Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Page 6
6 Fréttir Fimmtudagur 12. desember2002 BERGEY, hjá Axel Ó. sýnir Guðnýju boli sem þar er til í miklu úrvali. Jólaverslun svipuð og í fyrra -segja kaupmenn, prátt fyrir lakara atvinnuástand Atvinnuástand í Vestmannaeyjum hefur oft verið betra um þetta leyti árs en verið hefur að þessu sinni og minna fé í umferð af þeim sökum. Ekki væri óeðlilegt að slíkt kæmi niður á jólaversluninni. Við leit- uðum svara hjá nokkrum kaup- mönnuni um það hvernig jóla- vcrslunin hcfði komið út hjá þcim. „Þetta hefur gengið ágætlega, mér sýnist í fljótu bragði að þetta sé svipað og í fyrra og engin ástæða til að kvarta, segir Eyjólfur Heiðmundsson, verslunarstjóri í Versluninni 66. Eyjólfur segir reyndar ekki miklar sveiflur í jólaverslun milli ára, hvorki í magni né heldur milli vörullokka. „Alla vega ekki í þeim vömflokkum sem við verslum með, þetta er svona svipað frá ári til árs og engar stórvægi- legar sveiflur." Þá segir Eyjólfur að fólk sé ekkert fyrr á ferðinni með innkaup í ár en verið hefur. „Þetta er svipuð rútína, þessi vika og sú næsta vega alltaf mjög þungt í verslun, ekki bara hjá okkur heldur líka hjá öðmm og ég á ekki von á að nein breyting verði á því að þessu sinni," sagði Eyjólfur. í góðu standi „Þetta hefur verið fínt, í góðu standi, kannski heldur rólegra en í fyrra ef eitthvað er,“ sagði Svavar Sigmunds- son í Brimnesi, um jólaverslunina. „Miðað við ástandið í atvinnu- málum í bænum, hefði maður kannski átt von á samdrætti í verslun en svo virðist ekki vera. Það sem við erum aðallega að selja á þessum tíma er jólaskraut og seríur og þess háttar og svo rafmagnstæki með, auk þess sem fólk er að lagfæra og endurbæta á heimilum sínum. Svo þegar líður nær sjálfum jólunum þá er meira keypt af gjafavöm.“ Svavar segist ekki hafa orðið var við sérstaklega meiri traffík með nýju kortatímabili að þessu sinni. „Maður varð miklu meira var við það í fyrra, kannski er fólk farið að hugsa sinn gang betur enda kemur að skulda- dögum í kortaviðskiptum rétt eins og öðmm viðskiptum. En aðalverslunin hjá okkur hefur alltaf verið þrjá síðustu dagana fyrir jól og ég á ekki von á að það breytist. Eins á ég von á líflegri verslun nú um helgina ef veðrið verður skaplegt." Hefur snjóleysið einhver áhrif á jólaverslunina? „Ég veit það ekki, ég er sjálfur ekki mikið fyrir snjó og mín vegna mætti snjórinn alveg bíða fram á aðfangadag," sagði Svavar í Brimnesi. Enginn samdráttur Áslaug Bjamhéðinsdóttir, í Verslun- inni Jazz, segir að verslun fyrir jólin hafi verið góð. „Ég átti satt að segja von á einhverjum samdrætti, miðað við atvinnuástandið, en það hefur ekki borið á því. Þetta er mjög svipað og í fyrra og svo kom nóvember mjög vel út hjá okkur, þá var talsvert að gera og það væri ekki sanngjamt að vera óánægður." Áslaug segist hafa fundið fyrir meiri verslun strax eftir mánaðamót og sömuleiðis þegar nýtt kortatímabil hófst. „Lfldega hefur það sitt að segja hjá okkur að við emm með lága álagningu og lágt vöruverð þar sent við höldum öllum kostnaði í lágmarki. Ég held að slíkt skili sér þegar fólk hefur minna milli handanna en áður. Eins og ég sagði, þá hefur þetta verið mjög gott en síðasta vikan fyrir jól er svo ævinlega toppurinn í versluninni og ég reikna ekki með neinni breyt- ingu á því að þessu sinni.“ Er líflegri verslun ef snjór liggur yfir? „Æ, það held ég ekki. Ég er alveg sátt við þetta eins og það er, auð- veldara fyrir þá sem bera út póstinn og fleiri. Ég vil helst ekki fá snjó fyrr en svona kortér fyrir jól, hann má koma á Þorláksmessu en helst ekki fyrr,“ sagði Áslaug. Andrés gerði grein fyrir Gíbraltar-ferðinni Andrés Sigmundsson (B) gerði grein fyrir ferð sinni til Gíbraltar í síðasta mánuði á fundi bæjarráðs á mánudag. Þar var háhraðaferjan Shannon Alexis skoðuð sem mögulegur kostur á siglingum milli lands og Eyja eins og sagt hefur verið frá í Fréttum. Tillaga frá Andrési og Guðjóni Hjörleifssyni (D) var lögð fram: „Bæjarráð leggur til við samgöngu- hóp samgönguráðherra um sam- göngur við Vestmannaeyjar, að kannað verði til hlítar hvort háhraða- ferja eins og Shannon Alexis geti hentað til siglinga á siglingaleiðinni Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn. Niður- staða í þeirri könnun liggi fyrir í lokaskýrslu samgönguhóps um næstu áramót. Verði niðurstaðan jákvæð verði reynt að fá skipið leigt í takmarkaðan tíma með hugsanleg kaup í huga. Jafnffamt verði samgönguráðherra og samgöngunefnd Alþingis kynnt þessi ákvörðun." Guðrún Erlingsdóttir (V) bókaði að hún myndi taka afstöðu til málsins á næsta l'undi bæjarstjómar. Skólamálaráð: Gjaldskrá leikskóla hækkar um 8% Á fundi skúlnmáluráös í síðustu viku var samþykkt 8% hækkun á gjaldskrá lcikskóla bæjarins. Er þetta sama breyting og hefur orðið á launavísitölu frá síðustu gjaldskrárbreytingu I. september 2001 til ársloka í ár. Ennfremur segir að þrívegis hall gjaldskrárhækkun verið frestað vegna tilmæla og stuðnings við aðgerðir aðila vinnumarkaðarins og stjómvalda sem miðuðu að því að halda verðlags- breytingum innan viðmiðunarmarka á þessu ári. Ennfremur var samþykkt að fæðis- gjöld hækki urn 5,4% frá næstu áramótum. Þetta þýðir fyrir foreldra, með bam í fullri níu tíma vistun, hækkun um tæpar tvö þúsund krónur á mánuði. í dag kosta níu tímar 20.277 krónur en verða 21.900 krónur. Fæðis- og hressingargjald hækkar úr 3255 krónum í 3431 krónu. Framvegis verða leikskóla- og fæðisgjöld endurskoðuð tvisvar á ári, þann I. janúar og 1. júlí ár hvert. Guðrún Érlingsdóttir (V) sat hjá við afgreiðslu málsins. Axel O á Bárustíginn Eigendur Axel Ó skóverslunar hafa fest kaup á Bárustíg 6 þar sem verslunin Mozart var til húsa í mörg ár. Nú er þar m.a. verslunin Do Re Mi. Að sögn Steindórs Ámasonar var gengið frá þessu í síðustu viku og verður eignin afhent nýjum eigendunr I. júní á næsta ári. Með kaupunum er verið að stækka verslunina mikið. „Fyrst maður er að þessu á annað borð þýðir ekkert annað en að hafa trú á því,“ sagði Steindór aðspurður um gengi verslunarinnar. “Ég trúi ekki öðru en að fólk versli heima þar sem sömu vömr og við emm að bjóða upp á em oft á tíðum dýrari fyrir sunnan.“ Magnús Steindórsson, verslunar- stjóri, segir að ekki séu fyrirhugaðar neinar áherslubreytingar heldur væri áfram um að ræða verslun með íþróttavömr og skó. Hafna tilboði í rekstur líkamsræktarinnar Á fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. desember var tilboð Lík- amsræktarstöðvarinnar í rekstur líkamsræktarsalar Iþróttamið- stöðvarinnar tekið fyrir. Ráðið mælti nreð að tilboðinu yrði hafnað þar sem það væri algjörlega óraunhæft. Guðrún Erlingsdóttir (V) bað um nánari útskýringu á því á bæjarráðsfundi á mánudaginn og óskaði eftir að hún yrði tilbúin fyrir fund bæjarstjómar sem er í kvöld. Hún sagðist ekki taka afstöðu til málsins íyrr en þær upplýsingar liggja fyrir. Bæjarráð fól íþróttafulltrúa að svara fyrirspuminni. ÞURÍÐUR og Hugrún frá Eykyndli afhcnda Hirti lækni og Gunnari framkvæmdastjóra gjötina. LÁRUS tekur við gjöfinni úr höndum Eykyndilskvenna. Eykyndilskonur hafa verið duglegar undanfarið að leggja góðum málcfnum lið. Þær afhentu stjórn sjúkrahússins 250 þúsund krónur til kaupn á hjartasónartæki. Var þetta gert í tilefni af opnun nýju sjúkradeildarinnar í október. Þær gáfu einnig hjartarafstuðtæki um borð í Herjólf að verðmæti um 150 þúsund krónur og verður farið í það á næstunni að kenna skipstjórnarmönnum Herjólfs á tækið. Lárus Gunnólfsson skipstjóri sagði við það tilefni um leið og hann þakkaði fyrir gjöfina að hann vonaöist þó til að þurfa aldrei að grípa til tækisins. í gær voru þær svo á ferðinni upp á lögreglustöð þar sem þær afhentu lögreglunni stafræna myndavél að verðmæti 90 þúsund krónur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.