Vestfirðir - 10.10.2013, Síða 14

Vestfirðir - 10.10.2013, Síða 14
» DIESELSTILLINGAR » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » SÖLU- OG MARKAÐSDEILD » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA Við flytjum að Dvergshöfða 27 Við höfum þjónað íslenskum sjávarútvegi í áratugi Vesturhraun 1 - 210 Garðabæ Sími 535 5850 - framtak.is Bás G40 14 10. október 2013 Meðalhitinn í Bolungarvík var 6,1 stig í september Hiti í septembermánuði var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990, en um víð- ast hvar rúmlega 1 stigi undir með- allagi síðustu tíu ára. Úrkomusamt var á landinu og þurrkar víða daufir. Mikið norðanillviðri með nokkrum sköðum gerði um miðjan mánuðinn og setti niður talsverðan snjó á heiðar og í fjöll. Meðalhiti í Reykjavík var 7,1 stig,0,2 stigum neðan meðallags áranna 1961 til 1990, en 1,6 stigum undir meðal- lagi síðustu tíu ára. Þetta er kaldasti september síðan 2005, en hiti var mjög svipaður í september í fyrra. Í Bol- ungarvík var meðalhitinn 6,1 stig sem er 0,1 stig undir meðallagi. Hæstur var meðalhiti mánaðarins á Garðskaga- vita,8,1 stig og 7,9 í Surtsey. Úrkoman mældist 89,7 mm í Reykjavík. Það er um 35% um- fram meðallag áranna 1961 til 1990 og þannig var það víða á vestan- verðu landinu. Úrkoma í Reykjavík mánuðina júní til ágúst mældist 36% meiri en í meðalári. Hún var nánast jafnmikil í þessum mánuðum árið 2008. Úrkoman mældist 1 mm eða meiri 61 dag. Það er 16 dögum fleiri en í meðalsumri. Fjöldinn náði síðast 60 sumarið 2003 (62 dagar). bolungarvík. BÍ/Bolungarvík endaði í 5. sæti 1. deildar karla BÍ/Bolungarvík hafnaði í 5. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu en fyrir síðustu umferð var liðið með 37 stig eftir 3:2 sigur á Leikni Reykja- vík og átti möguleika með sigri í síðasta leiknum að komast upp í úrvalsdeild karla, en þá varð liðið að treysta á úrslit í öðrum leikjum, þ.e. að liðin fyrir ofan það að stigum töpuðu sínum leikjum. Þetta var Fjölnir, Víkingur Reykjavík, Haukar og Grindavík. Það gekk ekki eftir, en BÍ/Bolungarvík vann Tindastól í síðasta leik sumarsins 2:0 með mörkum Loic Cédric Mbang Ondo og Theodore Eugene Furness og hlaut 40 stig. Fjölnir og Víkingur fara upp í úrvalsdeildina en upp úr 2. deild í 1. deild koma HK í Kópa- vogi og Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, en úr deildinni féllu KF í Fjallabyggð og Völsungur á Húsavík. Í lok leiksins gegn Tindastóli sem fram fór á Sauðárkróki sýndi dómari leiksins þjálfara BÍ/Bolungarvík, Jör- undi Áka Sveinssyni, rauða spjaldið eftir að Jörundur hafði fyrr í leiknum fengið að sjá það gula. Þetta var líka hlutskipti Hafsteins Rúnars Helgasonar sem sá rautt spjald í lok leiksins. Það er heldur dapurt að þjálfari þurfi að líta rauða spjaldið, ekki síst í lok leiks þar sem lið hans hefur unnið sigur. Fyrsta deild kvenna Lið BÍ/Bolungarvíkur í 1. deild kvenna A-riðli, endaði í 8. sætinu með 9 stig, en bæði efstu liðin í A-riðli, Fjölnir og ÍA, unnu sér sæti í úrvalsdeild kvenna. Úr úrvalsdeild féllu í 1. deild kvenna HK/Víkingur og Þróttur. Frá leik bÍ/bolungarvík í sumar gegn Haukum í Hafnarfirði. Skotið fór hárfínt framhjá. Dominosdeild karla í körfubolta: KFÍ spáð erfiðum vetri KFÍ lendir í 11. eða næst neðsta sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta, Dominosdeildinni, ef mark má taka á spá þar um sem birt var í byrjun vikunnar. KR er spáð Ís- landsmeistaratitlinum og Keflavík 2. sæti en Valur hlýtur samkvæmt spánni 12. eða neðsta sætið. KFÍ byrjar mótið á morgun, föstudag 11. október, með leik á Ísafirði gegn Njarðvík sem kemur með ungt og sprækt lið til leiks. Njarð- víkingum er spáð 3. sætinu í deildinni á leiktímabilinu 2013 – 2014. Ísfirðingar fara svo til Keflavíkur í næsta leik og leika við heima menn föstudaginn 18. október. Fulltrúi kFÍ í Laugardalnum , Jón Hrafn baldvinsson, þegar kynnt var spá þjálfara, fyrirliða og formanna félaganna. Fyrirliðar liðanna sem keppa í Dominosdeild karla á komandi leiktíð.

x

Vestfirðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.