Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 11
VATNSFJÖRÐUR Í ÍSAFIRÐI
Þættir úr sögu höfuðbóls og kirkjustaðar
Guðrún Ása Grímsdóttir tók saman
Í þessu undirstöðuriti, sem ætti að vera ofarlega á lista hjá
öllu áhugafólki um sögu Íslands, er fjallað um einn þekktasta
sögustað frá upphafi byggðar í landinu og allt fram á okkar
daga. Þess er gætt að almenningur geti haft af henni full not
ásamt fræðimönnum, en höfundur tekur mið af nýjustu
fornleifarannsóknum á staðnum og öllum tiltækum rituðum
heimildum, bæði prentuðum og óprentuðum.
Saga Vatnsfjarðar er saga Íslands í smækkaðri mynd. Þar
hafa búið margir af merkustu Íslendingum fyrr og síðar og
staðurinn skipar mikilvægan sess í Íslandssögunni.
Síra Baldur Vilhelmsson er síðasti ábúandi og prestur sem
við sögu kemur í Vatnsfjarðarbók og situr hann staðinn enn
á friðstóli ásamt eiginkonu sinni Ólafíu Salvarsdóttur.
Í ritnefnd verksins eru þeir prófessorarnir Torfi H. Tuliníus,
sem er ritstjóri og Már Jónsson ásamt síra Baldri sem átti
frumkvæði að verkinu. Bókin er komin í allar helstu
bókaverslanir landsins og til sölu á www.vestfirska.is
netversluninni.
www.vestfirska.is