Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 04.07.2002, Side 15
Fimmtudagur 4. júlí 2002 Fréttir 15 RAGGA Gunnarsdóttir frá Seyðisfirði er í austfirskri rústabjörgunarsveit og sá hún um mat fyrir „fórnarlömb“ og björgunarliða. Sighvatur Bjarnason, verktaki í undirbúningi: Æfing á heimsmælikvarða Sighvatur Bjarnason, verktaki í undirbúningi Samvarðar 2002 í Vestmannaeyjum, segir að sínu hlutverki hafi átt að ljúka um leið og sjálf æfingin hófst en sú hafi ekki orðið raunin. „Við sem unnum að undirbúningi áttum að fylgjast með æfingunni án afskipta en grípa inn í ef stefndi í að menn væm að fara sér að voða. Þetta fór öðruvísi því allt í einu var ég farinn að skipta mér af öllu því sem ég ætlaði ekki að gera,“ sagði Sighvatur. Hans hlutverk var að útvega fólk til að leika þolendur og segir Sighvatur að það hafi gengið mun betur en hann reiknaði með. „Ég held að fólki hafi almennt þótt þetta góð reynsla sem hægt var að hafa gaman af. Ég lenti upp í Þorlákshöfn þar sem var fjölda- hjálparstöð þar sem fólk var skráðjafn óðum inn og það kom og svo skráð út aftur. Að því loknu var fólkið flutt til Vestmannaeyja aftur með annaðhvort skipi eða þyrlum." Sighvatur segir að útlendingamir hafi verið mjög ánægðir með hvemig til tókst og belgíska sveitin hafi sagt þetta bestu æfingu sem þeir hafa tekið þátt í. „Allar sveitimar fengu verkefni eins og þær gátu komist yfir og voru menn ánægðir með það. Það eina sem mér fannst takast miður var brottflutn- ingurinn sem teygðist úr hófi. Það var vegna þess að hershöfðingjamir höfðu ekki skilning á að þarna var um óbreytta borgara að ræða sem vom að leggja sitt fram í sjálfboðaliðsvinnu. Ég held að allir hafi verið sammála um það.“ Sighvatur segir að Vestmannaey- ingamir sem kornu að æfmgunni hafi staðið sig mjög vel. „Þetta á ekki síst við fólkið í stjómstöðinni sem stóð sig betur en maður þorði að vona. Fyrirfram óttuðust menn að við réðum ekki við verkefnið og hér væri ekki aðstaða til að koma æfingunni fyrir. Þetta reyndist rangt þó Shell-mótið hafi borið upp á sömu helgina. Það var hægt að koma öllum fyrir og ég held að við gætum tekið að okkur stærra verkefni á þessu sviði. Einkunnin, sem við fengum, var að Samvörður 2002 í Eyjum hefði verið á heimsmælikvarða sem segir kannski allt sem segja þarf,“ sagði Sighvatur að lokum. Friðþór Eydal upplýsingafulltrúi: Raunverulegar aðstæður Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, segir það samdóma álit manna þar á bæ að æfingin í Vestmannaeyjum hafi gengið mjög vel. , JHeginmarkmiðið var að samræma aðgerðir ólíkra aðila og það tókst mjög vel,“ sagði Friðþór. „Skipulagið og keyrslan á vettvangi tókst líka vel og þátttakendur höfðu á orði hvað raunverulegar aðstæður þeim voru skapaðar, til dæmis ástand slasaðra. Þeir sem komu að skipulagi héma megin eru mjög ánægðir með hvemig til tókst. Ékki má gleyma öllum sem komu að æfingunni með einum eða öðmm hætti. Eiga þeir íjölmörgu sem vom í hlutverki þol- enda og sjálfboðaliðar meðal björg- unarfólks þakkir skildar fyrir þeirra framlag," sagði Friðþór að endingu. yý/' ------------*—,--------------í— HERMENN settu svip á bæinn á meðan á æfingunni stóð. Karl Gauti Hjaltason sýslumaður: Eigum frábært fólk sem vinnur að björgunarmálum Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, var stjórnandi í aðgerðastjórn þar sem almannavarnanefnd Vest- mannaeyja og Björgunarfélagið lögðu saman krafta sína. Alls voru þetta um 15 manns í aðgerða- stjórninni og stóðu þeir vaktir frá því á fimmtudag þangað til síðdegis á sunnudaginn. „Klukkan fimm mínútur yfir tvö á aðfaranótt föstudagsins byrjuðu , jarð- hræringar" í Vestmannaeyjum," sagði Karl Gauti. „Þær ágerðust og um klukkustund síðar braust út eldgos. A þessum tíma tókum við á móti fjölda tilkynninga og símtala sem upplýstu okkur um stöðu mála. Við komum saman í Skátaheimilinu og komum upp aðgerðastjóm sem í voru al- mannavamanefnd og félagar í Björg- unarfélaginu. Við settum okkur í samband við Almannavamir ríkisins og báðum um aðstoð. Þeir kölluðu strax út íslenskar hjálparsveitir og þegar birti var ákveðið að óska eftir aðstoð erlendra sveita sem „fyrir tilviljun" vom staddar hér á landi. Fyrstu sveitimar komu með skipi fyrir hádegi á föstudaginn og svo komu þær hver af annarri fram eftir degi. í allt vom þetta á fjórða hundrað manns sem komu hingað vegna æfingar- innar." Karl Gauti segir að verkefni starfs- stjómarinnar hafi verið að kalla út björgunarlið og samræma aðgerðir í Vestmannaeyjum. „Sveitimar til- kynntu okkur um leið og þær komu til Eyja og létu okkur svo vita þegar þær vom tilbúnar í slaginn. Þá Iétum við þær hafa verkefni og útveguðum þeim flutning. Útlendu sveitimar þurftu leiðsögumenn og bandarískir túlkar voru þeim til aðstoðar. Stundum tókum við menn úr sveitunum til að aðstoða okkur og var það ekki alltof vel séð en annars gengu samskiptin mjög vel. Ég varð ekki var við nokkra hnökra, þetta fólk var komið hingað til að vinna og gerði það alveg skamm- laust. Kannski vom ekki allir ánægðir með verkefnin, fannst þau ekki við sitt hæfi en það kom ekkert inn á borð til okkar. Verkefnið í Fiskiðjunni vakti mikla athygli og sögðu menn það stærsta sem þeir höfðu komið að á sambærilegum æfrngum." Var eitthvað sem kom þér á óvart á æfingunni? „Nei. Ekki nema hvað við eigum frábært fólk sem vinnur að björgunarmálum. Á það bæði við þá sem unnu í stjómstöðinni með okkur og úti á vettvangi. Ég bjóst líka við að þetta gengi verr því við höfðum ekki náð að samhæfa okkur það mikið. Einu hnökrarnir vom samskiptin við stjómstöðina í Reykjavík þar sem vom meðal annars hershöfðingjar sem allir höfðu sína skoðun á því hvað gera ætti. Það kom þeim á óvart þegar við ákváðum að breyta áætlunum á fólks- flutningum, nota þyrlur í staðinn fyrir skipin. Það olli titringi en hafðist í gegn,“ sagði Karl Gauti Hjaltason sýslumaður að lokum. STJÓRNSTÖÐIN í Skátaheimilinu. Þaðan var öllum aðgerðum í Vestmannaeyjum stjórnað.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.