Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 2
2 Fréttir Fimmtudagur 12. desember 2002 Farið fram á 20 milljónir til Þróunarfélagsins -Stjórn félagsins gerir ráð fyrir að stærsti hlutinn verði endurgreiddur með sölu Ondvegisréita Fréttatilkynning: Endalok Hrekkja- lómanna? Endalok Hrekkjalómafélagsins fara fram föstudaginn 13. desemberkl. 20.00. Lagl verður af slað frá Illugagötu móts við 15a og haldið að Smáragötu 26. Menn eru beðnir að hafa með sér salt í pokum og strá úr þeim á leiðinni. Fyrir framan Smáragötu 26 verður kveikt á friðarkertum og lagður blóm- sveigur. Síðan verður stofnað nýtt félag sem mun hljóta nafnið: „Hver höndin upp á móti annarri." Að lokinni þessari athöfn verður farið niður í Félagsheimili. Þar mun Sigurgeir Jónasson sýna myndir frá skötukvöldi Hrekkjalóma frá því í fyrra. Geta fyrrverandi félagsmenn pantað sér myndir til að setja á jólakort og senda hver öðrum um ókomna framtíð. Vefumarar Fyrsti stúturinn frá þjóðhátíð í vikunni voru samtals 217 dag- bókarfærslur hjá lögreglu. Þar af voru tuttugu kærðir fyrir að hafa ekki fært bifreiðir sínar til skoðunar á réttum tíma. Einn var kærður vegna rangrar ljósanotkunar. Sex ökumenn voru sektaðir fyrir að hafa ekki öryggisbelti spennt. Einn ökumaður var kærður þar sem hann var að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Sérstakt eftirlit var um helgina með ölvunarakstri og aðfaranótt sunnudags var kannað með ástand ökumanna á þriðja tug bifreiða og er einn þeirra vera grunaður um ölvun við akstur. Er þetta fyrsti öku- maðurinn frá þjóðhátíð sem er gmnaður um ölvun við akstur. Lög- reglan hvetur vegfarendur að l'ara varlega f komandi jólaumferð. Sér- staklega þar sem von er á fleiri gangandi vegfarendum. ÞurfH að leysa hundinn út í vikunni var hundaeigandi látinn greiiða gjald til að leysa út hundinn sinn þar sem hann var laus í bænum. Eins og hundaeigendum er kunnugt er lausaganga hunda bönn- uð og mun lögreglan láta þá hunda- eigendur sem hún handsamar greiða gjald fyrir að leysa þá út. Bruni og rúðu- brot í Lifró Á þriðjudaginn var tilkynnt um bmna og rúðubrot í húsnæði Lifrar- samlagsins. Ekki var um mikið tjón að ræða en þeir sem urðu varir við gmnsamlegar mannaferðir við hús- næðið em beðnir að láta lögregluna vita. Á fundi bæjarráðs á mánudaginn lá fyrir bréf frá Inga Sigurðssyni bæjarstjóra fyrir hönd stjórnar Þróunarfélagsins þar sem farið er fram á fjárhagslega fyrirgreiðslu vegna Þróunarfélagsins. Félagið fékk heimild bæjarráðs árið 2001 til þess að fara í skuldbindingar m.a. vegna kaupa á tækjum og búnaði fiskréttaverksmiðju og síðar upp- setningu á henni í Stakkshúsinu við Friðarhöfn. Ingi segir í bréfinu að nú sé framkvæmdum við uppsetningu verksmiðjunnar að Ijúka en ljóst að þær eru dýrari en áætlað var. Er það aðallega vegna aukinna krafna til fyrirtækja í matvælavinnslu, ekki síst þegar um útflutningsvöru er að ræða. „Fjárhagur Þróunarfélagsins hefur verið erfiður, en stefnt er að sölu á verksmiðjunni og nú þegar er búið að stofna hlutafélag um reksturinn er nefnist Westmar ehf. Jafnframt hefur Þróunaifélagið með vitund bæjaryfir- Byggingaverktakafyrirtækið Steini og Olli ehf hel'ur sótt um lóð fyrir parhús við Bessahraun. Erindið var samþykkt í skipulags- og bygginga- nefnd bæjarins. Að sögn Magnúsar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Steina og Olla, sóttu þeir um lóð fyrir eitt parhús. „Við höfum fundið fyrir miklum áhuga fyrir nýjum íbúðum á þessum valda fjölgað störfum í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og má reikna með að það kosti félagið fjórar til fimm milljónir króna á ársgrundvelli með launatenglum og leigu á húsnæði. Ekki hefur enn verið farið fram á aðkomu bæjarsjóðs að þessu viðbótar- verkefni." Stjórn Þróunarfélagsins óskaði eftir aðkomu bæjarsjóðs með þeim hætti að Vestmannaeyjabær yfirtaki hlutabréf Þróunarfélagsins í Eignarhaldsfélagi Veslmannaeyja að nafnvirði þijár milljónir króna og í íslandslaxi ehf. að nafnvirði 525 þúsund krónur sem munu koma til lækkunar á við- skiptareikningi Þróunarfélagsins hjá bæjarsjóði. Ennfremur er óskað eftir að Vestmannaeyjabær geri ráð fyrir í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fimm milljónum sem viðbótarframlagi árs- ins sem eingöngu má rekja til ferða- mála. Er það rökstutt meðal annars með meiri umsvifum hjá ferða- stað, en við reiknum með að byrja á vormánuðum, mars til apríl.“ sagði Magnús. Mikið er að gera hjá fyrirtækinu og hafa starl’smenn verið um 20 að staðaldri þetta árið. „Við teljum að verkefnastaðan geti orðið mjög góð á komandi ári ef veturinn verður okkur hagstæður. Stærstu verkefnin núna eru bygging D-álmu við Hamarsskóla og málafulltrúa sem fer úr hálfu starfi í fullt starf og ráðningu starfsmanns í um fjóra mánuði yfir sumartímann, leigu á húsnæði ásamt kostnaði við innréttingar á húsnæði við Bása- skersbryggju. Að lokum er óskað eftir því að Vestmannaeyjabær ábyrgist til við- bótar lán sem ÞV tekur að upphæð fimmtán milljónir króna vegna fram- kvæmda í nýju húsnæði og uppsetn- ingu tækja og búnaðar fiskréttaverk- smiðjunnar Óndvegisrétta. Fjárhæðin mun verða endurgreidd eða yfirtekin þegar sala á verksmiðjunni hefur farið fram. Óskað er eftir jákvæðum við- brögðum bæjarráðs við erindinu. Bæjarráð samþykkti erindið og að gert verði ráð fyrir yfirtöku hlutabréfa í Eignarhaldsfélagi Vestmannaeyja og Islandslaxi ehf. annars vegar og auka- framlagi upp á fimm milljónir til Þróunarfélagsins við endurskoðun fjárhagsáætlunar. saltgeymsla fyrir Saltkaup sem rís á lóð Vinnslustöðvarinnar. Við höfum líka unnið að miklum endurbótum hjá Vinnslustöðinni, t.d. byggt nýtt ketil- hús við loðnubræðsluna og fitugildru tengda frárennsli bræðslunnar. Þá erum við að innrétta nýja starfsmanna- aðstöðu hjá Isfélaginu ásamt starfs- mönnum þess,“ sagði Magnús. Guðrún Erlingsdóttir (V) sá sér ekki fært að samþykkja ábyrgð á lántöku til Þróunarfélagsins fyrr en sýnt hefur verið fram á að aðrir eig- endur félagsins hafi fengið vitneskju um væntanlegar lántökur og samþykkt þær. Auk þess vill hún að það liggi fyrir hvort og þá hvemig viðkomandi aðilar ætli sér að koma að endur- fjármögnun félagsins. Guðrún spurði einnig hvernig staðið var að fjölgun starfa í ferðaþjónustu Vestmannaeyja og leigu húsnæðis við Básaskers- bryggju og innréttingu á því. Einnig hvenær og hvemigþað var kynnt fýrir bæjarfulltrúum. Óskaði hún eftir skriflegum svömm fyrir næsta bæjarstjómarfund sem er í dag. Guðjón Hjörleifsson (D) óskaði eftir að bóka. „Beini því til bæjar- fulltrúa Vestmannaeyjalistans að Björn Elíasson sitji næsta bæjar- stjómarfund þar sem málefni Þró- unarfélagsins verða rædd.“ Handbolta- miðar ó tombóluverði Við leikmenn meistaraflokks ÍBV stöndum nú fyrir smáglaðningi fyrir síðasta heimaleik IBV fyrirjól. Hér eigum við að spila við Víkinga sem er leikur sem verður að vinnast. Vikingar hafa reyndar verið að bíta frá sér upp á síðkastið og þurfum við því á stuðningi áhorfenda að halda!!! Við erum að bjóða fyrirtækjum 10 miða á 2000 kr (aðeins 200 kall miðinn). Nokkrir peyjar munu ganga í fyrirtæki í dag og á morgun en einnig er hægt að hafa samband við Sigga Braga í Sjóvá-Almennum og fá BÚNT. Annars óskum við bara Eyja- mönnum gleðilegra jóla og þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða Fréttatilkynning. Spila ó sumar- flötunum ó laugardaginn! Fádæma hlýindi hafa verið í Eyjum í haust og byrjun vetrar og muna elstu menn ekki eftir öðru eins. Golfarar ætla að nota tækifærið á laugardaginn og halda 9 holu golfmót. Það sem meira er, þá verður keppt á sumargrínum sem er einstakt nú þegar aðeins tólf dagar em til jóla. Eru kylfingar hvattir til að dusta rykið af golfkylfum sínum og taka þátt í þessum einstaka viðburði. FRETTIR Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. STEINI og Olli eru að reisa saltgeynislu á lóð Vinnslustöðvarinnar. Nóg að gera hjó Steina og Olla: Fyrirhuguð bygging parhúss í Bessahrauni

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.