Fréttir - Eyjafréttir - 12.12.2002, Síða 11
Fimmtudagur 12. desember 2002
Fréttir
11
HEIÐAR snyrtir var oft með kynningar í Miðbæ á meðan sól hans
reis sem hæst.
SNYRTIVÖRUKYNNING frá LanCome, Dúddý og Guðbjörg.
HEIÐAR leiðir ungar konur í allan sannleika um gæði vörunnar.
DÚDDÝ, á námskeiði í París.
þröngar skálmar og nú eru þær orðnar
útvíðar aftur.
Þegar ég er úti að versla finnst mér
oft heilmikil kúnst að fínna út hvað
passar og lika það sem gengur fyrir
okkur á Islandi. Útlendingar kaupa oft
allt annað en Islendingar. Akveðnir
litireru í tísku hverju sinni en það fer
alltaf mest af svörtu. Það eru auðvitað
bjartari litir í gangi yfir sumarið en
svartur er langvinsælastur, ekki bara
hér á landi heldur um allan heim.
Brúnir litir og drapp eru inn núna líka
og indíánastfll.“
Þú hefar eiimig verslað með
snyrtivörur?
„Já, ég fékk líka hingað snyrti-
námskeið sem voru vel sótt. Heiðar
snyrtir kom oft með litgreiningar-
námskeið sem vom ofsalega vinsæl.
Þá komu snyrtifræðingar frá snyrti-
vömfyrirtækjum með namskeið þar
sem kennd var almenn umhirða
húðarinnar, förðun o.fl. Það komu
margar konur á þessi námskeið sem
vom mjög vinsæl en um það bil tíu
vom í hverjum hóp og þessi námskeið
vom á öllum tímum ársins.
Það kostar mikla vinnu að halda
verslun gangandi og öllu því sem til
þarf. Dúddý segist hafa verið heppin
með starfsfólk í gegn um tíðina. „Við
vomm oft tvær og þrjár héma í búð-
inni þegar mest var að gera en það
hefur náttúrlega minnkað þar sem hér
býr færra fólk en áður. En viðskipta-
hópurinn er breiður, ég er með
bamaföt og konur frá tuttugu og fimm
ára aldri og upp úr versla mikið við
mig. Ég hef ekki stflað mikið inn á
unglingana.þeir versla meira í tísku-
búðunum. Ég er reyndar með snyrti-
vömr sem konur á öllum aldri kaupa
hjá mér.“
Dúddý segir að viðskiptahættir hafi
óneitanlega breyst töluvert á þessum
30 ámm. „Nú er vara nánast öll
staðgreidd en áður var allt að þriggja
mánaða greiðslufrestur. Útsölur eru
með öðmm hætti og standa nú lengur
yfir. Tilboð eru í gangi allt árið sem
segir okkur að markaðurinn er
þröngur. Þá hafa ýmsir vöruflokkar
færst yfir í matvöm- og stórmarkaði.
Okkar samtök, Kaupmannasamtökin,
em mjög virk og hafa komið mörgu
góðu til leiðar. Hefur það ekki síst átt
við matvöruverslunina.“
Þegar Dúddý er spurð út í inn-
kaupaferðir Eyjamanna upp á land
sagði hún: „Ég vil hvetja Vestmanna-
eyinga til að nota þá þjónustu sem hér
er, ekki bara í verslun, heldur öllum
þjónustugreinum því þannig eflum við
okkar heimabyggð," sagði Dúddý og
lagði áherslu á orð sín.
Oft Iangur vinnutíini
Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir
hversu mikil vinna felst í því að eiga
og reka verslun. Vinnutími er oft æði
langur og að ýmsu þarf að huga.
„Verslunin er opin virka daga frá
klukkan tíu á morgnana til klukkan
sex síðdegis og á laugardögum frá tíu
til hádegis. Ég afgreiði auðvitað í
versluninni og auk þess verður maður
að fylgjast með því hvað vantar og
þess háttar. Það þarf að taka upp vömr
þegar þær koma í hús, hengja upp föt,
stilla upp í hillur og fleira. Ég sé um að
skreyta glugga og þess háttar sjálf en
víða í Reykjavík em sérstakir glugga-
skreytingarmenn. I kring um jól er
mikil traffík og maður er stundum
genginn upp að hnjám ef svo má að
orði komast. Þá er opið lengur en
venjulega en þeim tíma fylgir alltaf
skemmtileg stemning. Það má segja
að vinnutíminn sé óendanlegur því
oftast er maður á einn eða annan hátt
með hugann við þetta,“ segir Dúddý.
Hún segir ágætlega hafa gengið að
samræma verslunarreksturinn og
heimilið en þau Guðni eiga Ijögur
böm sem öll eru uppkomin. Þau eru
Hlöðver Sigurgeir, Olafur Oskar,
Sigríður Agústa og Viktor. „Það var
meira að gera þegar krakkamir vom
yngri en Guðni hefur alltaf verið
duglegur í heimilisstörfunum. Hann
var oftast búin að elda þegar ég kom
heim og tók þátt í jólaundirbúningnum
og öllu sem þurfti að gera. Þannig að
það gekk allt vel.“
Ódýrara hér en í Reykjavík
Þegar Dúddý er spurð hvemig hún sjái
fyrir sér framtíð Eyjanna eftir þrjátíu
ára verslunarrekstur segist hún alltaf
hafa verið bjartsýn. „Annars væri
maður ekki í þessu. Ég vil Eyjunum
allt það besta og mér finnst hálfgerð
neikvæðni í gangi héma og fólk mætti
vera bjartsýnna. Það er ekkert nýtt að
það sé rólegt héma á haustin.
Ferðamenn hafa verið mikil lyfti-
stöng fyrir verslunina á sumrin og
margar konur sem koma hingað á
sumrin versla heilmikið í búðinni hjá
mér og öðrum verslunum í bænum.
Mér finnst Vestmannaeyjar ekki nærri
nógu mikið auglýstar. Helga Dís
Gísladóttir, sem var með Rómu, er
mjög hugmyndarík. Hún kom með þá
hugmynd að auglýsa Vestmannaeyjar
sem verslunarstað og laða þannig að
ferðamenn. Hugsunin var að hingað
kæmi fólk ofan af landi úr sveitunum
og ætti hér góða helgi og verslaði í
leiðinni. Þetta væri auglýst upp og
útbúinn góður pakki. Vöruverð er oft
á tíðum lægra hér sem skýrist að hluta
til vegna þess að verslunarpláss er
mjög dýrt á höfuðborgarsvæðinu.
Húsaleiga er himinhá í þessum stóru
veslunarhöllum eins og Kringlunni og
Smáralindinni það segir sig sjálft að
það kostar heilmikið að reka verslanir
þar.
Hægt að laða hingað fleiri
ferðamenn
Ég held að það séu miklir möguleikar
á því að laða hingað innlenda og
erlenda ferðamenn og það þarf að
setja af stað markaðsetningu. Menn
verða þá að gera sér grein fyrir hvað
þeir ætla að bjóða upp á og hvað þeir
ætla að selja. Höllin hefur til dæmis
breytt heilmiklu fyrir Vestmannaeyjar
og dregið að sér ferðamenn. Fólk sér
ástæðu til að punta sig og fer í fínni
fötum að skemmla sér á vönduðum og
glæsilegum skemmtistað, þetta hefur
allt heilmikið að segja.
Margir útlendingar em alveg heillaðir
af náttúmnni hér. Ég man til dæmis
eftir enskum sölumanni sem kom
hingað í söluferðir fyrir nokkrum
árum. Hann var svo hrifinn að hann
tók fjölskylduna með sér og þegar
hann kom heim til mín upp á
Smáragötu settist hann við gluggann
og naut útsýnisins og sagðist aldrei
hafa séð neitt í líkingu við það.
Við Stjáni Óskars höfum verið að
spjalla um það okkar á milli að ferða-
málaráð þyrfti að gefa út veglegt
upplýsingarit um Vestmannaeyjar. Þar
væri sagt frá sögu Vestmannaeyja sem
er nú ekki lítil eða ómerkileg. Það
mætti segja frá Tyrkjaráninu, kynna
merkar fomminjar frá landnámstíð í
Herjólfsdal, fræða fólk um sjósókn og
vinnslu á físki og þróunina sem hefur
orðið f greininni. Gosið 1973 og allt
sem viðkemur því er stór partur af
okkar sögu og tengist okkar menn-
ingu. 1 þessum bæklingi þyrfti að
koma fram hvaða þjónusta er í boði
eins og verslanir og veitinaghús.
Margir sem koma hingað í fyrsta
skipti em alveg hissa á því hvað hér
eru margar búðir og vömúrval gott.
Fólk hefur ekki hugmynd um þetta og
heldur að staðurinn sé miklu minni og
veit ekki um þjónustustigið og reiknar
ekki með að hér sé til dæmis hjól-
barðaverkstæði. Þjónustuna þarf að
kynna markvist," segir Dúddý sem
ekki er af baki dottin eftir þrjátíu ára
rekstur á verslun.
gudbjorg @ eyjafrettir. is
Ferðamenn hafa verið mikil
lyftistöng fyrir verslunina á
sumrin og margar konur
sem koma hingað á sumrin
versla heilmikið í búðinni
hjá mér og öðrum
verslunum í bænum. Mér
finnst Vestmannaeyjar ekki
nærri nógu mikið auglýstar.
Helga Dís Gísladóttir, sem
var með Rómu, er mjög
hugmyndarík. Hún kom
með þá hugmynd að
auglýsa Vestmannaeyjar
sem verslunarstað og laða
þannig að ferðamenn.
Hugsunin var að hingað
kæmi fólk ofan af landi úr
sveitunum og ætti hér góða
helgi og verslaði í leiðinni.
Þetta væri auglýst upp og
útbúinn góður pakki.
Vöruverð er oft á tíðum
lægra hér sem skýrist að
hluta til vegna þess að
verslunarpláss er mjög dýrt
á höfuðborgarsvæðinu.
Húsaleiga er himinhá í
þessum stóru
veslunarhöllum eins og
Kringlunni og
Smáralindinni, það segir sig
sjálft að það kostar
heilmikið að reka verslanir
þar.