Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Page 17

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Page 17
Fimmtudagur 4. júlí 2002 Fréttir 17 Komnir til að skemmta okkur -sasði Luca Kostic þjálfari LUCA Kostic, þjálfari, var hress í bragði á mótinu í brekkunni rákumst við á Luca Kostic, þjálfara Víkings, sem gerði garðinn frægan með Skagamönnum hér á ámm áður. Kostic var að fylgjast með leik ÍBV og KR þegar blaðamaður hitti hann en sonur hans er í KR. Hann heitir Alexander en þess má til gamans geta að leikurin endaði 0-0. Luca sagðist ekki vera mjög vinsæll meðal ungu KR-inganna enda var hann merktur Víking í bak og fyrir en Kostic þjálfar meistara- flokk Víkings í 1. deildinni. „Strákamir hafa verið að biðja mig um að skipta um föt og gera óspart grín að mér fyrir að vera í Víkings- úlpunni. En ég þekki þessa stráka mjög vel, margir þeirra koma reglu- lega heim með Alexander og við fömm þá oft í fótbolta," sagði Kostic. En hvemig líst þér svo á mótið? „Eg var reyndar bara að koma í morgun þannig að ég hef kannski ekki mikla reynslu af Shellmótinu en það sem ég hef séð þá verð ég að segja að maður hefði verið til í að spila á svona móti þegar maður var yngri. Tfma- setningar eru líka mjög góðar, dóm- arar em líka mjög góðir og það hefur mikið að segja fyrir strákana. Eg kom hingað sérstaklega til að fylgjast með stráknum mínum og fylgjast með KR- ingum en auðvitað fylgist ég líka með Víkingum. Héma hef ég líka hitt svo marga kunningja og vini og ég er búinn að spjalla út í eitt. Þetta snýst ekki bara um fótbolta heldur líka að eignast nýja vini og hafa gaman.“ Nú hafa KR-ingar tekið upp þá stefnu að verðlauna ekki lið og ein- staklinga í yngri flokkunum hjá sér en er ekki erfitt fyrir strákana að koma á svona mót þar sem mikil keppni er í gangi? „ Það var mikil umræða um þetta á milli foreldra í KR og það vom ekki allirsammála en málið snýst fyrst og fremst um það að við komum hingað til þess að taka þátt í þessu móti og reynum auðvitað að fylgja þeim reglum sem settar em. En við erum komnir hingað til að keppa og skemmta okkur og ekkert annað.“ Jón Óli kallar áfram GrindEyjarf Einn sigursælasti þjálfari Eyjamanna í á Shellmótum er án efa Jón Olafur Daníelsson sem undanfarin ár hefur þjálfað yngri flokkana í Vestmanna- eyjum. Hann brá undir sig betri fæt- inum síðasta haust og flutti til Grinda- víkur þar sem hann er nú yfnþjálfari yngri flokkanna. Jón Oli var að sjálf- sögðu mættur með sína menn en hann sagði dálítið skrýtið að vera ekki að hvetja strákana í hvítu búningunum. „Þetta er áttunda Shellmótið mitt og í fyrsta sinn sem ég kem með annað lið en ÍBV. Það er auðvitað dálítið annar bragur á þessu fyrir mann og ný reynsla. Mér finnst samt sem áður skrýtnast að mega jafnvel ekki hvetja IBV í sumum leikjum, allavega ekki á meðan strákamir mínir sjá til en auð- vitað getur maður ekki alveg sleppt takinu af þessum strákum héma. Eg JÓN Óli var mættur á Shell-mót og nú með Grindvíkinga. hef t.d. reynt að sjá sem flesta leiki hjá ÍBV,“ sagði Jón Óli. En hvemig gekk Grindvíkingum? „Okkur gekk ágætlega. Eg kom hingað með B- og D-lið og þau enduðu bæði í þriðja sæti í sínum riðlum. Það vom nokkrir sem vildu ekki koma og okkur vantaði nokkra sterka leikmenn þannig að í heildina get ég ekki verið annað en ánægður. Shellmótið hefur líka tekist mjög vel í ár eins og alltaf. Það sem mér finnst hafa batnað síðustu ár er hversu mikil ró er komin í brekkumar. Foreldrar áttu það til að sleppa sér algjörlega þegar þeir vom að hvetja sín lið. Strákamir urðu hreinlega íyrir andlegu áfalli. En það var tekið á þessu og mér sýnist það hafa tekist vel.“ Eitthvað að lokum? „Áfram GrindEyjar!" Morsunmatur fyrir 1200 peyja segir Hrönn Haróardóttir í kvennadeild ÍBV Þau era mörg handtökin sem þarf til að koma Shell- og Vömvalsmótunum á koppinn og mikil vinna sem sjálf- boðaliðar leggja á sig. Kvennadeild ÍBV hefur ávallt séð um að manna skólana þar sem liðin gista og um morgunmatinn. Blaða- maður hitti á Hrönn Harðardóttur, eina úr framvarðasveit kvennadeildarinnar. Hrönn sagði að mikil vinna færi í að fá fólk til að leggja mótinu lið. „Okkar vinna felst fyrst og fremst í að manna vaktimar í skólunum og að sjá um morgunmatinn fyrir krakkana. Við sáum um sjoppuna í Týsheimilinu en tókum þá ákvörðun núna að hætta með hana og láta frekar yngri flokk- ana njóta góðs af innkomunni." En hvemig gekk að manna stöðumar? „Það er að verða erfiðara og erf- iðara með árunum enda vill enginn hreyfa sig í dag nema fá borgað fyrir en sem betur fer er ennþá til fólk sem er til í að taka að sér sjálfboðavinnu. Þetta er auðvitað hellings vinna. Þeir sem sjá um morgunmatinn þurfa helst að vakna fimm á morgnana og vera mættir klukkan sex til að útbúa matinn enda er mikil vinna að gefa 1200 manns að borða. Vaktimar í skól- ununt em allan sólarhringinn, erfiðast er auðvitað að manna næturvaktimar í skólunum en þetta gengur alltaf upp að lokum.“ Er þetta nokkuð síðasta mótið sem þú tekur þátt í? „Maður segir eftir hvert mót, jæja núna er ég hætt þessu, en svo þegar maður er búinn að hvfla sig þá emm við alltaf mættar aftur. Þetta er bara svo gaman og þessi vinna gefur svo mikið.“ HRÖNN: -Þetta er bara svo gaman og þessi vinna gefur svo mikið. A-lið IBV ásamt Halldóri Erni Þorsteinssyni, þjálfara sínum. D-lið ÍBV nr. 1 sem Smári Jökull Jónsson þjálfar. D-lið ÍBV nr. 2 sem Smári Jökull Jónsson þjálfar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.