Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur4. iúlí 2002 L~l hRM./.úXU ™ Ester Hansen, fyrrverandi forstöðukona leikskólans Sóla, varð áttræð fyrir skömmu og af því tilefni heimsóttu leikskólabörnin hana og sungu afmælissönginn fyrir afmælisbarnið. Opið bréf til meiri- hluta bæjarráðs Eins og fram kom í fréttum sl. fimmtudag þá sóttum við 12 hjúkrunarfræðinemar um styrk til Vestmannaeyjabæjar vegna ferðar okkar á nýnemaviku í Háskólanum á Akureyri vikuna 17. - 23. ágúst nk. Meirihluti bæjarráðs hafnaði þessari beiðni okkar en vísaði á starfs- menntunarsjóði stéttarfélaga. Viljum við því með bréfí þessu koma eftirfarandi á framfæri: Þetta nám er kennt um fjarfundafundabúnað frá Háskólanum á Akureyri og er þetta fullur skóli þar sem við sitjum í tímum frá kl. 8 -15 á degi hverjum og fylgjumst með þeirri kennslu sem fram fer á Akureyri. Það gefur auga leið að það er ekki hægt að vinna með slíku námi og er ekki ætlast til þess. Þ.a.l. þar sem við erum ekki í vinnu með náminu erum við ekki í neinu stéttarfélagi og höfum því ekki aðgang að starfsmenntunarsjóðum. Langar okkur að það komi fram að við höfum þurft að hafa mikið fyrir því að fá þetta nám hingað - safnað undirskriftum og sent norður til að sýna áhuga á þessu námi. Þegar ákveðið var að þetta nám kæmi til Vestmannaeyja var það augljóst að sá búnaður og sú aðstaða sem hér var til staðar myndi engan veginn henta fyrir þetta nám. Fórum við þá á fund Guðjóns Hjörleifssonar þáverandi bæjarstjóra og báðum um stuðning til að fá betri aðstöðu og búnað. Guðjón taldi betra að við skrifuðum sjálf bréf til mennta- málaráðherra og skýrðum þetta mál þar sem Guðjón taldi okkur betri þrýstihóp vegna þessa. Við skrifuðum bréf til Bjöms Bjamasonar þáverandi menntamálaráðherra, aðstoðarmanns hans og allra þingmanna Suðurlands og skýrðum frá máli okkar. Einnig fórum við á fund ísólfs Gylfa þingmanns Framsóknarflokksins og skýrðum okkar mál fyrir honum. Niðurstaðan varð sú að ijármagn kom frá rikissjóði og teljum við að þrýst- ingur okkar hafi skilað árangri og þetta fjármagn skyldi notað til að uppfæra fjarfundabúnaðinn og koma honum í betra húsnæði þar sem aðstaða til náms er mun betri. Núna 17. júní sl. útskrifuðust 10 hjúkrunarfræðingar frá ísafirði, sem stunduðu nám sitt í gegn um fjar- fundabúnað frá Háskólanum á Akur- eyri. Bæjaryfírvöld á ísafirði studdu mjög vel við bakið á þessum nemum. Þeim var m. a. útvegað húsnæði fyrir heimanám þar sem þeir höfðu aðgang að tölvu og prentara. Einnig þurftu þeir á þessu 4 ára námstímabili að fara 9 ferðir á Akureyri vegna námsins og greiddi ísafjarðabær flugfargjöld íyrir nemana og auk þess fékk hver og einn nemi dagpeninga að upphæð kr. 2.500 á dag meðan á dvöl þeirra á Akureyri stóð. A Isafírði er það stefna bæjar- yfirvalda að styðja við þá nemendur sem stunda fjamám í sinni heima- byggð. I því skyni hafa þeir stofnað Þróunar- og starfsmenntunarsjóð Isafjarðarbæjar og getur fólk sem þar er í Ijamámi sótt um styrk í þann sjóð t.d. vegna ferða í tengslum við fjar- kennslu. Finnst okkur að bæjaryfir- völd hér í bæ ættu að taka Ísaíjarðar- bæ sér til fyrirmyndar. Teljum við að hluta af þeirri fólksfækkun sem hér hefur átt sér stað sl. ár megi rekja til þess að fólk sem fer héðan burt til náms snýr ekki heim að námi loknu. Finnst okkur byggðastefna bæjaryfir- valda hér ekki samræmast þeim mál- efnasamningi sem meirihluti bæjar- stjómar kynnti bæjarbúum í Dagskrá þann 14.júnísl. Þar sem við höfum þurft að beijast fyrir því að fá þetta nám hingað, og einnig að fá fjármagn fyrir búnaði og aðstöðu þá hefðum við haldið að bæjaryfirvöld hefðu átt að sýna áhuga og vilja á að styrkja okkur og þá sérstaklega í ljósi þessa málefna- samnings. Að endingu viljum við þakka Guðrúnu Erlingsdóttur fýrir að hafa sýnt máli okkar skilning og stuðning. Þar sem fulltrúar bæjarráðs hafa ekki ákveðna viðtalstíma fyrir bæjarbúa þá viljum við hér með óska eftir fundi með þeim. Hjúkrunarfræðinemar Vestmannaeyjum Handverk 2002 Garðaskoðun í Eyjum Handverkshátíðin Handverk 2002 hefst að Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit flmmtudaginn 8. ágúst og stendur í fjóra daga. Samtals er sýningarsvæðið um 1700 fermetrar í íþróttahúsi Hrafna- gilsskóla og kennsluhúsnæði skólans. Einnig er sýnt í útibásum. A sýn- ingarsvæðinu verða bæði sölu- og vinnubásar handverksfólks og gefst gestum tækifæri á að sjá hand- verksfólk að störfum. Þema sýningarinnar að þessu sinni er torf og grjót. Leitast verður við að móta umgjörð sýningarinnar og dag- skrá með þemað að leiðarljósi. Ymsir athygliverðir gestir koma á hátíðina og má þar nefna að Helgi Sigurðsson verður með fyrirlestur um torlbleðslu og þrír erlendir kennarar verða með námskeið í kringum sýninguna. Þessir kennarar munu jafnframt vera að störfum sýningardaga og þannig gefst sýningargeslum kostur á að fylgjast með handverki unnu með þekkingu sem því miður virðist glötuð á Islandi. í tenglsum við Handverk 2002 verður komið upp útitjaldi og torgi þar sem seldar verða veitingar og þar eru einng sölubásar þar sem megináhersla er lögð á afurðir heimilanna. A laugardagskvöldinu verður skemmti- kvöld í tjaldinu í umsjón Freyvangs- leikhússins þar sem ýmis skemmti- atriði verða á boðstólum og veittar verða viðurkenningar til handverks- fólks. Umhverfisnefnd Vestmannaeyjabæjar hefur falið Rótarý-klúbbnum að velja fegursta garð bæjarins, snyrtilegustu götuna og snyrtilegustu eignina. Eign telst vera hús og garður til samans. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir vel heppnaða nýuppgerða eign. En snyrtilegasta fyrirtækið velja ung- lingar í vinnuskólanunt. Næstu daga og kvöld verða Rótarý- félagar á ferð um Eyjuna að líta yfir í garð nágrannans. Bænum er skipt í fimm hverfi og fer einn flokkur um hvert hverfi. Ef þú skyldir sjá mannverur í bakgarðinum hjá þér með vasaljós og safngler hafðu ekki áhyggjiir. Það gæti verið að þú sért að komast í undanúrslit. Fyrst verður valin eign og garður í hverju hverfi fyrir sig. Síðan mun úrvalslið velja úr þeim tillögum sem komnar eru í undanúrslit. Viðurkenningar verða veittar f lok júlí. Enn sem komið er eru allir með og tíma til að fegra í kringum sig. Nú er tækifærið að taka eignina í gegn. Sjáumst í garðinum. Rótarý-félagar Vestniannaeyjum Fréttatilbming AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun.kl. 11.00 mán.kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 Nýliðadeild þri. kl. 20.30 Kvennafundur mið. kl. 20.30 reyklaus fundur fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 reyklaus fundur lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 Þessar stúlkur kláruðu reiðnámskeið fyrir nokkru síðan hjá hestaleigu Gunnars Árnasonar. Námskeiðin eru í sjö skipti, einn og hálfan tíma í hvert sinn. Flciri námskeið eru framundan hjá hestaleigunni og skráning þegar hafin. Gunnar vildi konia því á framfæri að hjá hcstaleigunni væru allþægir hestar ef fólk vill konia og taka myndir af börnum sínum á hestbaki. Léttast-þyngjast-hressast Frábærar vörur sem hafa hjálpað tugum milljóna manna um allan heim í þyngdar- stjömun og heilsu. Sífelldar endurbætur og nýjungar. Frí sýnishorn, stuðningur, ráðgjöf Helga Tryggva • Sími 862 2293 Faeðu og heilsubót Athafnafólk: www.bestoflife4u.com ÁDÖFINNI www.eyjafrettir.is ER SPILAFIKN VANDAMÁL? G.A. fundir alla fimmtudaga kl. 17.30. að Heimagötu 24 Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundir á þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Jarðarfararskreytingar, kransar, kistuskreytingar og krossar Blómaverslun Ingibjargar - ávallt feti framar Sími og fax 481 3011, gsm 894 3011 Inga, gsm 848 4875 Guðný, Opið kl. 10 - 18 alla daga, líka í hádeginu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.