Vestfirðir - 10.10.2013, Page 4

Vestfirðir - 10.10.2013, Page 4
4 10. október 2013 VestFIRÐIR 10. tBL. 2. ÁRGANGUR 2013 Útefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang amundi@fotspor.is. auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor. is. ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@ simnet.is. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 3.000 eintök. dreifing: Íslandspóstur. FRÍBLAÐINU VESTFIRÐIR ER DREIFT Í 3.000 EINTÖKUM Á ÖLL HEIMILI OG FYRIRTÆKI Á VESTFJÖRÐUM Að elska fjölskyldu sína þykir flestum sjálfsagt mál, en að elska óvin sinn og bera fyrir honum virðingu er hreinn kærleikur. Kærleikurinn er einfaldur, sýndu hann því það er svo auðvelt og kostar ekkert. Einelti er allt of algengt hér á landi, og oft líðst það þrátt fyrir fögur orð um að tekið sé með festu á slíkri vanvirðu. Stúlka sem var fædd með skarð í vör hefur þurft að þola slíkt einelti alla tíð. Það lýsir hins vegar afar bágum karakter þeirra sem slíkt stunda, jafnvel heimsku. Þessi harðneskja í samskiptum fólks birtist með ýmsum hætti og er allt of algeng er í nútíma þjóðfélagi. En kannski hafa þeir unglingar sem telja einelti ekkert athugavert það eftir háttarlagi þeirra fullorðnu. Þeir verða kannski varir við harðneskjulegar innheimtuaðgerðir banka, tryggingafélaga og fleiri stofnana á eigin heimilum og finnst því ekkert athugavert að endurspegla það. Sumar innheimtuaðgerðir eru ekkert annað en gróft einelti. Virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi er í molum, og þar er við engan annan að sakast en sjálfa þingmennina. Þingmenn þjóðarinnar ættu að sýna hver öðrum meiri kærleika, þá gengju þingstörfin kannski betur á Alþingi og meiri virðing yrði borin fyrir stjórnmálamönnum almennt. Flest kosningaloforð stjórnarflokkanna sem gefin voru á vordögum hafa ekki enn séð dagsins ljós, en vonandi stendur það til bóta, a.m.k. hefur forsætisráðherra boðað stórfellda hjálp til handa þeim heimilum sem verst standa fjárhagslega með sérstakri bjartsýnisræðu þegar umræður voru um stefnuræðu ríkisstjórn- arinnar. Almenningur vill trúa því að svo verði, annars fer allt í bál og brand og þá verður svokölluð búsáhaldabylting aðeins hjóm eitt í samanburði við þær aðgerðir sem reiður almenningur gæti gripið til. Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lauk 1. september sl., nú bíður þjóðin raunhæfra aðgerða, vonandi var til einhvers beðið allt sumarið. Á árinu 2013 eru liðin fimm ár frá því að bankakerfið á Íslandi hrundi, veigamiklir hlutar atvinnulífsins urðu fyrir stórum áföllum og efnahagsleg holskefla reið yfir, ekki einungis hérlendis heldur einnig víða í nágranna- löndum okkar. Staða sveitarfélaga var mjög misjöfn á þessum tímamótum. Hluti þeirra hafði riðið á faldi efnahagsbólunnar meðan önnur höfðu ekki orðið hennar vör heldur starfað í kyrrstöðu á margan hátt. Engu að síður brugðist sveitarfélögin við breyttum aðstæðum og samstaða ríkti meðal þeirra um að bregðast við með aðhaldi í rekstri, markvissari vinnubrögðum og vandaðri fjármálastjórn. Rekstrarniðurstaða nokkurra sveitarfélaga á Vestfjörðum er neikvæð eftir óreglulega liði, en hvergi virðist þó ástandið vera það alvarlegt að aðvörunarbjöllur hringi. Rekstur smærri sveitarfélaga er þó sýni þyngri, og hlutfallslega mun stærri hluti tekna þeirra sveitarfélaga fer til mennta- og menningarmála og þá er svigrúmið minna til að veita aðra þjónustu, s.s. til eldri borgara. Með vaxandi ferðamannastraumi til landsins vænkast vonandi hagur sveitarfélaganna, en það felst mikil áskorun í því að að taka á móti auknum fjölda ferðamanna á Íslandi. Náttúra landsins er helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna, en yfir 80% þeirra nefna hana sem ástæðu Íslandsfarar. Á sama tíma er náttúra landsins sérlega viðkvæm fyrir átroðningi og umferð. Þessi grundvallaratriði undirstrika mikilvægi þess að setja náttúruvernd í öndvegi á Íslandi, ekki eingöngu náttúrunnar sjálfra vegna, heldur einnig vegna ferðaþjónustunnar í landinu. Sýnum þessum málum skilning í samhengi, látum ekki gróðarsjónarmið ráða ferðinni þegar kemur að móttöku erlendra ferðamanna. Þar skiptir búseta nákvæmlega engu máli. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Er raunverulega von á hjálp við heimili í fjárhagsvanda? Leiðari Markaðsmál sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunar Þann 6.september sl. var haldin sjávarútvegsráðstefna á Ísafirði. Áherslur ráðstefnunnar voru rannsóknir og þróun í sjávarútvegi ásamt gæða og markaðsmálum sjávarút- vegs. Sérstök áhersla lögð á vestfirskan sjávarútveg og samkeppnishæfni hans. Ráðstefnuna setti Sigurður Ingi Jó- hannsson, auðlinda-, sjávarútvegs- og umhverfisráðherra sem var sótt af rúmlega 90 manns. Í erindi sínu talaði ráherra um tækifæri í sjávarútvegi Vestfjarða sem væru einna helst fólgin í þekkingu svæðisins á sjómennsku og nálægð við auðlind því væri mörg tæki- færi fyrir svæðið. Þrátt fyrir þá sérstöðu að smábátaútgerð á Vestfjörðum væri mikilvægari en annarsstaðar á landinu gæti sóknarfæri Vestfjarða einmitt verið í útgerð þeirra. Smábátaútgerð væri að mörgu leiti hliðholl umhverfi sínu. Sér- staða svæðisins til framtíðar væri því hágæða fiskur með umhverfisvænum veiðum undir ábyrgri stjórnun sem mætti m.a. upprunamerkja. Sækjast ætti eftir meiri gæðum og hærra verði. Slíkar áherslur gætu skapað sérstöðu og gert ímynd Vestfjarða skýrari á mörk- uðum. Ráherra velti þeirri spurningu fram hvort nýta mætti veiðigjöldin með öðrum hætti t.d. á Vestfjörðum að hluti veiðigjalda færi til byggðarlaga? Þá ekki endilega eingöngu til sjávarútvegs í byggðunum heldur til uppbyggingu samfélags þeirra. Sem gæti stuðlað að bættri þjónustu og mannlífi á Vest- fjörðum. Í lok ráðstefnunnar skrifuðu Atvinnuþróunarfélag Vestfjara og Matís undir samstarfssamning sem snýr að því að efla samkeppnishæfni sjávarútvegs með því að skoða tæknilega stöðu sjáv- arútvegs og virðiskeðjuna nánar með áherslu á þau tækifæri sem hægt væri að hagnýta. Guðný Káradóttir hjá Íslandsstofu fjallaði um vörumerki og markaðs- setningu íslenskra sjávarafurða. Um- fjöllunarefni fyrirlestursins var m.a. af hverju skipta vörumerki máli?; hvað erum við að meina með orðinu brand/ vörumerki?; hvað er mörkun/branding?; hvernig er hægt að byggja upp sterkt vörumerki?; er það ávinningur fyrir ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki eða greinina í heild að byggja upp sterkt vörumerki? og getur sjávarútvegurinn haft hag af því að nýta sér vörumerkið Ísland í sínu markaðsstarfi? Aukin samkeppni ,,Samkeppni í sölu á sjávarafurðum er að aukast,” sagði Guðný Káradóttir. ,,Þá má spyrja hvað íslenskir framleiðendur geti gert til að mæta aukinni samkeppni á erlendum mörkuðum. Sjávarafurðir eru seldar um allan heim og auðkenndar með ýmsum hætti – eða ekki auðkennd- ar. Í mikilli samkeppni er eðlilegt að spyrja hvort hvað íslenskir framleið- endur geti gert til að mæta aukinni eft- irspurn á markaði. Skiptir uppbygging á vörumerki þá einhverju máli? Vöru- merki þjóna ekki aðeins þeim tilgangi að auðkenna vörur og þjónustu heldur gefa þau einnig viðskiptavinum til kynna hvaða væntingar þeir geta gert til vöru eða þjónustu – jafnvel til lands. Fyrir- tæki með sterkt vörumerki geta sett upp hærra verð fyrir sína vöru og geta búist við meiri eftirspurn.” Fleiri skilgreiningar Vörumerki má túlka út frá hinu sýnilega og áþreifanlega vörumerki sem birtist m.a. í þeim vörumerkja-auðkennum sem valin en líka út frá óáþreifanlegum og huglægum þáttum sem viðskiptavin- ir tengja við vörumerkin, jafnvel tónlist og lykt. Talað er um brand elements, en það eru þeir þættir sem valdir eru til að einkenna vöruna og aðgreina hana frá annarri vöru. Þetta eru ekki bara sýnileg einkenni, þetta geta verið atriði eins og tónlist og jafnvel lykt. Þannig má segja að vörumerkið verði til hjá neytandanum - upplifun neytandans sem mótar það og ákvarðar hversu sterkt eða jákvætt það er. Framleiðni og arðsemi ,,Í nýlegri samantekt sem gerð var um samkeppnishæfni Íslands og íslenskra atvinnugreina kemur frá að sjávarút- vegurinn ber af hér á landi hvað varðar framleiðni og aðrsemi starfseminnar. En því er einnig slegið föstu að aukin verðmætasköpun muni ekki nást með aukinni veiði vegna náttúrulegra tak- markana. Verðmætaaukningin gæti hinsvegar aukist með því að bættu markaðsstarfi og því verðmæti sem býr í vörumerkinu Ísland eða íslensk- um uppruna afurðanna. Þetta rímar við þær kannanir sem sýna þá þróun að fólk vill vita hvaðan hráefnið kemur,” sagði Guðný Káradóttir. Sjávarútvegsráðstefnan fór fram á Ísafirði. Nýtt tölvu- og tækniþjónustu- fyrirtæki á Tálknafirði Tölvur og Net er nýtt tölvu- og tækniþjónustufyrirtæki sem er til húsa á Strandgötu 38 á Tálknafirði. Þar var formlega tölvuverkstæði þann þann 1. október sl. Tölvur og Net er skrásett vörumerki undir fyrirtæk- inu Hergerður ehf. Tölvur og not, eða ToN.is eins og það er stundum kallað, er með endursölu samninga við Advania, Tölvulistann, Icetronica og Orbit frá Noregi til að geta þjón- ustað öll fyrirtæki og einstaklinga á sunnanverðum Vestfjörðum og jafnvel víðar. Fiskeldi í köldum strandsjó Íslands -vel heppnuð ráðstefna á Patreksfirði Ráðstefna um fiskeldi í köldum strandsjó fór fram á Patreksfirði dagana 3. og 4. október sl. Margir þekktir fyrirlesarar sóttu ráðstefnuna, m. a. Per Gunnar Kvenseth sem hefur víðtæka reynslu af rannsóknum og ráð- gjafastörfum innan Norsks fiskeldis. Per Gunnar er yfirmaður heilbrigð- ismála hjá fyrirtækinu Villa Organic, sem framleiðir vottaðan lax, bæði í Suður Noregi og í Austur Finnmörku. Þá ávarpaði einnig ráðstefnuna Cyr Couturier sem starfar sem sérfræðingur við sjávarútvegsstofnun við háskólann í St. Johns, Memorial Univercity. Cyr Couturier hefur jafnframt unnið náið með samtökum fiskeldismanna í Ný- fundnalandi sem og innan fiskeldis og skelræktar þar sem hann hefur m. a. verið formaður þeirra samtaka. Fyrir- lestur var um „burðarþol fjarða til fisk- eldis – Ancylus fjarðalíkanið“ sem Geir Helge Johnsen, Rådgivene Biologer As frá Noregi flutti, og vakti mikla eftirtekt þeirra sem ráðstefnuna sóttu. Fjöldi Íslendinga fluttu einnig fyr- irlestra á ráðstefnunni og má nefna, Héðinn Valdimarsson og Hafstein Guðfinnsson frá Hafrannsóknastofnun, Helga Jensson frá Umhverfisstofnun, Gunnar Eydal frá Teiknistofunni Eik, Jón Örn Pálsson og Jónatan Þórðarson frá Fjarðalax og Shiran Þórisson fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Alls komu 170 gestir frá fiskeldisfyr- irtækjum, stjórnsýslu, rannsóknastofn- unum og frá ýmsum þjónustugreinum og 120 gestir mættu til hátíðar- kvöldverðar á fimmtudagskvöldið. Sam- hliða ráðstefnunni var haldin vörusýn- ing frá fyrirtækjum frá Íslandi, Noregi og Færeyjum í fremri sal félagsheimil- isins. Með tilkomu Fosshótels Vestfirðir á Patreksfirði er mögulegt að halda slíka viðburði í bænum. Félagsheimili Pat- reksfjarða hentar einstaklega vel til ráð- stefnuhalds og fremri salurinn rúmar vel sérhæfða vörusýningu. Vegna þess hversu góðar viðtökur ráðstefnan fékk hefur Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Fiskeldisklasi Vestfjarða í hyggju að endurtaka slíkan viðburð með reglu- legum hætti á komandi árum. Fjölmargir sóttu ráðstefnuna sem er líklega sú fjölmennasta sem haldin hefur verið um fiskeldi enda er fiskeldi vaxandi atvinnugrein og verulega gjaldeyrisskapandi.

x

Vestfirðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.