Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 2

Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 2
2 9 nóvember 2012 „Vaxtarbroddur Vestfjarða felst í mjög mikilli fjöl- breytni á öllum sviðum atvinnu- og menningarlífs“ segir Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar Árið 1996 sameinuðust sex sveitarfélög á norðan-verðum Vestfjörðum í eitt, Ísafjarðarbæ, þ.e. Ísafjarðarkaupstaður, Þingeyrarhreppur, Mýrarhreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur og Suðureyrarhreppur. Árið áður sam- einuðust þrír hreppar í einn, Súða- víkurhrepp, þ.e. Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur og Reykjafjarðarhreppur. Áður höfðu Ísafjörður og Eyrarhreppur sameinast, þ.e. árið 1971 í Ísafjarðar- kaupstað. Umræður um frekari sam- einingu hafa síðan öðru hverju verið með óformlegum hætti, þ.e. um sam- einingu Ísafjarðarbæjar, Súðavíkur- hrepps og Bolungarvíkurkaupstaðar. -Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, var spurður hvort það væru uppi einhver áform um sameiningu og hvort viðræður hafi farið fram eða að þær séu áformaðar? ,,Engin áform eru uppi um frekari sameiningu sveitarfélaganna eins og málum er háttað í dag. Í skýrslu svo kallaðrar „100 daga nefndar” sem lögð var fram sumarið 2010, var komist að niðurstöðu um að spara mætti í stjórn- unarkostnaði með sameiningu. Málið snerist að sjálfsögðu ekki eingöngu um peninga og var bókuð niðurstaða nefndarinnar að „það hvort sameining sveitarfélaga sé fýsilegur kostur eða sé ekki einhlít.” Þessi niðurstaða leiddi til þess að frekari sameining hefur ekki verið sett aftur á dagskrá.” Það hafa farið fram einhverjar kannanir á hagkvæmni sameiningar Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaup- staðar og Súðavíkurhrepps? Hverjar eru niðurstöður þeirrar skýrslu? ,,Þær voru þessar helstar; Sameining sveitarfélaganna leiðir til hagræðingar í rekstri sveitarfélaganna um sem nemur 24 milljónum króna á ári. Úthlutunarreglur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa áhrif á fjárhagslega niðurstöðu og að óbreyttu lækkar það árlegan ábata sameiningar þessara sveitarfélaga um 30 milljónir króna. Sameinað sveitarfélag verður öflugri stjórnsýslueining og hefur forsendur til að veita sérhæfðari þjónustu. Hætt er við að sameining leiði til þess að það dragi úr fjölbreytni at- vinnulífs í smærri samfélögunum. Tryggja þyrfti fjölbreytni atvinnulífs í þessum samfélögum ef til sameiningar kæmi. Persónulega er ég þeirrar skoðunar að fjölmargt í rekstrarumhverfi sveitar- félaga er með þeim hætti að það gengur algerlega á skjön við samfélagslega hagsmuni og skynsemi um með- ferð fjármuna. Sameining þeirra er í sumum tilvikum ekki eftirsóknarverð vegna gamalla og úreltra reglna. Má þar til dæmis nefna reglur um almennings- samgöngur og fleira. Þannig hafa Bol- víkingar t.d. ríkisstyrktar almennings- samgöngur milli flugvallar/Ísafjarðar og Bolungarvíkur, en Ísafjarðarbær greiðir sjálfur kostnað við almenn- ingssamgöngur milli byggðakjarna í bænum, þó vegalengdir séu mun meiri. Svo ærir það mig að sjá og heyra að það á sama tíma sé búið að koma á ríkisstyrktum almenningssamgöngum milli t.d. Akureyrar og Hólmavíkur til Reykjavíkur. En auðvitað er ég ekki að mæla gegn þeim almenningssam- göngum, en hér er augljóslega ekki verið að vinna að jöfnun búsetuskilyrða landsmanna. Í 100 daga skýrslunni kemur fram t.d. að framlag Jöfnunarsjóðs myndi lækka um 30 milljónir króna og því ganga gegn sameiningunni. Það er auð- vitað svo að það er mun dýrara að reka fjölkjarnasveitarfélög en önnur og nú- verandi skipulag er þeim ekki hliðhollt ef tekjur minnka við að sameina.” -Hvernig gengur rekstur sveitarfélags- ins Ísafjarðarbæjar eftir efnahags- hrunið? ,,Í raun mætti svara þessu með einu orði: „vel.” Við glímum þó við marg- vísleg vandamál. Þau má hins vegar nánast öll rekja til eins máls, sem er viðvarandi fólksfækkun á liðnum árum og ef eitthvað eitt vandamál er öðrum stærra, þá er það málið. Sveitarfélagið hefur þurft að draga úr þjónustu, lækka laun hluta starfsmanna og skera upp stjórnkerfið. Við ákváðum að láta gera úttekt á rekstri sveitarfélagsins haustið 2011 og til þess verks var ráðinn Har- aldur Líndal Haraldsson hagfræðingur. Í upphafi þessa árs var sú skýrsla lögð fram og fjölmargar góðar ábendingar komu fram í henni, sem hafa lang- flestar komið til framkvæmda. Enn er þó ekki búið að ná endanlegum markmiðum en við teljum okkur á góðri leið. Í nýjum sveitarstjórnarlögum er ákvæði um að skuldahlutfall sveitarfé- laga megi ekki fara umfram 150%. Ísa- fjarðarbær eru nokkuð ofan við þessa viðmiðun, en í áætlunum okkar er gert ráð fyrir að við náum því hlutfalli á næstu 3 árum. Ég er mjög bjartsýnn á að okkur takist að ná því markmiði ef ekki koma upp óvænt áföll. Okkur er auðvitað mjög þröngur stakkur skor- inn og verðum að viðurkenna að við skuldum samfélaginu mjög háar upp- hæðir í viðhaldi gatna og mannvirkja í bæjarfélaginu. Þannig má t.d. benda á að enn eru götur í bænum sem ekki hefur verið lagt á bundið slitlag og enn fleiri sem enn á eftir að byggja gang- stéttar við, að ógleymdum götum sem verður að endurnýja frá grunni. Ný olíubirgðastöð á land- fyllingu Hefur Ísafjarðarbær ráðist í einhverjar stærri framkvæmdir á undanförnum árum, og hverjar eru þær þá? ,,Bærinn hefur verið í talsverðum framkvæmdum á liðnum árum. Á síð- asta kjörtímabili bar líklega hæst við- bygging við Grunnskólann á Ísafirði. Á þessu kjörtímabili ber hæst gerð snjó- og aurflóðagarða undir Gleiðar- hjallanum og Kubbanum. Bygging 30 rýma hjúkrunarheimilis hófst á þessu ári og mun vonandi ljúka árið 2014. Einnig hefur verið byggður nýr hafnarkantur, svokallaður Mávagarður og gerð landfylling, sem á meðal annars að hýsa nýja olíubirgðastöð og með því lýkur vonandi áralangri baráttu bæj- aryfirvalda um að koma núverandi olíubirgðatönkum burt og nýta þær lóðir til uppbyggingar á annarri starf- semi sem fer betur á en nú er. Svo á ég von á að við setjum á framkvæmdalista næsta árs gatnagerðarframkvæmdir í Hnífsdal, en þar er ástand a.m.k. tveggja gatna algerlega óviðunandi og fleiri mjög mikilvæg verkefni. Á þessari stundu er ljóst að mjög miklar framkvæmdir verða á vegum bæjarins á næsta ári. En þó að það sé ekki fjárfestingar- verkefni, þá get ég ekki stillt mig um að nefna að núverandi meirihluti ákvað haustið 2010 að loka sorpbrennslunni Funa í Engidal og nú er allt sorp flokkað hér í bæ og erum við afar stolt af því að hafa breytt þessum málum í grundvallaratriðum með áherslum á ábyrgð íbúa í umgengni við umhverfi og náttúru.” Íbúar í syðri hluta Ísafjarðarbæjar, þ.e. í Önundarfirði og Dýrafirði, hafa stundum kvartað yfir því að þjónusta við þá sé ekki sambærileg við þá sem búa í stærsta byggðarkjarnanum, Ísa- firði. Hafa þessar kvartanir við einhver rök að styðjast? ,,Án efa má finna einhver atriði til að kvarta undan. Vandamálið er þó það að mínu áliti að flestum hættir til að líta ekki útfyrir túngarðinn sinn. Bæjaryfirvöld hafa þurft að draga saman seglin á öllum sviðum – ekkert síður í Skutulsfirði en á öðrum stöðum. Engir fastir starfsmenn eru lengur á skrifstofum í byggðakjörnunum, ekki eru rekin áhaldahús nema í Skutuls- firði og þannig má áfram halda. Það hefur líka verið fækkað verulega stöðu- gildum í Skutulsfirði, á skrifstofum og áhaldahúsi þar. Ég hef hins vegar enga samúð með þeim sjónarmiðum að litlu byggðakjarnarnir hafi orðið útundan. Það hlýtur að vera eðlilegt að breytingar verði á þessum samfélögum þegar íbúum fækkar eins og raun ber vitni. Vil ég í því sambandi nefna að í mínum byggðakjarna, Flateyri, bjuggu um 550 manns 1963 en í dag búa þar liðlega 200 manns. Sumarið 1995, nokkrum mánuðum áður en Flateyri sameinaðist hinum byggðakjörnunum bjuggu liðlega 400 manns þar. Fækkun íbúa sem rekja má til afleiðinga snjó- flóðsins í október 1995, var um 120 manns. Þeir bæjarfulltrúar sem ég hef unnið með á þessu kjörtímabili hafa allir sýnt það að þeir hugsa um hag íbúa alls sveitarfélagsins – ekki bara þess hverfis sem þeir búa í eða hafa rætur í.” Brotið á rétti Vestfirðinga hvað varðar jarðganga- gerð Á þingi Fjórðungssambands Vest- firðinga hefur oft verið rætt um að ef Vestfirðir væru eitt atvinnusvæði væri samtakamáttur þeirra mun meiri. Til þess að það sé raunhæft telja margir að betri vegasamgöngur séu skilyrði, þ.e. göng milli Dýrafjarðar og Ar- narfjarðar, tryggari samgöngur um Ísafjarðardjúp um Steingrímsfjarðar- heiði til Strandabyggðar og varanleg vegagerð frá Patreksfirði til Búðardals í það minnsta. Hver er skoðun formanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í þessu máli ,,Mér þykir vænt um að fá þessa spurningu af ýmsum ástæðum. Allt frá því að ég fór að taka þátt í pólitík 16 ára gamall og ekki hvað síst þann tíma sem ég var í sveitarstjórn Flateyrarhrepps og síðar framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Vestfirðinga hef ég verið al- gerlega sannfærður um mikilvægi þess að tengja saman Ísafjarðar- og Barða- strandarsýslur með heilsársvegi. Jarð- göng milli Dýra- og Arnarfjarðar eru hluti þeirra samgöngubóta. Tilkoma Breiðadals- og Botnsheiðarganga og þau augljósu áhrif sem þau hafa haft á byggða- og atvinnuþróun hér hafa sannfært mig um að þetta var og er mjög brýnt verkefni. Það hefur hins vegar ítrekað verið brotið á okkar „rétti” á þessum göngum með því að skjóta sífellt nýjum verkefnum/göngum framfyrir þau. Við vonumst hins vegar eftir því að nú sé tímasetning þessara ganga komin í fastar skorður.” Ferðaþjónusta hefur farið hraðvax- andi undanfarin ár á Íslandi, ekki síst vegna breytt gengis íslensku krón- unnar. Hefur Ísafjarðarbær staðið fyrir einhverju sameiginlegu átaki í þeim efnum, eða stutt ferðamálasamtök með einum eða öðrum hætti til þess að efla ferðaþjónustu og þar með at- vinnumöguleika í fjórðungnum? ,,Ísafjarðarbær hefur stutt upp- byggingu Markaðsstofu Vestfjarða sem er m.a. samstarfsvettvangur allra sveitarfélaga á Vestfjörðum um upp- byggingu ferðaþjónustunnar. Einnig má nefna stuðning bæjaryfirvalda við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða sem í ýmsum verkefnum tengjast ferða- þjónustu.” Í hverju liggur vaxtar- broddur Vestfjarða í dag? ,,Það er í mínum huga einkum eft- irtalin atriði sem við eigum að beina sjónum okkar að: Frekari vinnsla sjávarafurða og þróun á úrvinnslu áður ónýtts sjáv- arfangs sem kallar á aukna þekkingu og menntun starfsfólks í þessari at- vinnugrein, stóraukið fiskeldi á landi og í sjó (kvíaeldi), kræklingaeldi og námuvinnslu af hafsbotni. Þá eigum við mikil tækifæri í ferðaþjónustu á fjölmörgum sviðum s.s. ýmsum gerðum sjósports, sjóstangveiði, vetrarferða – norðurljósaferða, fugla- skoðunar og fleiri sviða. Síðast en ekki hvað síst eigum við að stuðla að styrkingu Menntaskóla Ísafjarðar og uppbyggingu Háskólaseturs Vestfjarða með sérstakri áherslu þau vísindasvið sem tengjast nálægð okkar við hin gjöf- ulu fiskimið, vogskorið land og langar strendur. Ekki má heldur gleyma því að í landbúnaði eru fjölmörg tækifæri, bæði tengd hefðbundum greinum og nýjum. Ég held að vaxtarbroddurinn felist því í mjög mikilli fjölbreytni á öllum sviðum atvinnu- og menningarlífs. Því við þurfum fólk til að byggja þetta upp, fólk sem sér hag sinn tryggan með bú- setu hér. Við þurfum fjárfesta sem trúa því að hér sé skynsamlegt að fjárfesta og byggja upp. Ábyrgð bæjaryfirvalda er mikil í þessum málum og vil trúa því að þar séum við á réttri leið og við ætlum okkur að gera enn betur. En það er grunngerðin sem er undir- staðan og þar er ábyrgð stjórnvalda/ löggjafarvaldsins alger – með jöfnun búsetuskilyrða íbúa í landinu og rekstr- arumhverfis atvinnulífs. Löggjafinn setur líka allar reglur og lög sem varða rekstur sveitarfélaga í landinu og við verðum að miða allt okkar starf við. Í þeirri baráttu ætlum við okkur fullan sigur að lokum – þó ein og ein orr- usta hafi tapast,” segir Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar. eiríkur Finnur Greipsson. Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Hfj • Sími 588 3355 www.4h.is Mikið úrval auka og varahluta í flestar gerðir hjóla.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.