Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 1

Vesturland - 18.12.2014, Blaðsíða 1
Gastækin frá AGA og HARRIS hafa þjóna› Íslendingum um árabil G A S V Ö R U R • R A F S U ‹ U V Ö R U R • Ö R Y G G I S V Ö R U R • S L Í P I V Ö R U R BÍLDSHÖF‹A 14 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 587 7000 • WWW.GASTEC.IS OERLIKON er einn stærsti rafsu›uvíra- framlei›andi í Evrópu. Gæ›i og gott ver›. ALLT TIL MÁLMSUÐU OG MÁLMSKURÐAR KITin 1900 HF TIG KITin 320 MIG PEARL 180 MIG/MAG AÐEINS 10 KG Úrval rafsuðuvéla frá KUHTREIBER og GYS NEOPULSE 270 MIG Frystigámar / Sala og leiga / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina. Hafðu samband! Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 stolpi@stolpiehf.is | www.stolpiehf.is ATHYGLI EHF.-01-13 18. Desember 2014 21. tölublað 3. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Stúfur heimsótti börn á öllum aldri í Þjóðminjasafninu Íslensku jólasveinarnir eru öldungis óskyldir hinum alþjóðlega rauð-klædda Santa Claus sem er kominn af dýrlingnum Nikulási biskupi, verndara barna og sæfarenda í kaþólskum sið. Þeir eru af kyni trölla og voru upphaflega barna- fælur. Þeir eru synir þeirra allra verstu illvætta sem til eru á Íslandi, Grýlu og Leppalúða. Fyrsta ritaða heimildin þar sem minnst er á jólasveinana er frá 17. öld en það er Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi. Þar segir um þau skötuhjú Grýlu og Leppalúða: Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá. Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð, öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum skæð. Flest börn myndu sjálfsagt vilja forðast þá jólasveina sem hér er minnst á enda var það svo að jólasveinarnir voru upphaflega, líkt og Grýla og Leppalúði eru enn, barnafælur sem foreldrar notuðu til að hræða börn sín til hlýðni. Yfirvöldum hefur greinilega ekki litist á blikuna vegna þess að með Húsaga- tilskipun frá árinu 1746 var tekið fram að bannað væri að hræða börn með óvættum á borð við jólasveinana. Hvort sem það var Húsagatilskipuninni fyrir að þakka eða ein- hverju öðru tóku jólasveinarnir að mildast með árunum og hættu að vera börnum lífshættulegir, þó þeir væru enn hrekkjóttir þjófar. Þegar líða tók á 20. öldina urðu hinir íslensku jólasveinar fyrir miklum áhrifum frá erlendum starfsbræðrum sínum bæði varðandi hegðun og tísku. Þeir fóru að taka upp á því til hátíðabrigða að klæða sig upp í rauð spariföt í líkingu við þau sem sjást á hinum alþjóðlega Santa Claus og dönskum jólanissum. Þá fóru þeir einnig að vera góðir við börn og gefa þeim gjafir í skó. Jólasveinar koma í Þjóðminjasafnið kl. 11.00 alla daga hér eftir til jóla. Síðasta sunnudag var það Stúfur sem heimsótti börn á öllum aldri. Stúfur er heldur lágur til hnésins, Hann er líka stundum kallaður Pönnuskefill, því í gamla daga reyndi hann að hnupla matarögnum af steikarpönnunni. Stúfur hét sá þriðji, stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Á morgun, 19. desember, kemur Skyrgámur, laugardaginn 20. desember Bjúgnakrækir, sunnudaginn 21. desember Gluggagægir, mánudaginn 22. desember Gáttaþefur, þriðjudaginn 23. desember Ketkrókur og á aðfangadag jóla, miðviku- daginn 24. desember kemur Kertasníkir, síðastur að vanda. stúfur í Þjóðminjasafninu sl. sunnudag og börnin hlusta opinmynt á hann. mörg börn vildu hitta hann, sum þeirra utan af landi, en margir foreldrar voru komnir i bæinn til að verslan fyrir jólin. Þjóðminjasafnið er safn allra landsmanna, og gaman að koma þar í heimsókn, ekki bara á aðventunni.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.