Vestfirðir - 10.10.2013, Side 2

Vestfirðir - 10.10.2013, Side 2
2 10. október 2013 Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Myndlistarfélagið á Ísafirði hefur áframhaldandi sýningarhald í Slunkaríki Myndlistarfélagið á Ísafirði býður nýja meðlimi vel- komna í félagið. Félagið hefur verið starfrækt frá árinu 1984 og hefur fé- lagið eflt starfið til muna á þessu ári með tilkomu Opinar vinnustofu og áframhaldandi sýningarhaldi í Slunk- aríki sem hefur fengið sinn stað á ganginum í Edinborgarhúsinu. Þeir sem hafa brennandi áhuga á myndlist eða starfa á sviði lista erum hjartan- lega velkomnir í félagið sem fundar 1-2 á ári. Áhugasamir sendi inn nafn og tölvupóst á edinborg@edinborg.is eða á facebook síðu Slunkaríkis www. facebook. com/Slunkariki. Fjölbreytt og áhugavert sýningarhald er ætíð í Slunkaríki sem og í öðrum sölum í edinborgarhúsinu. Árshátíð Dýrfirðingafélagsins haldin um næstu helgi Árshátíð Dýrfirðingafélagsins 2013 verður haldin 12. október í sal eldri borgara í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Húsið opnar kl. 18: 00 og hefst borð- hald kl. 19: 00 með girnilegu hlaðborði. Hin vinsæla hljómsveit Hafrót leikur fyrir dansi. Veislustjóri verður Ragnar Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson frá Kirkjubóli flytur minni Dýrafjarðar. Fleira verður til gamans gert, m. a. er happdrættið á sínum stað með fjöl- mörgum glæsilegum vinningum, vika í Átthaga er einn af þeim. Dýrfirðingar nær og fjær eru hvattir til að mæta og eiga skemmtilegt kvöld saman því maður er manns gaman! Þingeyri er eflaust mörgum ofarlega í huga margra þeirra sem mæta á árs- hátíð Dýrfirðingafélagsins. Bjartsýni ríkjandi þegar saltverk Norður & Co var opnað á Reykhólum Fjölmenni mætti þegar salt-verksmiðjunnar Norður & Co var opnuð á Reykhólum fyrir skömmu en þar var mættur forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og klippti á borða með eigendunum, Garðari Stefánssyni og Sören Roskilde. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son ávarpaði samkomuna og sagði um leið og hann klippti á borðann að framleiðsla hágæðasalts væri hafin hjá Norður og Co. Forsetinn gerði víðreist um Reykhólasveitina, heimsótti m. a. bæði barnaskólann og hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. Verksmiðjuhús Norður & Co við höfnina á reykhólum, skammt frá Þörungaverksmiðjunni. ,,Burtu með sorg og sút” - karlakórar syngja á Tálknafirði og Ísafirði á komandi helgi Söngferðalög er hluti af starfsemi Karlakórsins Þrasta, og bráð-nauðsynlegur hluti í félagslegu tilliti. Þrestir hafa á undanförnum árum farið víða, m.a. um Evrópu, til Þýskalands og til Bandaríkjanna þar sem sungið var í Carnegie Hall í New York. Innanlandsferðir eru einnig farnar öðru hverju og tekið er þátt í söngmótum, m.a. í Kötlumótum, en það er söngmót Sambands sunnlenskra karlakóra sem haldið er á nokkurra ára fresti. Landsmót eru haldin á nokkurra ára fresti og vorið 2012 stóð Karlakór- inn Ernir fyrir Heklumóti á Ísafirði, en það er söngmót karlakóra fyrir vestan, norðan og austan. Á það mót mættu margir karlakórar. Nú halda Þrestir til Vestfjarða og syngja þar í kirkjunni á Tálknafirði föstudaginn 10. október kl. 20.00 og á laugardeginum kl. 16.00 í Ísafjarðar- kirkju. Með Þröstum á Tálknafirði syngja í nokkrum lögum og einnig einir sér félagar í Karlakórnum Vestra, vestasta karlakór í Evrópu! Á Ísafirði er það svo Karlakórinn Ernir sem tekur þátt í sönggleðinni með sama hætti. Hér er einstakt tækifæri til að heyra í elsta starfandi karlakór landsins, en Karlakórinn Þrestir varð 100 ára 19. febrúar 2012 auk þess að heyra í heima- mönnum. karlakórinn ernir. karlakórinn Vestri. karlakórinn Þrestir.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.