Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 19.09.2002, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 19. september 2001 Baldur er og verður lítill: Báðum ekki um að fara til Eyja -Hefðum helst viljað halda okkar striki hér í Breiðafirðinum en þetta er ákvörðun Vegagerðarinnar og við erum aðeins að hlýða fyrirskipunum eða tilmælum þeirra. - Kallagreyin kvíða fyrir viðbrögðum Eyjamanna. Þeir höfðu heyrt frá skipverjum á Fagranesinu, sem leysti Herjólf af á sínum tíma, og sögðust hafa fengið heldur leiðinlegar glósur frá heimafólkinu. Þeir óttast það að verða fyrir aðkasti fyrir það eitt að vinna sína vinnu og jafnvel finnast þeir óvelkomnir, segir Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Breiðarfjarðarferjan Baldur, sem nú leysir Herjólf af, er ekki stórt fley. Og ekki stenst hann saman- burð við stóra bróður. Baldur er 302 brúttólestir, 39,4 m langur og 9,2 m á breidd. Aðalvélin er 1412 hestöll. Hann er með leyfi fyrir 150farþegumáleiðinni milli lands og Eyja og hann getur llutt 19 bíla eða tólf bfla og tvo vöruvagna. Herjólf'ur er 2222 brúttólestir, 70,7 m langur, 16 m breiður og dýpiin cr 10,7 metrar. Herjólfur má mest flytja 525 farþega og ??? bfla. Auk þess eru klefar í Herjólfi en aðeins átta kojur fyrir farþega í Baldri. Sá sem þetta ritar fór með Baldri ekki fyrir löngu frá Stykkishólmi yfir Breiðafjörðinn í Brjánslæk með stuttu stoppi í Flatey. Siglingin yftr Breiða- fjörðinn var á allan hátt ánægjuleg enda gott veður en strax var Ijóst að Baldur stæðist engan veginn saman- burð við okkar Herjólf. Munurinn liggur fyrst og síðast í stærðinni. Ekki ætla ég að lýsa Herj- ólfi fyrir Eyjamönnum en um Baldur er það að segja að vel hefur verið gengið um skipið. Farþegasalurinn undir bíladekkinu er ágætur svo langt sem hann nær og þar er hægt að kaupa veitingar. Þar er sjónvarp og það sama gildir um tvo sali ofan við bíladekkið en í öðrum þeirra eru flugvélastólar eins og sjónvarpssölunum í Herjólfi. Allt er þetta hreint og snyrtilegt en lítið. Það þarf ekki mikla reynslu af sjómennsku til að sjá að þó Baldur henti vel til siglinga inni á Breiðafirði á hann lítið erindi í úthafssiglingar. Það er því líklegt að ferðir falli niður einhverja daga geri hressilegar brælur á meðan Herjólfur er frá en það er hvorki við Baldur eða áhöfn hans að sakast. Við verðum því að vona að veður verði gott á meðan Herjólfur er frá. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða ehf., sendi frá sér skýrslu fyrir hönd fyrirtækisins í ágúst um skipið og er þar farið yftr kosti og galla skipsins. Var samantektin gerð vegna nefndar sem samgönguráðherra stofnaði til að ræða framtíð sam- göngumála á svæðinu. Mikil umræða er nú á svæðinu um hvort ferja sé nauðsynleg vegna bættra vegasam- gangna. Samantektin var gerð af Pélri Ágústssyni framkvæmdastjóra Sæ- ferða. Helslu niðurstöður hans eru að skipið sé alll of lítið og standist engan veginn þær kröfur sem það átti að uppfylla í upphaft. Bæði er ganghraði minni og sá búnaður, sem settur var í skipið til að draga úr veltingi, sé ónothæfur. Ennfremur er aðstaða farþega og áhafnar gagnrýnd. Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir samantektina hafa verið unna á vegum þeirra og þar haíi þeir verið að ijalla um málið í allt öðm samhengi. „Þetta varðaði framtíðar- horfur hér við fjörðinn og samantektin unnin sem slík. Við erum ekki þar að leggja mat á hvernig skipið reynist í siglingum milli lands og Eyja í takmarkaðan tfma, heldur á þeirri leið sem við erum að nota það á.“ Samkvæmt samantektinni er bfladekkið allt of lítið og segir hann að ekki sé hægt að lesta skipið fyrr en allir bflar eru komnir á bryggjuna, enda passa bflar misjafnlega vel á hvern stað í skipinu eftir stærð. „Það má segja að Baldur hali verið úreltur áður en hann hóf siglingar 1990. Á þeim tíma er skipið var teiknað og smíðað sá ríkið um vöruflutninga á sjó en það breyttist lljótlega. Auk þess hefur bflafloti íslendinga stækkað,“ sagði Pétur og bætti við að strax og hann hóf siglingar hafi stór hluti af bfladekkinu farið undir flutningabfla. Pétur segir ennfremur að miðað við hönnun skipsins hafi ganghraðinn átt að vera fjórtán sjómflur. „Sá hraði hefur aldrei náðst og raunverulegur ganghraði er ellefu mflur." Miðað við það er Baldur klukkutímanum lengur lil Þorlákshafnar en Herjólfur. Baldur var smíðaður á Akranesi, er alíslenskt skip, og segir Pétur það e.t.v. vera helsta galla þess. „Við eigum ekkert að vera að gefa okkur út fyrir að hanna og smíða ferjur, það eru aðrir, t.d. Norðmenn, sem eru miklu hæfari en við í því. Við eigum að halda okkur við það sem við kunnum best og láta aðra um hitt.“ Þegar litið er yftr samantektina er gagnrýnt að þegar skipið er fullt, þ.e. 195 farþegar, þá eru ekki sæti fyrir alla. Pétur segir þetta vera leyft fyrir sumaráætluninni en þeir hafa leyfi fyrir 150 manns á milli lands og Eyja og því sæti fyrir alla. „Farþegaaðstaðan er fyrir neðan bflaþilfarið og það er hálfleiðinlegt en skipinu hefur verið vel við haldið og er snyrtilegt í alla staði," sagði Pétur og furðaði sig á þeim úlfaþyt sem nú er í Eyjum vegna slippferðar Herjólfs. „Eg skil bara ekki að allt verði vitlaust þegar skipið þarí' að fara í slipp í tvær til þtjár vikur. Skipið er búið að ganga í um 120 til 150 vikur, á milli slippa, og þarf svo að fara í tvær til þrjár sem gerir um tvö til þrjú prósent af ferð- unum, það er varla eitthvað til að gera allt vitlaust útaf. Menn verða að skoða málið með hliðsjón af því sem við höfum í höndum hverju sinni." Pétur bætti við að samningurinn um siglingar milli lands og Eyja sé tvær vikur og hann viti ekki annað en að sú tímaáætlun standi. „Við skulum heldur ekki gleyma því að Sæferðir ehf. voru ekki að biðja um að fara með Baldur til Eyja, við hefðum helst viljað halda okkar striki hér í Breiða- firðinum en þetta er ákvörðun Vegagerðarinnar og við erum aðeins að hlýða fyrirskipunum eða tilmælum þeirra.“ Ennfremur sagði Pétur að þó að fullur skilningur haft verið meðal Vestfirðinga á slippferð Baldurs viku áður en hann fór til Eyja, þá sé fólk á Vestfjörðum ekki sátt núna. „Verið er að skerða þjónustu sem við höfum alla jafna veitt og þó við höfum vegi til að ferðast þetta, þá eru þeir bæði langir og erfiðir yfírferðar." Pétur hefur ennfremur mikla samúð með áhöfn skipsins sem kveið fyrir Eyjaferðinni. „Kallagreyin kvíða fyrir viðbrögð- um Eyjamanna. Þeir höfðu heyrt frá skipverjum á Fagranesinu, sem leysti Herjólf af á sínum tíma, og sögðust hafa fengið heldur leiðinlegar glósur frá heimafólkinu. Þeir óttast það að verða fyrir aðkasti fyrir það eitt að vinna sína vinnu og jafnvel fínnast þeir óvelkomnir,“ sagði Pétur og sagði hann fólk þurfa að athuga hvað það er að segja. Að lokum sagði Pétur að samantektin fæli ekki í sér dóm um það að skipið sé handónýtt eða hættulegt. „Áuðvitað hefur það sína galla og kannski er stærsti gallinn að skipið er lítið. Það er löngu orðið úrelt miðað við þá þjónustu sem það á að veita.“ SÞ og ÓG. ÞAÐ þarf ckki niikla rcynslu af sjómennsku til að sjá að þó Baldur lienti vel til siglinga inni á Breiðafirði á hann lítið erindi í úthafssiglingar. Það er því líklegt að ferðir falli niður einhverja daga geri hressilegar brælur á meðan Herjólfur er frá en það er hvorki við Baldur eða áhöfn hans að sakast. Við verðum því að vona að veður verði gott á meðan Herjólfur er frá. Slysahætta við AIÞýðu- húsið? Eins og glöggir vegfarendur í Eyjum hafa væntanlega tekið eftir er búið er að opna fyrir umferð milli Skólavegar og Kirkjuvegar framhjá Káðhúsinu. Ekki eru allir á eitt sáttir með þessa tilhögun bæjaryfírvalda og sendi stjórn Alþýöuhússins bæjarráði bréf þar sem þessu er mótmælt. „Stjóm Alþýðuhússins vill koma á framfæri umkvörtun vegna opn- unar á götu þeirri sem Alþýðu- húsið stendur við og lýsir yfir áhyggjum af slysahættu sem mynd- ast getur vegna þessa. Mikillar óvarkámi hefur gætt í akstri bif- reiða í blindbeygjunni við Sjóvá- Almennar og hraðaksturs í fram- haldi af því á veginum sjálfum. Stjórnin getur ómögulega komið auga á að opnun vegarins sé nauðsynleg vegna framkvæmda við Kirkjuveg þar sem Hvítingavegur liggur samhliða umræddum vegi, aðeins nokkrum metrum ofar og mun að öllum lfldndum ekki tefja för Vestmannaeyinga svo mjög. Hafa ber í huga að á komandi vetri ntunu böm flykkjast á Stakka- gerðistúnið eins og endranær og gatan fyrir framan Alþýðuhúsið er á þeirra leið. Sömuleiðis má benda á að starfsemi eldri borgara í Vest- mannaeyjum er að stómm hluta í Alþýðuhúsinu yfir vetrarmánuðina og er þeim hætta búin af opnun götunnar og glannaaksturs um hana. Stjóm Alþýðuhússins í Vest- mannaeyjum vill eindregið fara þess á leit við bæjarráð Vest- mannaeyja að það geri þær ráð- stafanir sem nauðsynlegar em til að reyna að koma í veg fyrir slys.“ Bæjarráð vísaði erindinu til skipulags- og bygginganefndar. Jökull Pálmar Jónsson, skipulags- og byggingafulltrúi, sagði í samtali við Fréttir að opnunin væri ekki til frambúðar. „Þetta verður ekki opið að staðaldri en það á að vera hægt að opna þama á milli." sagði Jökull og bætti við að ástæðan fyrir opn- uninni núna væm framkvæmdimar á Kirkjuveginum. Vilja malbikun á Bessahrauni Þrír íbúar, núverandi og verð- andi, við Bessahraun sendu bæjarráði bréf sem tekið var fyrir á fundi ráðsins á mánu- daginn þar sem þess er farið á leit við Vestmannaeyjabæ að frá- gangi við botnlanga eða götu framan við hús þeirra verði lokið á þessu hausti. „Við umræddan botnlanga em í byggingu einbýlishús og parhús. Framkvæmdum miðar vel áfram og ljóst er að flutt verður í parhúsið í október eða nóvember. Stefnt er að því að þá verði lokið frágangi utan- húss og lóðar framan við húsið." Benda bréfritarar á að á næstunni verði parhúsið flísalagt að utan og vilja því að frágangi götunnar fyrir framan húsið verði lokið fyrir veturinn og hún lögð varanlegu slit- lagi svo ekki verði fokskemmdir á klæðningu húsanna. „Þamaereinn- ig um brýnt umhverfismál að ræða fyrir okkur og aðra húseigendur í Bessahrauni," segir m.a. í bréfinu og er farið fram á að ljúka verkinu í haust. Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.