Vestfirðir - 10.10.2013, Side 12

Vestfirðir - 10.10.2013, Side 12
10. október 201312 Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar: Íbúar Tálknafjarðarhrepps taka afstöðu á íbúaþingi í nóvember Á fundi hreppsnefndar Tálkna-fjarðarhrepps 11. september sl. var tekið fyrir erindi frá bæjarstjórn Vesturbyggðar þar sem farið er fram á umræður um samein- ingu sveitarfélaganna. Væntanlega yrðu þá kosningar jafnhliða sveitar- stjórnarkosningum í lok maímánaðar á næsta ári. Í bókun um erindi Vest- urbyggðar á hreppsnefndarfundinum er vísað til erindis Vesturbyggðar en þar er minnt á marvísleg samstarfs- verkefni sem unnin eru hjá sveitarfé- lögunum og hafa verið að þróast jafnt og þétt gegnum tíðina. Síðan segir m.a.: ,,Samstarfið við Vesturbyggð hefur, eins og önnur samstarfsverkefni sem Tálknafjarðarhreppur er þátttak- andi í, gengið vel og ekki er óþekkt að sveitarfélög eiga með sér samstarf á sem breiðustum grunni, bæði til að lágmarka kostnað, efla þjónustu og til að geta tekið að sér stærri verkefni íbúum til heilla. Samstarf er bæði hjá stórum sveitarfélögum jafnt sem þeim minni. Sveitarstjórn vill þó taka fram að nálgun Vesturbyggðar á samein- ingu sé í hæsta máta óeðlileg. Bæjarráð Vesturbyggðar byrjar umræðuna með bókun og ósk um sameiningu þegar sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps er í sumarfríi og kemur ekki til starfa með formlegum hætti fyrr en 11. septem- ber, nærri tveimur mánuðum eftir að bókun bæjarráðs fer í umræðu. Bókun bæjarráðs Vestubyggðar fer svo út til fjölmiðla þar sem fulltrúar Vestur- byggðar eru til viðtals og eru að tjá sig um mál sem er jafn viðkvæmt og raun ber vitni. Sveitarstjórn vill ekki með þessu útiloka aukið samstarf og jafnvel sameiningu. Því á væntanlegu íbúaþingi sem haldið verður á Tálkna- firði vegna vinnu við fjárhagsáætlun mun þetta mál meðal annars bera á góma og verða rætt. Það er skýlaus vilji sveitarstjórnar að sameining milli fyrst Patreksfjarðar, Bíldudals, Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps og Tálknafjarðar og síðar Vesturbyggðar og Tálkna- fjarðararðarhrepps sem nú þegar hefur verið hafnað í þrígang í kosn- ingum, verði ekki þvinguð fram af kjörnum fulltrúum, heldur skal krafan koma frá íbúum á þeim vettvangi þar sem íbúar tjá sig um málefni sveitarfé- lagsins, s.s. á íbúaþingi.” Bókunin var samþykkt samhljóða af hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps. Bjarnveig Guðbrandsdóttir, vara- oddviti Tálknafjarðarhrepps segir að ekkert gerist í þessu sameiningarmáli fyrr en fyrir liggur viljayfirlýsing íbúa Tálknafjarðarhrepps um málið, en samhliða íbúaþingi, sem ráðgert er að halda í nóvembermánuði nk., er ráðgert að kosning fari fram um það hvort kjósi eigi um sameiningu við Vesturbyggð samhliða sveitarstjórnar- kosningum í lok maímánaðar á næsta ári. Engin samþykkt hefur verið gerð í bæjarstjórn Vesturbyggðar eftir að bókun sveitarstjórnar Tálkna- fjarðarhrepps lá fyrir, og verður málið ekki tekið fyrir fyrr en eftir íbúafund- inn á Tálknafirði. Fámennustu sveitarfélög- in borga mest Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitar- félaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menn- ingar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitar- félögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Halldór Hall- dórsson, ræddi þessi mál m.a. á fjár- málaráðstefnu sveitarfélaganna sem fram fór í síðustu viku, og sagðist vilja skoða sameiningu sveitarfélaga, fyrst og fremst minni sveitarfélaga, svo einfaldara verði fyrir þau að taka við stærri verkefnum. Fyrir nokkrum árum var í gildi reglugerð sem sagði að íbúafjöldi sveitarfélags yrði að vera að lágmarki 500 íbúar, en síðar var það fellt niður, þ.e. ekkert lágmark er í gildi í dag. Halldór nefndi m.a. að ýmsir teldu að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags yrði að vera 8.000 manns til þess að til þess m.a. að auka þjón- ustuna við íbúana. Rétt er að taka fram að blaðið VESTFIRÐIR er alls ekki að taka afstöðu til sameiningamála á Vestfjörðum, aðeins að vekja athygli á þeirri umræðu sem fram hefur far- ið um sameiningarmál sveitarfélaga almennt á fjármálaráðstefnu sveitar- félaga og eftir að henni lauk. tálknafjörður. Sveitarstjórn vill ekki með þessu útiloka aukið samstarf og jafnvel sam- einingu. Því á væntanlegu íbúaþingi sem haldið verður á Tálknafirði vegna vinnu við fjárhagsáætlun mun þetta mál meðal annars bera á góma og verða rætt. Fosshótel Vestfirðir á Patreksfirði: Hefur verið vítamínssprauta fyrir ferðaþjónustu á sunnanverðum Vestfjörðum Nýtt og glæsilegt hótel var opnað á Patreksfirði í sum-arbyrjun. Framkvæmdir hafa staðið yfir frá því sumarið 2012, en gamla frystihúsið og sláturhúsið á Geirseyri fær algjörlega nýtt hlutverk eftir þessa yfirhalningu. Gamla slát- urhúsið hafði staðið autt um árabil, og var til lítis yndislauka og jafnvel Patreksfirðingum til ama. Fosshótel Vestfirðir er 3ja stjörnu hótel með veitingastað og bar og veitir 20 manns vinnu, svo það er verulega atvinnu- skapandi á staðnum. Á hótelinu verða 40 herbergi með baðherbergi. Öll herbergi, bar og morgunverðarsalur verða reyklaus svæði. Patreksfjörður er einn af vinsælustu áfangastöðum á Vestfjörðum. Landslagið er stórbrotið á Vestfjörðum, dýralífið einstakt og ósnert náttúra nánast hvert sem litið er. Í Vesturbyggð eru miklar andstæður og þar má m.a. heimsækja Látrabjarg, Rauðasand og fossinn Dynjanda. Pat- reksfirðingar hafa svo sannarlega tekið þessu nýja hóteli fagnandi og nýtt sér frábæra veitingaþjónustuna. Ritstjóri VESTFJARÐA getur stað- fest að það er svo sannarlega engin svikinn af því að njóa þjónustu hótels- ins. Í veitingasalnum hljómar hljóðlát íslensk tónlist svo gestir geta vel talað saman. Herbergin eru fin og raunar ótrúlegt að hvernig hægt hefur verið að breyta gömlu sláturhúsi með svona afgerandi hætti. Hótelið er ennfremur mjög áberandi í götumyndinni og er opið allt árið, nokkuð sem ekki var hægt að treysta á áður fyrr hjá þeim aðilum sem hafa boðið gistingu á Pat- reksfirði. Fosshótel ásamt kirkjunni á staðnum gæti auðveldlega orðið svo- lítið ,,andlit” staðarins í framtíðinni rétt eins og frystihúsið var áður, en með nokkuð öðrum hætti. Hvað dregur ferðamenn til Patreks- fjarðar? Fyrst og fremst góð og örugg gisting, en síðan er það umhverfið, náttúran, hafið og þessi kyrrð sem svo gott er að njóta að kvöldlagi þegar gengið er um staðinn. Starfsmennirnir Loftur Hilmar Loftsson veitingastjóri ásamt tveimur starfsmönnum hótelsins fyrir fram aðalinngang þess.

x

Vestfirðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.