á Vest- urlandi • Penna sf, Nýpurhyrna, 400.000 krónur, listsýning, Dalir og hólar. Sýningar hófust árið 2008 , í ár eru litir svæðisins til skoðunar. Áhuga- verð kynning á sérstöku svæði og listamönnum. • Stórsveit Snæfellsness, 400.000 krónur, þátttaka í ,,Rock og Ages” og samstarfi við hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. • TónVest, Tónlistarskóli Borgar- fjarðar, 400.000 krónur, TónVest samstarf allra tónlistarskóla á Vest- urlandi og víðar. • Blús og Djassfélag Akraness, 300.000 krónur, þriggja daga blús og djasshá- tíð á Akranesi. • Byggðasafnið Görðum, 300.000 krónur, samstarf félags eldsmiða og Byggðasafnsins á Görðum. • Hilmar Sigvaldason, 300.000 krónur, fimm turna tal, óhefðbundinn menn- ingarviðburður. • Inga S. Ragnarsdóttir, 300.000 krónur, leirlist, sýning og saga um Dalaleir í Leifsbúð, Búðardal. • Júlíana, félagasamtök, 300.000 krónur, hátíð sögu og bóka/ Júlíönnu- hátíðin í Stykkishólmi. • Kalman-listafélag, 300.000 krónur, mánaðarlegir viðburðir og sumar- tónleikar. • Landnámssetur Íslands, 300.000 krónur, Sturluverkefni á 800 ára af- mæli Sturlu Sighvatssonar • Listvinafélag Stykkishólmskirkju, 300.000 krónur, fjölbreytt menn- ingardagskrá í Stykkishólmi. • Nemendafélag FV, Akranesi, 300.000 krónur, Gauragangur, leiksýning í samstarfi samstarf við Vini Hallar- innar. • Snæfríður - ungt fólk á Snæfellsnesi, 300.000 krónur, að gera Snæfellsnes enn skemmtilegra fyrir ungt fólk, standa fyrir viðburðum og kynn- ingum um atvinnulíf og mannlíf á Snæfellsnesi. • Steinunn Guðmundsdóttir/ Borg- hildur Jósúadóttir, 300.000 krónur, námskeið til þess að efla listgreinar ungra og fullorðinna. • Tónlistarfélag Borgarfjarðar, 300.000 krónur, fjölbreyttir tónleikar um allan Borgrfjörð. • Norska húsið, 270.000 krónur, lista- menn vinna listaverk út frá fornum munum á safninu. • Safnahús Borgarfjarðar, 270.000 krónur, sýning um Böðvar Guð- mundsson, samstarf við Tónlistar- skólann og grunnskóla í Borgar- byggð. • Átthagastofa Snæfellsbæjar, 250.000 krónur, sjávarútvegssýning í sam- starfi við Fiskasafnið, undirbúnings- vinna. • Lúðrasveit Stykkishólms, 250.000 krónur, tónleikar samstarf, gestgjafar Landssambands lúðrasveita í Stykk- ishólmi. • Bókasafn Akraness, 200.000 krónur, sögubíllinn Æringi á Írskum dögum. • Bókasafn Akraness, 200.000 krónur, sSkapandi skrif, ritsmiðja í júní fyrir unga fólkið. • Saga Jarðvangur, ferðaþjónusta Húsafelli, 200.000 krónur, í spor Ás- gríms, sögustígur um Ásgrím Jóns- son í Húsafelli. • Jón Hilmarsson ljósmyndari, 200.000 krónur, liffandi ljósmyndarsýning með tónlistarlegum stuðningi sem styður þema myndefnisins í Hval- fjarðarsveit. • Rósa Björk Jónsdóttir hönnuður, 200.000 krónur, hönnun fyrir Menn- ingarmyndband Markaðsstofu Vest- urlands. • Saga Jarðvangur, 200.000 krónur, kynningarefni, undirbúningur. • Tónlistarskóli Stykkishólms, 200.000 krónur, vegleg dagskrá vegna 50 ára afmælis skólans. • Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi, 200.000 krónur, nám- skeið og sýning fyrir unga áhuga- ljósmyndara. • Norska húsið, Byggðasafn Snæfell- inga og Hnappdæla, 185.000 krónur, veðrun og viðsnúningur, sýning, áhersla á listsköpun ungs fólks. • K. Hulda Guðmundsdóttir & Kristín Jónsdóttir, 150.000 krónur, eyðibýli í Skorradal, ljósmyndir og saga. • Myndsmiðjan sf., Guðni Hannesson ljósmyndari, 150.000 þúsund krónur, Guðni Hannesson og Ágústa Frið- riksdóttir, sýning á Vökudögum á Akranesi. • Árni G. Aðalsteinsson, 100.000 krónur, ljósmyndasýning um ferðir á leynda staði á Snæfellsnesi. • Byggðasafnið Görðum á Akranesi, 100.000 krónur, undirbúningur að samstarfi milli landa um gelískan / keltneskan menningararf. • Elsa Kristín Sigurðardóttir og Sara Gills, 100.000 krónur, samstarf tveggja ungra listamanna frá Stykk- ishólmi og Dölum. • Gunnsteinn Sigurðsson, 100.000 krónur, leiklistarsmiðja í Snæfellsbæ fyrir 14 - 16 ára þátttakendur. • Gunnsteinn Sigurðsson, 100.000 krónur, leikræn tjáning, námskeið fyrir börn á skólaaldri. • Leikskólinn Vallarsel, 100.000 krónur, listrænn tónlistarstuðningur við sýn- ingu í leikskólum. • Norska húsið, 100.000 krónur, Skott- húfan, árlegur viðburður í Norska húsinu í Stykkishólmi. • Reynir Hauksson, 100.000 krónur, ungir tónlistarmenn á Vesturlandi, hljómsveitar tónleikar. Nemendafélag Fjólbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hlaut 300 þúsund króna styrk vegna leiksýningarinnar Gauragangs í samstarfi samstarf við Vini Hallarinnar. Þessir nemendur voru í pásu og það var greinilega ekki leiðinlegt. Ríkisstjórnin styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jóla - Mæðrastyrksnefnd Akraness fær 700 þúsund krónur Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8 milljónir króna styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðasam- taka sem starfa hér á landi. Lagt er til að veitt verða af ráðstöf- unarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góð- gerðasamtaka hér á landi sem skiptist þannig: • Mæðrastyrksnefnd Akureyrar • Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar • Mæðrastyrksnefnd Kópavogs • Mæðrastyrksnefnd Akraness • Hjálpræðisherinn á Íslandi fá 700.000 krónur hver en eftirtaldar stofnanir fá 900 þúsund krónur hver: • Hjálparstarf kirkjunnar • Samhjálp-félagasamtök • Rauði kross Íslands • Fjölskylduhjálp Íslands • Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Mæðrastyrksnefnd Akraness í gamla Nettóhúsinu María Ólafsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar Akraness, segir að starf- semin sé á hrakhólum með húsnæði en fyrir komandi jól en þær fá inni fái hún inni með starfsemina í gamla Nettóhúsinu við Smiðjuvelli. Úthlutun hefst þriðjudaginn 16. desember nk. Í fyrra fengu 172 fjölskyldur styrk frá Mæðrastyrksnefndinni sem þá var auknin um 32 fjölskyldur milli ára. Auk ríkisstjórnarinnar styrkja nokkur fyrirtæki starfsemina, m.a. Norðurál, Elkem, Kiwanis- og Lionsklúbbarnir á Akranesi, HB-Grandi og fleiri smærri fyriræki auk Akraneskaupstaðar. María segir að þrátt fyrir að nefndin heiti Mæðrastyrksnefnd Akraness hafa styrkir farið fyrst og fremst til fjöl- skyldna á Akranesi þótt bæði Stykk- ishólmur og Borgarbyggð sé á þessu svæði en engir styrkir hafa borist frá þessum sveitarfélögum á síðustu árum. „Okkur er nú kunnugt um að bæði kvenfélagið í Stykkishólmi og báðir Lionsklúbbarnir á staðnum eru með svipaða styrktarstarfsemi og er hér og nú hafa borist styrkir frá Borgarbyggð svo við munum styrkja fjölskyldur þar í ár, „segir María Ólafsdóttir, formaður. brauð er alltaf velkomin og góð fæða, einnig í aðdraganda jóla.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.