Vestfirðir - 10.10.2013, Síða 6

Vestfirðir - 10.10.2013, Síða 6
6 10. október 2013 Vaxandi ferðamannastraumur til landsins: Eykur þörfina fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu Ferðamálastofa boðaði til morgunverðarfundar á Grand Hótel 1. október sl. Þar voru kynntar niðurstöður greiningar á þörfinni fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu. Mikil umræða hefur verið síðustu misserin um mikilvægi rannsókna fyrir þróun og uppbyggingu ferðaþjónustu og eftirspurn er mikil eftir margs konar gögnum sem tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt. Þó svo margt gott hafi áunnist á síð- ustu árum er ljóst að verulega vantar upp á fjármuni til gagnasöfnunar og rannsókna á sviði ferðaþjónustu. Það hefur margoft komið fram í opinberri umræðu að greinin situr ekki við sama borð og aðrar helstu atvinnugreinar þjóðarinnar þegar kemur að opinberu framlagi til rannsókna og að úr því verði að bæta. Miklar áskoranir bíða þessarar ört vaxandi atvinnugreinar og góður grunnur til að mæta þeim þarf að byggja á faglegum rannsóknum og greiningarvinnu. Niðurstöður úr þeirri greiningu sem unnar hafa verið eru mikilvægt innlegg í þá vinnu. Ýmiss ferðaþjónusta á Vestfjörðum hefur verið að aukast, gistirýmum fjölgar, og þar sem ókunnir eiga kannski síst von er alveg ómetanleg þjónusta fyrir ferðamenn, eins og að Hvítanesi í Skötufirði. Hver þiggur ekki kaffi og pönnukökur á þessari leið? Líflegt starf hjá Félagi Álftfirðinga og Seyðfirðinga vestra Pubquiz og bjórkvöld var haldið hjá Félagi Álftfirðinga og Seyð-firðinga vestra 4. október sl. á Classic Rock í Ármúla og voru félags- menn hvattir til að fjölmenna og eiga eina góða samverustund fyrir aðalfund félagsins sem fram fer sunnudaginn 3. nóvember nk. Alla þessa viðburði má sjá á heima- síðu félagsins, sudavik.123.is, og verður tilkynntur með pósti til þeirra sem ekki hafa aðgang að netinu, þegar nær dregur. Allir þeir sem ekki hafa skráð netfangið sitt eru hvattir til að senda það á kofrinn@gmail. com, það auðveldar samskiptin. Félagsheimili Súðvíkinga var til margra ára í þessu húsi, og þar hafa eflaust margir brottfluttir Álftfirðingar og Seyðfirðingar skemmt sér vel, og jafnvel sakna þess tíma. Neyðarkall heilbrigðis- þjónustunnar Uppsögn Björns Zoega fram-kvæmdastjóra Landspítalans undirstrikar þá alvarlegu stöðu sem heilbrigðisþjónusta lands- manna er komin í. Allar starfsstéttir heilbrigðisþjónustunnar hafa sent út neyðarkall. Þær staðfesta að ekki er lengur hægt að veita það félagslega ör- yggi og þau gæði heilbrigðisþjónustu sem landsmenn vilja hafa og talin var sátt um. Sérfræðideildir eru undir- mannaðar, nauðsynlegustu tæki mörg biluð og úrelt. Heilu landshlutarnir eru án fullnægjandi heilbrigðisþjónustu langtímum saman. Fólk þarf að ferð- ast hundruð kílómetra til að sækja nauðsynlega læknisþjónustu. Landspít- alinn, flaggskip sérhæfðar heilbrigðis- þjónustu er í sárum. Þessi staða hefur hinsvegar átt sér aðdraganda og á ekki að koma neinum á óvart. Hún kemur í raun lítið sem ekkert „hruninu“ við, heldur er það notað sem skálkaskjól og afsökun fyrir aðgerðum og að- gerðarleysi undanfarinna ára. Einmitt í ,,hruninu“ áti að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar. Reyndar má segja að fram- kvæmdastjóri Landspítalans hafi ekki átt annars úrkosta en að segja af sér eftir launahækkunina sem gerð var að tjaldabaki fyrr á árinu. Enda fylgdi þeim gjörningi eðlileg hrina átaka um kaup, kjör og starfsaðstæður alls heil- brigðisfólks í kjölfarið. Ég hef áður lýst því hversu mér blöskraði hræsnin í ríkisstjórn Jó- hönnu Sigurðardóttur, sem ég sat í um tíma, allt velferðartalið og „verja heilbrigðisþjónustuna“ þegar svo hún var miskunnarlausast skorin niður og kostnaði velt yfir á notendur. Stjórnir og tengsl og aðkoma heima- manna við opinbera heilbrigðisþjón- ustu var skorin af í ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks; það að blanda heimamönnum eða samfé- laginu, notendum í sína eigin grunn- þjónustu, truflaði einkavæðinguna og torveldaði niðurskurðinn. Að skera af heilbrigðisstjórnir í heimahéruðum var sérstakt kappsmál framsóknarmanna í heilbrigðislögunum 2003. Það voru mikil mistök þegar hug- tökunum í lagaumgjörð um heilbrigð- ismál var breytt úr þjónustu í rekstur. Það sem við þurfum fyrst og fremst er grundvallar hugarfarsbreytingu að baki heilbrigðisþjónustunnar, miklu frekar en að umræðan snúist aðeins um þúsundir rúmmetra af steinsteypu. Jón Bjarnason Jón bjarnason, fyrrverandi þingmaður Norðurlandskjördæmis vestra.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.