Vestfirðir - 10.10.2013, Side 8

Vestfirðir - 10.10.2013, Side 8
8 10. október 2013 Afl Vestfirðinga er í hafinu - 300 milljarðar króna Búseta á Vestfjörðum hefur alltaf byggst á því sem hafið hefur gefið. Í öllum meginatriðum hefur það ekkert breyst og mun ekki breytast. Aðrar atvinnugreinar, svo sem ferðaþjónusta og landbúnaður, hafa töluverða þýðingu, en geta ekki haldið uppi samfelldri byggð án undirstöð- unnar, sjávarútvegsins. Í aldarfjórð- ung hefur verið samfellt undanhald á Vestfjörðum. Fækkun íbúa úr 11.000 í 7.000 segir alla söguna. Ástæðan er gífurlegur samdráttur í útgerð og vinnslu. Skýringin er að miklu leyti í helmings minnkun á heildarþorsk- veiði og að auki helmings minnkun á hlut vestfirskra fyrirtækja í veiðinni. Þorskveiðin og vinnslan hefur alltaf verið langstærsti þáttur útvegsins í fjórðungnum og þegar hann minnkar um 3/4 verður hrun. Náttúrulegar aðstæður hafa hins vegar ekki breyst neitt í líkingu við hrunið í Vestfirskum sjávarútvegi. Fengsælu fiskimiðin eru enn á sínum stað og gefa af sér á hverju ári mikla veiði. Hafrannsóknarstofnun tók saman, að minni beiðni, veiðar á Ís- landsmiðum frá 1991-2009, sundurlið- aðar eftir svæðum. Á svæðinu norðan Snæfellsness að Horni veiddust á þessu árabili að jafnaði 58.500 tonn af þorski eða 33% alls þorskafla á Íslandsmiðum. Veiðin hefur verið nokkuð stöðug á bilinu 43.000 - 65.000 tonn með fá- ein ár utan þessa bils. Á þessu svæði veiddust að jafnaði 25% alls ýsuafla eða um 14.500 tonn. Þar hefur verið meiri sveifla í aflabrögðum, með lítilli veiði fyrir árið 2000 en mun meiri eftir það eða um 20.000 - 25.000 tonn. Hlutur fjórðungsins í því sem miðin gefa af sér er rýr. Árin 2010 og 2011 var landað á Vestfjörðum aðeins um 22 þús tonnum eða um 12% af þorsk- veiðinni. Þarna vantar um 36.000 tonn á hverju ári. Svipuð niðurstaða er af ýsuveiðunum. 7-8 þúsund tonnum var landað á Vestfjörðum af um ríflega 20.000 tonna veiði. Það gera líka um 12% af heidarveiðinni. Þarna vantar rúmlega 10.000 tonn. Hrunið á umfangi vestfirsks sjávarút- vegs verður ekki skýrt með breytingum á lífríkinu eða fiskimiðunum undan fjórðungnum. Þau gefa svipað af sér og verið hefur. Skýringin liggur í skipulagningunni og kerfinu, sem gera útgerðum kleift að veiða á Vestfjarða- miðum, en landa og ráðstafa aflanum með meiri tilkostnaði í fjarlægum landshlutum. Það myndi þykja heldur skrýtin útgerð að nýta heita vatnið á höfuðborgarsvæðinu á þann hátt að senda stærstan hluta þess eftir löngum leiðslum til Vestfjarða og Austfjarða og nota það ekki nálægt upptökum þess. Þetta er verklagið í sjávarútveginum. Miklar breytingar hafa orðið í sjávar- útvegi á undanförnum aldarfjórðungi. Starfsfólki hefur fækkað mikið með auknum afköstum og tækniframförum. Sama þróun hefur orðið varðandi ýmsa þjónustu við skipin og bátana. Stór hluti teknanna af sjávarútveginu hefur færst til, frá verktaka- og launagreiðslum yfir í greiðslur fyrir veiðiréttinn. Ef sjáv- arbyggðirnar eiga að halda velli verða þær að fá sinn hlut í þessum greiðslum og nota þær til atvinnusköpunar og að veita íbúunum þjónustu. Þessar greiðslur eru orðnar gríðar- lega háar eftir að framsalið var leyft. Verðmæti kvótans er talið í hundruðum milljarða króna og nánast ekkert af því rennur um hagkerfi sjávarbyggðanna, heldur er í höndum fárra einstaklinga. Miðin á Breiðafirði og Vestfirði skila miklum arði sé miðað við það verð á veiðiheimildum sem skrifstofa LÍÚ hefur komið á og Fiskistofa birtir upp- lýsingar um. Leiguverð á þorski er um 186 kr/kg og á ýsu um 299 kr/kg. Verð fyrir veiðiréttinn til lengri tíma tekur svo mið af þessu verði. Þetta er verð sem útgerðarmenn krefjast fyrir veiði- réttinn og sannanlega það gjald sem aðrir útgerðarmenn greiða. Fyrirtækin eru rekin með hagnað þrátt fyrir þessa verðlagningu. Viðskiptabankarnir lána stórfé til þessara kvótakaupa og eru greinilega sannfærðir um greiðslugetu fyrirtækjanna. Niðurstaðan er að hátt verð fyrir veiðiheimildir er orðin stað- reynd sem mun ekki breytast. Sé miðað við ofangreint leiguverð á þorski og ýsu og að auki áætlað fyrir leiguverði á öðrum fisktegundum sem eru veiddar á þessum miðum fæst að útgerðarfyrirtækin meta veiðiréttinn á Breiðafjarðar- og Vestfjarðamiðum ekki undir 15 milljörðum króna árlega. Það gera um 300 milljarða króna á þeim 20 árum sem liðin eru síðan framsalið fór að segja til sín. Þarna liggur aflið sem áður var í vestfirskum sjávarútvegi. Peningarnir sem áður hrísluðust um byggðarlögin eru núna samanþjapp- aðir í kvótaverðinu. Þeir eiga hvergi betur heima en í sjávarplássunum við fiskimiðin. Það má hugsa sér að skipta aðgangsgjaldinu að miðunum milli ríkis og byggðarlaganna, enda verði sanngjörn skipting á arðinum af nýt- ingu annarra auðlinda þjóðarinnar, svo sem jarðhita. Ef Vestfirðir eiga að rísa á ný verður fjórðungurinn að sækja á ný aflið í það sem hafið gefur. Kristinn H. Gunnarsson kristinn H. Gunnarsson. Á fiskvinnslan að geta átt kvóta? - verða nýju hálaunastörfin í sjávarbyggðunum? Sjávarútvegsfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hótel miðvikudaginn 2. október sl. Meðal efnis á dagskrá fundarins var erindi Vilhjálms Eg- ilssonar rektors Háskólans á Bifröst sem nefndist „Á fiskvinnslan að geta átt kvóta? “ Hann greinir m. a. frá þeim ástæðum og rökum sem Tvíhöfðanefndin svokallaða hafði fyrir tillögu sinni um fiskvinnslu- kvótann sem var ein veigamesta til- lagan. Ekki náðist sátt um tillöguna á sínum tíma en Vilhjálmur velti fyrir sér hvernig framþróun í fisk- vinnslunni hefði orðið ef tillagan hefði verið samþykkt. Að hans mati hefði þróunin hefði orðið á forsendum fiskvinnslunnar frekar en veiðanna sem hefði leitt til hægari þróunar í sjófrystingu en fleiri minni fiskvinnslur hefðu orðið samkeppnishæfari. Meiri stöð- ugleiki hefði orðið í sjávarbyggðum og tekjur í vinnslunni meiri, en að sama skapi tekjur útgerðar og sjó- manna lægri. Þannig hefði rekstur- inn orðið enn markaðsdrifnari, þar sem aflamarkskerfið gefur færi á að skipuleggja sjávarútveginn á forsendum markaðarins og skapa sem mest verðmæti. Í dag hefur vinnslan í landi náð sér á strik og áhersla lögð á alla verðmætakeðjuna. Ferskur fiskur er ráðandi í þróuninni og sjófrysting er ekki lengur með sama forskot. Nýjar greinar eru að koma inn í líftækni, heilsutengdum vörum og lækninga- vörum sem geta tvöfaldað verðmæti þorsksins. Í kjölfarið velti Vil- hjálmur upp þeirri spurningu hvort að nýju hálaunastörfin muni verða til í sjávarbyggðunum. Að lokum nefndi hann nokkur dæmi sem hann kaus að nefna stríð morgundags- ins, en það er að skilgreina hvað það er og heyja rétta stríðið. Ekki eyða orkunni í stríð fortíðarinnar, heldur kanna hvar verður hægt að ná árangri, hvernig sjávarútvegur verður eftir 10-20 ár og hvaða hlut sjávarbyggðirnar munu vilja eiga í þeim sjávarútvegi. Vilhjálmur egilsson rektor. Auglýst eftir umsóknum um viðbótaraflamark Fjögur af sex sveitarfélögum sem koma til greina eru á Vestfjörðum Með breytingu á lögum nr 116/2006 þann 25. júní 2013 samþykkti Al- þingi að Byggðastofnun skuli næstu fimm fiskveiðiár hafa til ráðstöfunar aflaheimildir sem nema 1.800 þorskí- gildislestum til að styðja byggðar- lög í alvarlegum og bráðum vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Byggðastofnun hefur mótað eftir- farandi viðmið um úthlutun veiði- heimilda samkvæmt þessari heim- ild. Meginmarkmið verkefnisins er að auka byggðafestu í þeim sjávar- byggðum sem: o standa frammi fyrir alvarlegum og bráðum vanda vegna skorts á aflaheimildum eða óstöðugleika í sjávarútvegi, o eru háðastar sjávarútvegi og eiga minnsta möguleika á annarri at- vinnuuppbyggingu, o eru fámennar, fjarri stærri byggða- kjörnum og utan fjölbreyttra vinnu- sóknarsvæða. Í því skyni er stefnt að uppbyggingu í sjávarútvegi sem: o skapar eða viðheldur sem flestum heilsársstörfum fyrir bæði konur og karla við veiðar, vinnslu og af- leidda starfsemi í viðkomandi sjáv- arbyggðum, o stuðlar að sem öflugastri starf- semi í sjávarútvegi til lengri tíma og dregur sem mest úr óvissu um framtíð sjávarbyggðanna. Stjórn Byggðastofnunar hefur á grundvelli greiningar á stöðu einstakra byggðarlaga ákveðið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um nýtingu við- bótaraflaheimilda til að stuðla að meginmarkmiðum verkefnisins í eft- irtöldum sjávarbyggðum sem falla að ofangreindum viðmiðum; Breiðdalsvík í Breiðdalshreppi, Drangsnes í Kald- rananeshreppi, Flateyri í Ísafjarðarbæ, Raufarhöfn í Norðurþingi, Suðureyri í Ísafjarðarbæ og Tálknafjörður í Tálknafjarðarhreppi. Endanlegt val á 4-6 byggðum og samstarfsaðilum mun byggja á eftirfarandi þáttum: o Trúverðugum áformum um útgerð, vinnslu sjávarafurða eða aðra starf- semi. o Fjölda heilsársstarfa fyrir karla og konur. o Sem bestri nýtingu þeirra veiði- heimilda sem fyrir eru í byggðar- laginu. o Öflugri starfsemi til lengra tíma sem dregur sem mest úr óvissu um framtíðina. o Jákvæðum áhrifum á önnur fyrir- tæki og samfélagið. o Traustri rekstrarsögu forsvars- manna umsækjanda. Flateyri.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.